Innlent

Eigum að berjast gegn stríðsvélinni

Stjórn Ungra vinstri grænna fagnar því að Bandaríkjaher skuli loksins vera á förum og krefst þess að stjórnvöld hugsi gáfulega og taki forystu sem friðelskandi þjóð. Í ályktun sem stjórnin sendi frá sér segir að þrátt fyrir að Ísland sé að losna við stríðstól úr landi þá sé ætlun Bandaríkjahers að nota þessi tól til að myrða fólk í öðrum löndum. Segir ennfremur að Ísland eigi að berjast gegn stríðsvélinni en ekki verahuglaust, sérhlífið og sjálfselskt.

Ályktunin er svohljóðandi:

"Stjórn Ungra vinstri grænna fagnar því að Bandaríkjaher skuli loksins vera að fara burt. Stjórn UVG krefst þess að stjórnvöld fari að hugsa gáfulega og taki forystu sem friðelskandi, herlaus þjóð. Þó að Ísland sé að losna við stríðstækin þá er sannleikurinn sá að Bandaríkjaher ætlar sér að nota þessi stríðstól í öðrum löndum til að myrða fólk. Ísland á að berjast gegn stríðsvélinni en ekki vera huglaust, sérhlífið og sjálfselskt eins og Bandaríkin.

Stjórn UVG fagnar öllum þeim hugmyndum að nýsköpun og þeim tækifærum sem opnast hafa á Suðurnesjum vegna brotthvarfs hersins.

Tækifærin fyrir svo menntað og ríkt land eru óteljanleg, nýtum hugvitið og björgum því sem ríkisstjórnin er búin að klúðra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×