Innlent

Kemur til greina að NATO taki við vörnum Íslands

Jaap de Hoop Schaffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins telur að til greina komi að NATO taki yfir varnarhlutverkið sem Bandaríkjamenn hafa sinnt til þessa. Hann ræddi málefni Íslands við George Bush forseta og Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra í gær.

Í gærkvöld að Íslenskum tíma hélt De Hoop framkvæmdasjtóri NATO blaðamannfund þar sem hann var spurður um hvað hefði komið útúr viðræðum við Busch, bandaríkjaforseta og Rice utanríkisráðherra um málefni. Íslands.

Hann sagðist hafa greint Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra frá stöðu mála og tilkynnti að hann myndi heimsækja Ísland innan tíðar. Jaap De Hoop Scaffer vildi bíða og sjá hvað kæmi útúr viðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna áður en menn veltu vöngum yfir þáttöku NATO í vörnum landsins. Ekki væri útilokað að NATO kæmi að málum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×