Innlent

Fráleitt að Alfreð bjóði orku til álvers í Helguvík

Vinstri grænir í Reykjavík segja fráleitt að Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, bjóði orku til álvers í Helguvík án samráðs við stjórn Orkuveitunnar eða borgarstjórn. Alfreð segir að nýtt álver sé langáhrifaríkasta aðferðin til að bæta atvinnuástandið á Suðurnesjum og það eina sem er fast í hendi.

Alfreð Þorsteinsson skýrði frá því í gær að forsætisráðherra hefði spurst fyrir um það hvort Orkuveitan gæti útvegað viðbótarorku til stóriðju í Helguvík. Sagði Alfreð að Orkuveitan myndi skoða það með jákvæðum hætti og í fljóti bragði virtist ekkert standa í vegi fyrir því að svo gæti orðið. Vinstri grænir í Reykjavík lýstu því yfir í dag að það væri fráleitt að stjórnarformaður Orkuveitunnar hefði forgöngu um slíka skuldbindingu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×