Innlent

Tvær snjóbyssur að gjöf

Skíðasvæðið á Dalvík.
Skíðasvæðið á Dalvík. MYND/Óskar Óskarsson

Á aðalfundi Sparisjóðs Svarfdæla í gær var Skíðafélagi Dalvíkur fært að gjöf andvirði tveggja snjóbyssa til að stækka snjóframleiðslukerfi félagsins í Böggvisstaðafjalli. Verðmæti þessarar gjafar er um 4,3 milljónir króna og eru snjóbyssurnar þegar komnar í fulla notkun enda framundan Skíðamót Íslands um komandi helgi.

Að venju var úthlutað úr Menningarsjóði Sparisjóðs Svarfdæla á fundinum og nam úthlutun nú 4,7 milljónum króna til 13 verkefna, sem er stærsta úthlun í sögu sjóðsins. Hæsta framlagið, ein milljón króna, rennur til endurbótaverkefnis Syðstabæjarhússins í Hrísey þar sem gerð verða skil hinni merku sögu Hákarla-Jörundar og hákarlaveiða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×