Innlent

Ekkert eftirlit með kaupum á vinnuvélaolíu

MYND/Vilhelm Gunnarsson

Ekkert eftirlit er með því hverjir kaupa vinnuvélaolíu og í hvaða tilgangi en slík olía er rúmlega 43% ódýrari en dieseolían. Yfir 18 sölustaðir á höfuðborgarsvæðinu selja slíka olíu í sjálfsölum sínum.

Eftir að þungaskatturinn var færður af bifreiðum og yfir á dieselolíuverð hafa verið einvher brögð að því að menn kaupi vinnuvélaolíu í stað diesel. Vinnuvélaolía er lituð dieselolía en er að öðru leyti nákvæmlega sama olían og því hentug bæði á vinnuvélar og dieselolíu bíla.

Litaða olían er mun ódýrari en sú ólitaða og er verðmunurinn allt að 45 % á lítra. Það þýðir að ef það kostar fimm þúsund krónur að fylla bílinn af diesel olíu þá kostar sama magn aðeins 2843 krónur ef keypt er vinnuvélaolían.

Ástæðan fyrir þessum verðmun er sú að vinnuvélar eiga ekki að greiða þungaskatt þar sem þær nota ekki þjóðvegi landsins og því er verðið á þeirri olíu verð án þungaskattsins. Óprúttnir náungar geta því sparað fleiri tugi þúsunda í olíukaup með slíku svindli. Það er ekki erfitt að nálgast vinnuvélaolíu. Þú bara ferð í næsta sjálfssala, setur kortið í og dælir

Vegagerðin og lögreglan á suð-vesturhorni landsins hafa verið að fylgjast með því hvort brögð séu að því að menn noti vinnuvélaolíuna á óviðeigandi hátt. Þrír hafa verið teknir fyrir slíkt hátterni og var mál þeirra sent til skattrannsóknarstjóra og bíða menn nú spenntir eftir að sjá hver viðurlögin við þessu broti eru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×