Innlent

Mikill áhugi á matreiðslu í Rimaskóla

Matreiðsluáhugi í Rimaskóla er með því mesta sem þekkist í grunnskólum landsins en árlega taka tugir nemenda þátt í kokkakeppni skólans. Kokkameistarakeppnin var haldin í þriðja skiptið í dag og óhætt er að segja að þar leynist margur meistarakokkurinn. Heimilisfræði er valfag í 9. og 10. bekk og er fagið vinsælasta valfag skólans en 89 nemendur eru í matreiðslu.

Þetta er í þriðja sinn sem kokkameistarakeppni Rimaskóla er haldin. Í kokkameistarakeppninni keppa nemendur í matreiðslu en alls tóku 16 lið þátt í undankeppninni og sjö komust áfram sem kepptu um efstu sætin í dag. Reglurnar eru skýrar en keppendur eiga að elda aðalrétt á klukkutíma og hráefnið má ekki kosta meira en 900 krónur. Og útkoman: girnileg og glæsileg í senn.

Dómnefndin hafði úr vöndu að velja en hún var skipuð fagfólki jafnt sem starfsmönnum skólans. Egill M. Egilsson, sigurvegari kokkakeppni Rimaskóla árið 2004, er einn þeirra sem var í dómnefndinni en hann er nú kokkanemi í Perlunni.

Sigurvegaranir í ár hafa augljóslega aukið við kunnáttu sína en stelpurnar voru í öðru sæti í keppninni í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×