Innlent

Gagnrýna stjórnarformann OR

Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.
Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík telur fráleitt að Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, vilji að Orkuveitan hafi forgöngu um frekari skuldbindingar um orkusölu til álvers í Helguvík, án samráðs við stjórn Orkuveitunnar og borgarstjórn.

Í fréttum NFS í gær sagði Alfreð að til greina kæmi að Orkuveitan kæmi að slíkri orkuöflun. Stjórn Vinstri grænna minnir á að fyrir fáum mánuðum hafi stjórn Orkuveitunnar ákveðið að taka ekki þátt í orkuöflun fyrir Helguvík og sú ákvörðun standi enn óhögguð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×