Innlent

Varnarmál Íslands rædd á fundi í Frakklandi

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, er í vinnuheimsókn í París.
Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, er í vinnuheimsókn í París. MYND/Gunnar V. Andrésson

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, ræddi varnarmál Íslands á fundi sínum með Philippe Douset-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands í dag. Utanríkisráðherra er staddur í vinnuheimsókn í París í boði franska starfsbróður síns.

Einnig voru tvíhliða samskipti ríkjanna rædd, einkum á sviði viðskipta, menningar-, ferð-, vísinda- og skólamála. Þá ræddur þeir um umbætur á starfsemi Sameinuðu þjóðanna og framboð Íslands til Öryggisráðsins. Í kvöld flytur utanríkisráðherra ræðu í kvöldverði sem Fransk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir. Ræðan verður aðgengileg á vef utanríkisráðuneytisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×