Innlent

Bæjarstjóri fundaði með starfsmönnum

Reykjanesbær
Reykjanesbær MYND/Vísir

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, fundaði í gær með íslenskum starfsmönnum varnarliðsins í Keflavík. Mikil ólga var meðal starfsmanna sem margir óttast atvinnuleysi í haust.

Íslenskir starfsmenn varnarliðsins eru 593 en til viðbótar eru á bilinu 250 til 300 verktakar á svæðinu. En yfir 70% starfsmannanna eru búsettir á Reykjanesi. Margir þeirra óttast það hvað taki við þegar þeir missa vinnu sína 1. október á þessu ári.

Árni sagði ýmislegt hafa verið rætt um hvernig megi koma til móts við þá sem missa vinnuna. Reynt verði að aðstoða fólk við að finna vinnu en Árni sagði að aðstoðin gæti til dæmis falist í þjálfun í starfsviðtölum eða aðstoð við atvinnuumsóknir. Margt væri líka fram undan en til stæði að opna 26.000 fermetra verslunarhúsnæði á vegum Smáratorgs. Fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist fljótlega en stefnt er að því að opna verslunarmiðstöðina árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×