Innlent

Kemur til greina að Nató taki við varnarhlutverki

MYND/Atli Már Gylfason
Framkvæmdastjóri NATÓ telur koma til greina að sambandið taki við varnarhlutverki Bandaríkjamanna hér á landi. Í gær ræddi hann málefni Íslands við George Bush, forseta Bandaríkjanna, Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra, og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra.

Íslensk stjórnvöld stóla greinilega á að framkvæmdastjóri NATO tali máli íslendinga í samskiptum við Bandarsísk stjórnvöld. Nokkru eftir að fundi lauk eða í gærkvöld að íslenskum tíma hélt De Hoop Scheffer á blaðamannafund þar sem hann greind frá helstu málum sem hefðu verið til umræðu á fundi hans og George Bush. Ekki var getið um Ísland á þeim lista en aðspurður sagðist hann hafa greint Halldóri Ásgrímssyni, forsæisráðherra frá viðræðunum. Tilkynnti hann jafnframt að hann myndi heimsækja Ísland innan tíðar. Jaap de Hoop Scheffer útilokaði ekki að NATO kæmi beint að vörnum Íslands, réttast væri þó að bíða eftir því sem kæmi útúr viðræðum bandaríkjamanna og Íslendinga.

Framkvæmdastjóri NATO hafði fulla trú á að lausn fyndist á varnarmálum Íslands og vísaði til samstöðunnar, lykilhugtaks Atlatnshafsbandalagsins

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×