Vaktakerfi flugumferðarstjóra verður breytt 21. mars 2006 19:05 Vegna viðtala við Loft Jóhannsson, formann Félags Íslenskra Flugumferðarstjóra (FÍF) í Morgunblaðinu þann 17. mars sl. og í kvöldfréttatíma NFS þann 19. mars sl. þykir Flugmálastjórn Íslands rétt að benda á eftirfarandi atriði: Vinna við að koma á nýju vaktakerfi í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík hefur staðið í á fimmta ár. Margir flugumferðarstjórar í flugstjórnarmiðstöðinni auk trúnaðarmanns hafa komið að þeirri vinnu, þar sem reynt hefur verið að ná sameiginlegri niðurstöðu stofnunarinnar og starfsmanna um nauðsynlegar breytingar á vaktakerfum. Yfirstjórn Flugmálastjórnar hefur marg ítrekað þá ósk sína að æskilegast væri að ná sameiginlegri niðurstöðu um breytingu á vaktakerfum. Hún hefur einnig lýst því yfir að ef ekki næðist sameiginleg niðurstaða, væri henni nauðugur einn kostur að taka einhliða ákvörðun innan ramma laga og kjarasamninga. Helstu ástæður þess að Flugmálastjórn vill breyta vaktkerfum í flugstjórnarmiðstöðinni eru að stytta vaktir til samræmis við þróun í nágrannalöndum okkar og einnig að laga mönnun á vöktum betur að þörfum starfseminnar. Þó svo að ofangreint samráðsferli hafi staðið svona lengi hefur ekki tekist að ná sameiginlegri niðurstöðu. Telja verður að ástæða þess sé fyrst og fremst ágreiningur Flugmálastjórnar annars vegar og FÍF hins vegar um túlkun á tilteknum atriðum í kjarasamningi. Í kjarasamningsviðræðum er stóðu s.l. sumar og haust var árangurslaust reynt að taka á þeim ágreiningsefnum og gerð tillaga að bókun þar sem lögð var til sameiginleg niðurstaða Flugmálastjórnar og FÍF um túlkun þeirra. Bókuninni var ætlað að gilda fram að næstu kjarasamningum. Það er því beinlínis rangt hjá formanni FÍF að halda því fram að um samning um vaktkerfi hafi verið að ræða, sem hafi síðan verið hafnað í atkvæðagreiðslu FÍF. Það kom einnig skýrt fram, þá sem endranær að ef ekki næðist sameiginleg niðurstaða Flugmálastjórnar og FÍF um breytingu á vaktakerfum, myndi stofnunin breyta þeim einhliða. Þess ber að geta að Loftur Jóhannsson tók ekki þátt í samningaviðræðunum. Flugmálastjórn telur fullreynt að sameiginleg niðurstaða náist um vaktkerfi í flugstjórnarmiðstöðinni og telur það í raun ógerlegt vegna fyrrgreinds ágreinings um túlkun kjarasamnings. Vegna þessa lagði flugmálastjóri það til við stjórn FÍF í janúar 2006 að stofnunin og stéttarfélagið myndu sameiginlega óska eftir túlkun félagsdóms á ofangreindum staðfestum ágreiningi. Stéttarfélagið hafnaði því og lýsti þeirri skoðun að það teldi hagsmunum sínum betur borgið að fara einhliða með málið fyrir félagsdóm og taka eingöngu eitt atriði fyrir í einu. Flugmálastjórn fagnar því að málið fari til félagsdóms en hefði óskað að öll ágreiningsatriðin væru tekin fyrir samtímis og telur slíkt vænlegra til árangurs. Það er einnig mat stofnunarinnar að það myndi stytta þann tíma sem óvissuástand ríkir. Það verður skoðað næstu daga hvort ekki sé unnt að koma málum þannig fyrir. Flugmálastjórn telur sig knúna til að koma þessu á framfæri vegna yfirlýsinga og túlkana formanns FÍF, Lofts Jóhannssonar sem eru engan veginn í samræmi við staðreyndir málsins að mati stofnunarinnar. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Vegna viðtala við Loft Jóhannsson, formann Félags Íslenskra Flugumferðarstjóra (FÍF) í Morgunblaðinu þann 17. mars sl. og í kvöldfréttatíma NFS þann 19. mars sl. þykir Flugmálastjórn Íslands rétt að benda á eftirfarandi atriði: Vinna við að koma á nýju vaktakerfi í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík hefur staðið í á fimmta ár. Margir flugumferðarstjórar í flugstjórnarmiðstöðinni auk trúnaðarmanns hafa komið að þeirri vinnu, þar sem reynt hefur verið að ná sameiginlegri niðurstöðu stofnunarinnar og starfsmanna um nauðsynlegar breytingar á vaktakerfum. Yfirstjórn Flugmálastjórnar hefur marg ítrekað þá ósk sína að æskilegast væri að ná sameiginlegri niðurstöðu um breytingu á vaktakerfum. Hún hefur einnig lýst því yfir að ef ekki næðist sameiginleg niðurstaða, væri henni nauðugur einn kostur að taka einhliða ákvörðun innan ramma laga og kjarasamninga. Helstu ástæður þess að Flugmálastjórn vill breyta vaktkerfum í flugstjórnarmiðstöðinni eru að stytta vaktir til samræmis við þróun í nágrannalöndum okkar og einnig að laga mönnun á vöktum betur að þörfum starfseminnar. Þó svo að ofangreint samráðsferli hafi staðið svona lengi hefur ekki tekist að ná sameiginlegri niðurstöðu. Telja verður að ástæða þess sé fyrst og fremst ágreiningur Flugmálastjórnar annars vegar og FÍF hins vegar um túlkun á tilteknum atriðum í kjarasamningi. Í kjarasamningsviðræðum er stóðu s.l. sumar og haust var árangurslaust reynt að taka á þeim ágreiningsefnum og gerð tillaga að bókun þar sem lögð var til sameiginleg niðurstaða Flugmálastjórnar og FÍF um túlkun þeirra. Bókuninni var ætlað að gilda fram að næstu kjarasamningum. Það er því beinlínis rangt hjá formanni FÍF að halda því fram að um samning um vaktkerfi hafi verið að ræða, sem hafi síðan verið hafnað í atkvæðagreiðslu FÍF. Það kom einnig skýrt fram, þá sem endranær að ef ekki næðist sameiginleg niðurstaða Flugmálastjórnar og FÍF um breytingu á vaktakerfum, myndi stofnunin breyta þeim einhliða. Þess ber að geta að Loftur Jóhannsson tók ekki þátt í samningaviðræðunum. Flugmálastjórn telur fullreynt að sameiginleg niðurstaða náist um vaktkerfi í flugstjórnarmiðstöðinni og telur það í raun ógerlegt vegna fyrrgreinds ágreinings um túlkun kjarasamnings. Vegna þessa lagði flugmálastjóri það til við stjórn FÍF í janúar 2006 að stofnunin og stéttarfélagið myndu sameiginlega óska eftir túlkun félagsdóms á ofangreindum staðfestum ágreiningi. Stéttarfélagið hafnaði því og lýsti þeirri skoðun að það teldi hagsmunum sínum betur borgið að fara einhliða með málið fyrir félagsdóm og taka eingöngu eitt atriði fyrir í einu. Flugmálastjórn fagnar því að málið fari til félagsdóms en hefði óskað að öll ágreiningsatriðin væru tekin fyrir samtímis og telur slíkt vænlegra til árangurs. Það er einnig mat stofnunarinnar að það myndi stytta þann tíma sem óvissuástand ríkir. Það verður skoðað næstu daga hvort ekki sé unnt að koma málum þannig fyrir. Flugmálastjórn telur sig knúna til að koma þessu á framfæri vegna yfirlýsinga og túlkana formanns FÍF, Lofts Jóhannssonar sem eru engan veginn í samræmi við staðreyndir málsins að mati stofnunarinnar.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira