Innlent

Virðisaukalágmarkið hækki

Lágmark virðisaukaskattskyldrar sölu verður hækkað úr tvö hundruð og tuttugu þúsundum í fimm hundruð þúsund nái frumvarp fjármálaráðherra fram að ganga á Alþingi.

Breytingatillagan hefur það í för með sér að þeir sem selja vörur og þjónustu í atvinnuskyni fyrir minna en fimm hundruð þúsund þurfa ekki að greiða virðisaukaskatt af veltunni, þetta lágmark er nú tvö hundruð og tuttugu þúsund. Þetta mun ekki hafa teljandi áhrif á tekjur eða útgjöld ríkissjóðs vegna virðisaukaskatts en hefur í för með sér hagræðingu í fjármálaráðuneytinu þegar ekki þarf lengur að afgreiða jafnmarga smáa viðskiptaaðila. Árið 2005 voru 1600 virðisaukaskattsnúmer á þessu bili og má ætla að

Breytingin kemur sér ekki endilega vel fyrir aðila sem selja vörur í smáum stíl, því virðisaukagreiðslunum fylgir réttur til frádráttar ýmiss kostnaðar frá skatti. Nýja fyrirkomulagið er hins vegar afar hagstætt þeim aðilum sem selja þjónustu án mikils efniskostnaðar eða annars tilkostnaðar og þurfa því ekki frádráttinn. Hafa ber þó í huga að virðisaukagreiðslurnar eru valkvæðar sé sýnt fram á að sala vara eða þjónustu sé í atvinnuskyni, aðilar geta sem sagt valið að greiða virðisaukaskatt ef þeim reiknast svo til að frádrátturinn vegi þyngra á metunum en virðisaukagreiðslurnar.

Virðisaukaskattslágmarkið hefur ekki fylgt verðlagi frá því fjárhæðin var lögbundin árið 1996. Með frumvarpinu hækkar lágmarkið umfram verðlagsþróun en verður í samræmi við sambærilega löggjöf hjá hinum Norðurlöndunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×