Fleiri fréttir Krafa um áhættumat á Landspítala Eftirlitsmaður Vinnueftirlitsins hefur sett fram kröfu um að fram fari áhættumat á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Veittur hefur verið rýmilegur frestur til að hefja það, þar sem verklagsreglur eru ekki tilbúnar. </font /></b /> 20.4.2005 00:01 Telur að fjármögnun verði blönduð Spítalinn er undanþeginn almennri hagræðingakröfu þetta ár," sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um Landspítala háskólasjúkrahús í umræðum á Alþingi í gær um stöðu spítalans. Hann teldi að fjármögnun spítalans yrði að einhverju leyti blönduð, til framtíðar litið. 20.4.2005 00:01 2 ára fangelsi fyrir bílaíkveikju Rúmlega tvítugur karlmaður var dæmdur í tveggja ára fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að hafa hellt bensíni yfir og kveikt í bifreiðum á bílastæði fjölbýlishúss í Hafnarfirði í fyrra, með þeim afleiðingum að eldur barst í gluggakarma á jarðhæð hússins og stofnaði maðurinn með því í hættu lífi níu sofandi íbúa hússins. 20.4.2005 00:01 Fannst Össur tala niður til sín Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sakar Össur Skarphéðinsson um að tala niður til sín með því að segjast sjálfur hafa lagt allt undir til að gera hana að forsætisráðherra fyrir síðustu þingkosningar. Össur segist síður en svo hafa talað niður til Ingibjargar. 20.4.2005 00:01 46 látnir í sprengingu í Sambíu Að minnsta kosti 46 létust í sprengingu sem varð í sprengjuverksmiðju í Sambíu í dag. Að sögn ráðherra í ríkisstjórn landsins liggur ekki fyrir hvað olli sprengingunni. 20.4.2005 00:01 Kaupþing fær útflutningsverðlaunin Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Kaupþing banka útflutningsverðlaun embættisins við hátíðlega athöfn að Bessastöðum í dag. Það var Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins. 20.4.2005 00:01 Má heita Hilaríus Það má heita Hilaríus samkvæmt ákvörðun mannanafnanefndar. Samkvæmt ensk-íslenskri orðabók þýðir „hilarius“ að einhver sé ofsakátur eða eitthvað sé stórskemmtilegt. 20.4.2005 00:01 Norsk börn stríða við offitu Norsk börn glíma við vaxandi offitu og eru þyngstu börnin nú fimm til sjö kílóum þyngri en þau voru fyrir þrjátíu árum. 20.4.2005 00:01 Pútín of valdamikill Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa of mikil völd. Rice hefur verið í heimsókn í Rússlandi undanfarið en er nú á heimleið. Hún segir að réttarhöldin yfir Mikhail Khodorkovsky, aðaleiganda Yukos-olíufélagsins, séu afar vafasöm og stjórnvöld í Washington fylgist grannt með þeim. 20.4.2005 00:01 Yfir 30 þúsund á svörtum lista Stöðugt fjölgar fólki á svörtum lista Bandaríkjamanna yfir þá sem ekki mega koma með flugi til Bandaríkjanna. Hafa ellefu þúsund manns bæst við á listann síðustu sex mánuði. 20.4.2005 00:01 Fjöldinn á við meðalbæjarfélag Mörg hundruð Íslendingar eiga fasteignir á Spáni og hefur fjölgað stórlega undanfarin ár. Má segja að fjöldinn samsvari meðalbæjarfélagi á landsbyggðinni þegar flest er. Hægt er að fá 80 - 100 fermetra hús fyrir 10-12 milljónir króna. 20.4.2005 00:01 Framsókn opnar bækur sínar Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur ákveðið að setja sér reglur um og birta opinberlega upplýsingar um fjárhagsleg og stjórnunarleg tengsl þingmanna flokksins við fyrirtæki og sjóði. Auk þess mun flokkurinn birta upplýsingar um aðild þingmanna að hagsmunasamtökum og upplýsingar um gjafir. 20.4.2005 00:01 Telur vangaveltur FT langsóttar Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir vangaveltur Financial Times um að ein hugsanleg leið út úr þeirri kreppu sem Evrópusambandið myndi lenda í ef stjórnarskrársáttmáli þess yrði felldur væri sú að "smygla" nokkrum helstu atriðum sáttmálans inn í aðildarsamning við Ísland, vera langsóttar. 20.4.2005 00:01 Blendin viðbrögð við páfavali Benedikt XVI páfi hét því í gær, á fyrsta vinnudeginum eftir kjörið á þriðjudag, að vinna markvisst að því að sameina alla kristna menn, rétta öðrum trúarbrögðum sáttahönd og halda áfram að hrinda í framkvæmd umbótum á kaþólsku kirkjunni. Viðbrögð við vali hans voru þó blendin. 20.4.2005 00:01 HÍ ódýr í rekstri Háskóli Íslands er tiltölulega ódýr í rekstri miðað við sambærilega evrópska háskóla. Árangur hans á mörgum sviðum kennslu og rannsókna er sömuleiðis ágætur. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. 20.4.2005 00:01 60% námsmanna vinna með skóla Tæplega 60% námsmanna, 16 ára og eldri, vinna með námi sínu samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Alls fjölgaði námsmönnum sem unnu með námi um 1200 frá fyrsta ársfjórðungi ársins 2004, eða úr 22.300 í 23.500, og var sú fjölgun einungis meðal kvenna, samkvæmt Hagstofunni. 20.4.2005 00:01 Ákæran 900 þúsundum lægri Verjandi Jóns Árna Rúnarssonar fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans sagði ekki hægt að sakfella hann fyrir fjárdrátt þó hann hefði ekki gefið tekjurnar upp til skatts. Jón Árni er ákærður fyrir að draga að sér 28 milljónir auk 450 þúsund króna skjalafals.</font /></b /> 20.4.2005 00:01 Sumargjöf til þingmanna "Þarna vorum við að minna á að á Alþingi liggja fyrir tvær þingsályktunartillögur um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum," segir Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar. 20.4.2005 00:01 Barnabókaverðlaunin afhent Ragnheiður Gestsdóttir hlaut í dag Barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkur fyrir bókina <em>Sverðberinn</em>. Í sögunni er að mati dómnefndar glímt við sígildar spurningar um gott og illt, mjúkt og hart, og þykir besta frumsamda barnabókin á síðasta ári. Guðni Kolbeinsson hlaut verðlaun fyrir þýðingu bókarinnar <em>Abarat </em>eftir Clive Barker. 20.4.2005 00:01 Aðhaldsaðgerðir ekki lengra Tvennt hefur haft afgerandi áhrif á fjárhag Háskóla Íslands undanfarin ár, að því er fram kemur í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands sem birt var í gær; annars vegar mikil fjölgun nemenda og hins vegar síhækkandi launakostnaður. 20.4.2005 00:01 GT verktakar lagðir í einelti Forsvarsmenn GT verktaka segja fyrirtækið lagt í einelti af yfirtrúnaðarmanni starfsmanna Kárahnjúka, Vinnumálastofnun og Verkalýðsfélögum. 20.4.2005 00:01 Hefur ekkert að fela Framsóknarflokkurinn hefur ákveðið að gera opinber öll fjárhagsleg og stjórnunarleg tengsl einstakra þingmanna flokksins við fyrirtæki og sjóði. Forsætisráðherra segir öll sín tengsl löngu upplýst. 20.4.2005 00:01 Nýtt fjölmiðlafyrirtæki stofnað Sigurður G. Guðjónsson lögmaður og fyrrum forstjóri Norðurljósa hefur stofnað hlutafélag um rekstur nýs fjölmiðlafyrirtækis ásamt Karli Garðarssyni, fyrrum fréttastjóra Stöðvar 2 og Steini Kára Ragnarssyni, fyrrum auglýsingastjóra á Popp Tíví. 20.4.2005 00:01 50 lík fundust í Tígris-ánni Fimmtíu lík fundust á floti í ánni Tígris, skammt frá Bagdad, í dag. Talið er að þau séu af gíslum úr röðum sjíta sem mannræningjar úr röðum súnníta rændu fyrir helgi. 20.4.2005 00:01 Gutierrez hrökklast frá völdum. Ekvadorþing samþykkti í gær að svipta Lucio Gutierrez, forseta landsins, völdum. Varaforsetinn hefur tekið við stjórnartaumunum í hans stað. 20.4.2005 00:01 Framlögin hækkuð um 25 prósent Meirihluti Reykjavíkurlistans í menntaráði kynnti í gær tillögur um aukin framlög til einkarekinna grunnskóla. Formaður menntanefndar vonast til að sátt náist nú um málið en fulltrúi sjálfstæðismanna í nefndinni segir að ekki sé nægilega langt gengið með tillögunni. 20.4.2005 00:01 Rauðum reyk spúið The Sun, mest lesna dagblað Bretlands, tilkynnti í gær að það myndi styðja Verkamannaflokkinn í kosningunum sem haldnar verða eftir tvær vikur. Blaðið tók sér kardinálana í Páfagarði til fyrirmyndar með því að blása rauðum reyk upp um sérsmíðan skorstein sem settur var upp á þaki höfuðstöðva blaðsins. 20.4.2005 00:01 Rannsókn skotárásar langt komin Lögreglan á Akureyri er langt komin með rannsókn skotárásar sem sautján ára piltur varð fyrir skammt frá Akureyri á laugardag. Tveir voru handteknir vegna málsins, annar játaði fljótlega og var sleppt úr haldi en hinn var úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. 20.4.2005 00:01 Berlusconi biðst lausnar Valdatíma þaulsætnustu ríkisstjórnar Ítalíu frá stríðslokum lauk í gær þegar Silvio Berlusconi forsætisráðherra sagði af sér embætti Hann mun þó að líkindum mynda nýja stjórn á næstu dögum. 20.4.2005 00:01 Ólga í Tógó Stríðandi fylkingar í tógóskum stjórnmálum reyna nú að setja niður deilur sínar á fundi í nágrannaríkinu Níger. Forsetakosningar verða haldnar í Tógó á sunnudaginn. 20.4.2005 00:01 Stjórnvöld hvetja til stillingar Kínversk stjórnvöld hvöttu í gær almenning til að láta af mótmælum sínum sem staðið hafa yfir síðustu dægrin. 20.4.2005 00:01 Fimmtíu lík í Tígris Fimmtíu lík hafa fundist í fljótinu Tígris í Írak undanfarna daga og eru þau talin vera af mönnum sem teknir voru sem gíslar í liðinni viku. Tugir manna liggja í valnum eftir ódæði gærdagsins. 20.4.2005 00:01 Skortur á samráði í Samfylkingunni Misræmi í yfirlýsingum Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þegar tilkynnt var um framboð hennar í síðustu Alþingiskosningum, var til komið vegna skorts á samráði. Össur lýsti yfir framboði hennar á sama tíma og R-listafólk í borginni var að reyna að telja henni hughvarf. 20.4.2005 00:01 NATO-fundur í Vilníus Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ræddu í gær framtíðarhlutverk þess í Vilníus í Litháen en fundinum lýkur síðar í dag. Nánari tengsl við Rússland og Úkraínu, svo og aðkoma að friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhaf eru á dagskránni. 20.4.2005 00:01 Árekstur í gjánni í Kópavogi Lögregla, sjúkralið og slökkvilið landsins höfðu í ýmis horn að líta í gær. 20.4.2005 00:01 Himneskar veigar Nýi páfinn, Benedikt XVI, messaði í fyrsta sinn og kynnti sér aðstæður í Páfagarði í dag. Í heimabæ hans er kjörinu fagnað með því að baka Ratzinger-tertu, Vatíkanbrauð og bjóða upp á Benedikts-pylsu. 20.4.2005 00:01 Þjóðin fær ekki að kaupa strax Forsætisráðherra segir að skýrsla Morgan Stanley um söluferli Símans verði birt fljótlega. Ákveðnar trúnaðarupplýsingar sé þó ekki hægt að birta á þessu stigi málsins. Hins vegar verði almenningi ekki boðið að kaupa strax hlutabréf í Símanum, enda sé ekki hægt að breyta útboðinu í miðju ferli. 20.4.2005 00:01 Dregur úr áhuga á dísilbifreiðum Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur það klárt mál að hækkun á verði dísilolíu sem fylgir afnámi þungaskatts í sumar muni draga úr áhuga á dísilbifreiðum. Umhverfisráðherra er hins vegar ekki svo svartsýnn. 20.4.2005 00:01 Nýtt olíufélag Íslensk olíumiðlun hefur látið reisa um 4000 tonna olíutank í Neskaupstað og hyggst hefja sölu á skipaolíu innan nokkurra vikna. 20.4.2005 00:01 Líkum fleygt á víðavangi Talið vera tilviljun að þrjú lík hafa fundist á víðavangi í og við Stokkhólm að undanförnu. Búið að bera kennsl á tvö líkanna. Ekki talið að samband sé milli morðanna. 20.4.2005 00:01 Ekki staðið við stóru orðin Fjölga þarf opinberum störfum í Eyjafirði um 330 ef þau eiga að vera hlutfallslega jafn mörg og á höfuðborgarsvæðinu. Halldór Ragnar Gíslason, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, segir að þrátt fyrir fögur fyrirheit hafi stjórnvöld ekki staðið við að flytja opinber störf og verkefni til Akureyrar. 20.4.2005 00:01 Skoða þarf fjármál flokkanna Ríkisframlög til starfsemi stjórnmálaflokkanna hafa aukist um rúmar fjörutíu milljónir frá árinu 2000. Þetta kemur fram í skýrslu sem forsætisráðherra lagði fram í gær. Í ljósi hennar telur Halldór það rétt að endirskoða löggjöf um fjármá stjórnmálaflokkanna. 20.4.2005 00:01 Vill birta upplýsingar Einkavæðingarnefnd hefur borist erindi frá Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra um möguleika á því að birtar verði tillögur ráðgjafarfyrirtækisins Morgan Stanley um tilhögun á sölu Símans. 20.4.2005 00:01 Önnur umferð páfakjörs fer fram Önnur umferð atkvæðagreiðslu um kjör páfa stendur nú yfir. Atkvæðaseðlarnir verða svo brenndir um klukkan tíu og þá stígur reykur upp frá skorsteini Sixtínsku kapellunnar. Verði hann svartur munu kardínálarnir 115 ganga strax aftur til atkvæðagreiðslu. Fái enn enginn þeirra minnst tvo þriðju hluta atkvæða verður gert hlé og svo kosið tvisvar sinnum á nýjan leik síðar í dag. 19.4.2005 00:01 Kveikti í hóteli af slysni Ung kona hefur viðurkennt að hafa kveikt eldinn í Paris Opera hótelinu í París á föstudag af slysni. Lögregluyfirvöld í París tilkynntu þetta í morgun og sögðu að verið væri að yfirheyra konuna. Tuttugu og tveir gestir hótelsins létust í eldsvoðanum. 19.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Krafa um áhættumat á Landspítala Eftirlitsmaður Vinnueftirlitsins hefur sett fram kröfu um að fram fari áhættumat á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Veittur hefur verið rýmilegur frestur til að hefja það, þar sem verklagsreglur eru ekki tilbúnar. </font /></b /> 20.4.2005 00:01
Telur að fjármögnun verði blönduð Spítalinn er undanþeginn almennri hagræðingakröfu þetta ár," sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um Landspítala háskólasjúkrahús í umræðum á Alþingi í gær um stöðu spítalans. Hann teldi að fjármögnun spítalans yrði að einhverju leyti blönduð, til framtíðar litið. 20.4.2005 00:01
2 ára fangelsi fyrir bílaíkveikju Rúmlega tvítugur karlmaður var dæmdur í tveggja ára fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að hafa hellt bensíni yfir og kveikt í bifreiðum á bílastæði fjölbýlishúss í Hafnarfirði í fyrra, með þeim afleiðingum að eldur barst í gluggakarma á jarðhæð hússins og stofnaði maðurinn með því í hættu lífi níu sofandi íbúa hússins. 20.4.2005 00:01
Fannst Össur tala niður til sín Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sakar Össur Skarphéðinsson um að tala niður til sín með því að segjast sjálfur hafa lagt allt undir til að gera hana að forsætisráðherra fyrir síðustu þingkosningar. Össur segist síður en svo hafa talað niður til Ingibjargar. 20.4.2005 00:01
46 látnir í sprengingu í Sambíu Að minnsta kosti 46 létust í sprengingu sem varð í sprengjuverksmiðju í Sambíu í dag. Að sögn ráðherra í ríkisstjórn landsins liggur ekki fyrir hvað olli sprengingunni. 20.4.2005 00:01
Kaupþing fær útflutningsverðlaunin Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Kaupþing banka útflutningsverðlaun embættisins við hátíðlega athöfn að Bessastöðum í dag. Það var Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins. 20.4.2005 00:01
Má heita Hilaríus Það má heita Hilaríus samkvæmt ákvörðun mannanafnanefndar. Samkvæmt ensk-íslenskri orðabók þýðir „hilarius“ að einhver sé ofsakátur eða eitthvað sé stórskemmtilegt. 20.4.2005 00:01
Norsk börn stríða við offitu Norsk börn glíma við vaxandi offitu og eru þyngstu börnin nú fimm til sjö kílóum þyngri en þau voru fyrir þrjátíu árum. 20.4.2005 00:01
Pútín of valdamikill Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa of mikil völd. Rice hefur verið í heimsókn í Rússlandi undanfarið en er nú á heimleið. Hún segir að réttarhöldin yfir Mikhail Khodorkovsky, aðaleiganda Yukos-olíufélagsins, séu afar vafasöm og stjórnvöld í Washington fylgist grannt með þeim. 20.4.2005 00:01
Yfir 30 þúsund á svörtum lista Stöðugt fjölgar fólki á svörtum lista Bandaríkjamanna yfir þá sem ekki mega koma með flugi til Bandaríkjanna. Hafa ellefu þúsund manns bæst við á listann síðustu sex mánuði. 20.4.2005 00:01
Fjöldinn á við meðalbæjarfélag Mörg hundruð Íslendingar eiga fasteignir á Spáni og hefur fjölgað stórlega undanfarin ár. Má segja að fjöldinn samsvari meðalbæjarfélagi á landsbyggðinni þegar flest er. Hægt er að fá 80 - 100 fermetra hús fyrir 10-12 milljónir króna. 20.4.2005 00:01
Framsókn opnar bækur sínar Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur ákveðið að setja sér reglur um og birta opinberlega upplýsingar um fjárhagsleg og stjórnunarleg tengsl þingmanna flokksins við fyrirtæki og sjóði. Auk þess mun flokkurinn birta upplýsingar um aðild þingmanna að hagsmunasamtökum og upplýsingar um gjafir. 20.4.2005 00:01
Telur vangaveltur FT langsóttar Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir vangaveltur Financial Times um að ein hugsanleg leið út úr þeirri kreppu sem Evrópusambandið myndi lenda í ef stjórnarskrársáttmáli þess yrði felldur væri sú að "smygla" nokkrum helstu atriðum sáttmálans inn í aðildarsamning við Ísland, vera langsóttar. 20.4.2005 00:01
Blendin viðbrögð við páfavali Benedikt XVI páfi hét því í gær, á fyrsta vinnudeginum eftir kjörið á þriðjudag, að vinna markvisst að því að sameina alla kristna menn, rétta öðrum trúarbrögðum sáttahönd og halda áfram að hrinda í framkvæmd umbótum á kaþólsku kirkjunni. Viðbrögð við vali hans voru þó blendin. 20.4.2005 00:01
HÍ ódýr í rekstri Háskóli Íslands er tiltölulega ódýr í rekstri miðað við sambærilega evrópska háskóla. Árangur hans á mörgum sviðum kennslu og rannsókna er sömuleiðis ágætur. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. 20.4.2005 00:01
60% námsmanna vinna með skóla Tæplega 60% námsmanna, 16 ára og eldri, vinna með námi sínu samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Alls fjölgaði námsmönnum sem unnu með námi um 1200 frá fyrsta ársfjórðungi ársins 2004, eða úr 22.300 í 23.500, og var sú fjölgun einungis meðal kvenna, samkvæmt Hagstofunni. 20.4.2005 00:01
Ákæran 900 þúsundum lægri Verjandi Jóns Árna Rúnarssonar fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans sagði ekki hægt að sakfella hann fyrir fjárdrátt þó hann hefði ekki gefið tekjurnar upp til skatts. Jón Árni er ákærður fyrir að draga að sér 28 milljónir auk 450 þúsund króna skjalafals.</font /></b /> 20.4.2005 00:01
Sumargjöf til þingmanna "Þarna vorum við að minna á að á Alþingi liggja fyrir tvær þingsályktunartillögur um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum," segir Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar. 20.4.2005 00:01
Barnabókaverðlaunin afhent Ragnheiður Gestsdóttir hlaut í dag Barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkur fyrir bókina <em>Sverðberinn</em>. Í sögunni er að mati dómnefndar glímt við sígildar spurningar um gott og illt, mjúkt og hart, og þykir besta frumsamda barnabókin á síðasta ári. Guðni Kolbeinsson hlaut verðlaun fyrir þýðingu bókarinnar <em>Abarat </em>eftir Clive Barker. 20.4.2005 00:01
Aðhaldsaðgerðir ekki lengra Tvennt hefur haft afgerandi áhrif á fjárhag Háskóla Íslands undanfarin ár, að því er fram kemur í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands sem birt var í gær; annars vegar mikil fjölgun nemenda og hins vegar síhækkandi launakostnaður. 20.4.2005 00:01
GT verktakar lagðir í einelti Forsvarsmenn GT verktaka segja fyrirtækið lagt í einelti af yfirtrúnaðarmanni starfsmanna Kárahnjúka, Vinnumálastofnun og Verkalýðsfélögum. 20.4.2005 00:01
Hefur ekkert að fela Framsóknarflokkurinn hefur ákveðið að gera opinber öll fjárhagsleg og stjórnunarleg tengsl einstakra þingmanna flokksins við fyrirtæki og sjóði. Forsætisráðherra segir öll sín tengsl löngu upplýst. 20.4.2005 00:01
Nýtt fjölmiðlafyrirtæki stofnað Sigurður G. Guðjónsson lögmaður og fyrrum forstjóri Norðurljósa hefur stofnað hlutafélag um rekstur nýs fjölmiðlafyrirtækis ásamt Karli Garðarssyni, fyrrum fréttastjóra Stöðvar 2 og Steini Kára Ragnarssyni, fyrrum auglýsingastjóra á Popp Tíví. 20.4.2005 00:01
50 lík fundust í Tígris-ánni Fimmtíu lík fundust á floti í ánni Tígris, skammt frá Bagdad, í dag. Talið er að þau séu af gíslum úr röðum sjíta sem mannræningjar úr röðum súnníta rændu fyrir helgi. 20.4.2005 00:01
Gutierrez hrökklast frá völdum. Ekvadorþing samþykkti í gær að svipta Lucio Gutierrez, forseta landsins, völdum. Varaforsetinn hefur tekið við stjórnartaumunum í hans stað. 20.4.2005 00:01
Framlögin hækkuð um 25 prósent Meirihluti Reykjavíkurlistans í menntaráði kynnti í gær tillögur um aukin framlög til einkarekinna grunnskóla. Formaður menntanefndar vonast til að sátt náist nú um málið en fulltrúi sjálfstæðismanna í nefndinni segir að ekki sé nægilega langt gengið með tillögunni. 20.4.2005 00:01
Rauðum reyk spúið The Sun, mest lesna dagblað Bretlands, tilkynnti í gær að það myndi styðja Verkamannaflokkinn í kosningunum sem haldnar verða eftir tvær vikur. Blaðið tók sér kardinálana í Páfagarði til fyrirmyndar með því að blása rauðum reyk upp um sérsmíðan skorstein sem settur var upp á þaki höfuðstöðva blaðsins. 20.4.2005 00:01
Rannsókn skotárásar langt komin Lögreglan á Akureyri er langt komin með rannsókn skotárásar sem sautján ára piltur varð fyrir skammt frá Akureyri á laugardag. Tveir voru handteknir vegna málsins, annar játaði fljótlega og var sleppt úr haldi en hinn var úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. 20.4.2005 00:01
Berlusconi biðst lausnar Valdatíma þaulsætnustu ríkisstjórnar Ítalíu frá stríðslokum lauk í gær þegar Silvio Berlusconi forsætisráðherra sagði af sér embætti Hann mun þó að líkindum mynda nýja stjórn á næstu dögum. 20.4.2005 00:01
Ólga í Tógó Stríðandi fylkingar í tógóskum stjórnmálum reyna nú að setja niður deilur sínar á fundi í nágrannaríkinu Níger. Forsetakosningar verða haldnar í Tógó á sunnudaginn. 20.4.2005 00:01
Stjórnvöld hvetja til stillingar Kínversk stjórnvöld hvöttu í gær almenning til að láta af mótmælum sínum sem staðið hafa yfir síðustu dægrin. 20.4.2005 00:01
Fimmtíu lík í Tígris Fimmtíu lík hafa fundist í fljótinu Tígris í Írak undanfarna daga og eru þau talin vera af mönnum sem teknir voru sem gíslar í liðinni viku. Tugir manna liggja í valnum eftir ódæði gærdagsins. 20.4.2005 00:01
Skortur á samráði í Samfylkingunni Misræmi í yfirlýsingum Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þegar tilkynnt var um framboð hennar í síðustu Alþingiskosningum, var til komið vegna skorts á samráði. Össur lýsti yfir framboði hennar á sama tíma og R-listafólk í borginni var að reyna að telja henni hughvarf. 20.4.2005 00:01
NATO-fundur í Vilníus Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ræddu í gær framtíðarhlutverk þess í Vilníus í Litháen en fundinum lýkur síðar í dag. Nánari tengsl við Rússland og Úkraínu, svo og aðkoma að friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhaf eru á dagskránni. 20.4.2005 00:01
Árekstur í gjánni í Kópavogi Lögregla, sjúkralið og slökkvilið landsins höfðu í ýmis horn að líta í gær. 20.4.2005 00:01
Himneskar veigar Nýi páfinn, Benedikt XVI, messaði í fyrsta sinn og kynnti sér aðstæður í Páfagarði í dag. Í heimabæ hans er kjörinu fagnað með því að baka Ratzinger-tertu, Vatíkanbrauð og bjóða upp á Benedikts-pylsu. 20.4.2005 00:01
Þjóðin fær ekki að kaupa strax Forsætisráðherra segir að skýrsla Morgan Stanley um söluferli Símans verði birt fljótlega. Ákveðnar trúnaðarupplýsingar sé þó ekki hægt að birta á þessu stigi málsins. Hins vegar verði almenningi ekki boðið að kaupa strax hlutabréf í Símanum, enda sé ekki hægt að breyta útboðinu í miðju ferli. 20.4.2005 00:01
Dregur úr áhuga á dísilbifreiðum Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur það klárt mál að hækkun á verði dísilolíu sem fylgir afnámi þungaskatts í sumar muni draga úr áhuga á dísilbifreiðum. Umhverfisráðherra er hins vegar ekki svo svartsýnn. 20.4.2005 00:01
Nýtt olíufélag Íslensk olíumiðlun hefur látið reisa um 4000 tonna olíutank í Neskaupstað og hyggst hefja sölu á skipaolíu innan nokkurra vikna. 20.4.2005 00:01
Líkum fleygt á víðavangi Talið vera tilviljun að þrjú lík hafa fundist á víðavangi í og við Stokkhólm að undanförnu. Búið að bera kennsl á tvö líkanna. Ekki talið að samband sé milli morðanna. 20.4.2005 00:01
Ekki staðið við stóru orðin Fjölga þarf opinberum störfum í Eyjafirði um 330 ef þau eiga að vera hlutfallslega jafn mörg og á höfuðborgarsvæðinu. Halldór Ragnar Gíslason, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, segir að þrátt fyrir fögur fyrirheit hafi stjórnvöld ekki staðið við að flytja opinber störf og verkefni til Akureyrar. 20.4.2005 00:01
Skoða þarf fjármál flokkanna Ríkisframlög til starfsemi stjórnmálaflokkanna hafa aukist um rúmar fjörutíu milljónir frá árinu 2000. Þetta kemur fram í skýrslu sem forsætisráðherra lagði fram í gær. Í ljósi hennar telur Halldór það rétt að endirskoða löggjöf um fjármá stjórnmálaflokkanna. 20.4.2005 00:01
Vill birta upplýsingar Einkavæðingarnefnd hefur borist erindi frá Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra um möguleika á því að birtar verði tillögur ráðgjafarfyrirtækisins Morgan Stanley um tilhögun á sölu Símans. 20.4.2005 00:01
Önnur umferð páfakjörs fer fram Önnur umferð atkvæðagreiðslu um kjör páfa stendur nú yfir. Atkvæðaseðlarnir verða svo brenndir um klukkan tíu og þá stígur reykur upp frá skorsteini Sixtínsku kapellunnar. Verði hann svartur munu kardínálarnir 115 ganga strax aftur til atkvæðagreiðslu. Fái enn enginn þeirra minnst tvo þriðju hluta atkvæða verður gert hlé og svo kosið tvisvar sinnum á nýjan leik síðar í dag. 19.4.2005 00:01
Kveikti í hóteli af slysni Ung kona hefur viðurkennt að hafa kveikt eldinn í Paris Opera hótelinu í París á föstudag af slysni. Lögregluyfirvöld í París tilkynntu þetta í morgun og sögðu að verið væri að yfirheyra konuna. Tuttugu og tveir gestir hótelsins létust í eldsvoðanum. 19.4.2005 00:01