Innlent

60% námsmanna vinna með skóla

Tæplega 60% námsmanna, 16 ára og eldri, vinna með námi sínu samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Alls fjölgaði námsmönnum sem unnu með námi um 1200 frá fyrsta ársfjórðungi ársins 2004, eða úr 22.300 í 23.500, og var sú fjölgun einungis meðal kvenna, samkvæmt Hagstofunni. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var meðalfjöldi vinnustunda tæplega 27 klukkustundir hjá námsmönnum, eða rúmar 33 stundir hjá körlum en rúmlega 22 klukkustundir hjá konum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×