Aðhaldsaðgerðir ekki lengra 20. apríl 2005 00:01 Tvennt hefur haft afgerandi áhrif á fjárhag Háskóla Íslands undanfarin ár, að því er fram kemur í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands sem birt var í gær; annars vegar mikil fjölgun nemenda og hins vegar síhækkandi launakostnaður. Aukin framlög ríkisins til skólans hafa ekki vegið upp mót fjölgun nemenda nema að takmörkuðu leyti og eru nú um 500 fleiri nemendur við nám í skólanum en fjárlög gera ráð fyrir. Þetta er meðal niðurstaðna ítarlegrar 117 síðna úttektar Ríkisendurskoðunar sem gerð var að beiðni menntamálaráðherra en kröfur Háskólans um meira fjármagn frá ríkinu hafa aukist undanfarin ár. Meiri áhersla á magn en gæði Ríkisendurskoðun telur að fjárhagsvandi Háskólans sé í raun ekki fólginn í stöðugum hallarekstri og skuldasöfnun heldur fremur í að skólinn eigi óhægt um vik að mæta auknum kostnaði vegna fleiri nemenda, nýrra námsbrauta og dýrari starfsmanna án þess að það komi niður á gæðum kennslu og rannsókna. Skólinn hefur hingað til gripið til ýmissa aðhaldsaðgerða eins og að stækka nemendahópa og fjölga stundakennurum á kostnað fastráðinna starfsmanna og telur Ríkisendurskoðandi að hætta sé á að slíkt komi niður á gæðum kennslunnar. Enn fremur er að hluta tekið undir þá skoðun að árangurstengingu fjárveitinga til skólans þurfi að endurskoða. Hún ýti undir að skólinn fjölgi nemendum enda miðist greiðslur við hvern nemanda. Þó að það sé í sjálfu sér jákvætt sé hættan sú að meiri áhersla sé lögð á magn en gæði. Eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða Íslendingar verja hlutfallslega minna fé til háskóla sinna en aðrar Norðurlandaþjóðir, að því er fram kemur í stjórnsýsluúttektinni. Nærtækasta dæmið er sá mikli munur sem er á Háskóla Íslands og Háskólanum í Joensuu í Finnlandi en þar eru bæði tekjur og fjöldi starfsmanna áþekk HÍ. Tekjur beggja voru um 6,3 milljarðar króna árið 2003 og um 1.200 starfsmenn á launaskrá. Mikill munur er hins vegar á skólunum þegar kemur að fjölda nemenda. Voru þeir tæplega níu þúsund í Háskóla Íslands en rúmlega sex þúsund í þeim finnska. Slíkur samanburður er gagnlegur að mati Ríkisendurskoðunar en þó ber að taka öllum samanburðartölum með fyrirvara enda engir tveir háskólar eins. Engu að síður kemst Ríkisendurskoðun að þeirri niðurstöðu að í samanburði við níu aðra háskóla í Evrópu séu tekjur Háskóla Íslands tiltölulega lágar. Hjá öllum nema einum eru tekjur á hvern nemanda hærri en hér gerist. Þessar tölur koma heim og saman við niðurstöður Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD, þar sem fram kemur að Íslendingar verja minnst allra Norðurlandaþjóða til menntamála og eru talsvert undir meðaltali allra þjóða Evrópu. Meira kapp en forsjá Það fjárhagslega svigrúm sem Háskólinn hefur búið við takmarkar möguleika skólans á að byggja upp öflugt framhaldsnám og rannsóknir í samræmi við yfirlýsta stefnu skólans. Metnaður starfsmanna hans er kominn fram úr því sem raunhæft má telja enda vantar mikið upp á að tekjur skólans, starfsmannafjöldi og fjöldi útskrifaðra doktorsnema jafnist á við þá erlendu háskóla sem skólinn ber sig helst saman við. Metnaður starfsmanna skólans kemur skýrt fram í niðurstöðum spurningakönnunar meðal starfsmannanna sjálfra en þar kemur meðal annars fram að vel yfir 90 prósent aðspurðra telja að Háskólinn eigi að leggja aukna áherslu á að gegna hlutverki rannsóknarháskóla. Önnur 85 prósent segja faglegan metnað á sviði rannsókna í hávegum hafðan. Fram kemur að þegar eigi nokkrar deildir Háskólans í erfiðleikum með að fá hæft starfsfólk til kennslustarfa þar sem möguleikar skólans á að bjóða samkeppnishæf laun með möguleikum á framgangi séu takmarkaðir af sömu fjárhagsaðstæðum Þrír kostir í núverandi stöðu Ríkisendurskoðun telur nauðsynlegt að Háskóli Íslands hugi að því hvernig bregðast eigi við nýjum og breyttum aðstæðum í framtíðinni. Vaxandi samkeppni um fjármagn, nemendur og kennara kalli á skýra framtíðarstefnumörkun og taka þurfi afstöðu til fjölmargra þátta innan veggja skólans. Bent er á þrjá kosti sem í boði eru í dag; í fyrsta lagi að skólinn lagi starfsemi sína að núverandi fjárhagsstöðu með því að takmarka fjölda nemenda og fara sér hægt í uppbyggingu framhaldsnáms og rannsóknarstarfsemi. Í öðru lagi að reyna enn frekar að hemja kostnað og hagræða í rekstri með auknum kröfum og takmörkunum. Í síðasta lagi þurfi að skoða í kjölinn með hvaða hætti sé hægt að auka tekjur skólans, með auknum framlögum úr ríkissjóði, styrkjum eða skólagjöldum, en þar hafi löggjafar- og framkvæmdavaldið reyndar úrslitaáhrif. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Tvennt hefur haft afgerandi áhrif á fjárhag Háskóla Íslands undanfarin ár, að því er fram kemur í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands sem birt var í gær; annars vegar mikil fjölgun nemenda og hins vegar síhækkandi launakostnaður. Aukin framlög ríkisins til skólans hafa ekki vegið upp mót fjölgun nemenda nema að takmörkuðu leyti og eru nú um 500 fleiri nemendur við nám í skólanum en fjárlög gera ráð fyrir. Þetta er meðal niðurstaðna ítarlegrar 117 síðna úttektar Ríkisendurskoðunar sem gerð var að beiðni menntamálaráðherra en kröfur Háskólans um meira fjármagn frá ríkinu hafa aukist undanfarin ár. Meiri áhersla á magn en gæði Ríkisendurskoðun telur að fjárhagsvandi Háskólans sé í raun ekki fólginn í stöðugum hallarekstri og skuldasöfnun heldur fremur í að skólinn eigi óhægt um vik að mæta auknum kostnaði vegna fleiri nemenda, nýrra námsbrauta og dýrari starfsmanna án þess að það komi niður á gæðum kennslu og rannsókna. Skólinn hefur hingað til gripið til ýmissa aðhaldsaðgerða eins og að stækka nemendahópa og fjölga stundakennurum á kostnað fastráðinna starfsmanna og telur Ríkisendurskoðandi að hætta sé á að slíkt komi niður á gæðum kennslunnar. Enn fremur er að hluta tekið undir þá skoðun að árangurstengingu fjárveitinga til skólans þurfi að endurskoða. Hún ýti undir að skólinn fjölgi nemendum enda miðist greiðslur við hvern nemanda. Þó að það sé í sjálfu sér jákvætt sé hættan sú að meiri áhersla sé lögð á magn en gæði. Eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða Íslendingar verja hlutfallslega minna fé til háskóla sinna en aðrar Norðurlandaþjóðir, að því er fram kemur í stjórnsýsluúttektinni. Nærtækasta dæmið er sá mikli munur sem er á Háskóla Íslands og Háskólanum í Joensuu í Finnlandi en þar eru bæði tekjur og fjöldi starfsmanna áþekk HÍ. Tekjur beggja voru um 6,3 milljarðar króna árið 2003 og um 1.200 starfsmenn á launaskrá. Mikill munur er hins vegar á skólunum þegar kemur að fjölda nemenda. Voru þeir tæplega níu þúsund í Háskóla Íslands en rúmlega sex þúsund í þeim finnska. Slíkur samanburður er gagnlegur að mati Ríkisendurskoðunar en þó ber að taka öllum samanburðartölum með fyrirvara enda engir tveir háskólar eins. Engu að síður kemst Ríkisendurskoðun að þeirri niðurstöðu að í samanburði við níu aðra háskóla í Evrópu séu tekjur Háskóla Íslands tiltölulega lágar. Hjá öllum nema einum eru tekjur á hvern nemanda hærri en hér gerist. Þessar tölur koma heim og saman við niðurstöður Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD, þar sem fram kemur að Íslendingar verja minnst allra Norðurlandaþjóða til menntamála og eru talsvert undir meðaltali allra þjóða Evrópu. Meira kapp en forsjá Það fjárhagslega svigrúm sem Háskólinn hefur búið við takmarkar möguleika skólans á að byggja upp öflugt framhaldsnám og rannsóknir í samræmi við yfirlýsta stefnu skólans. Metnaður starfsmanna hans er kominn fram úr því sem raunhæft má telja enda vantar mikið upp á að tekjur skólans, starfsmannafjöldi og fjöldi útskrifaðra doktorsnema jafnist á við þá erlendu háskóla sem skólinn ber sig helst saman við. Metnaður starfsmanna skólans kemur skýrt fram í niðurstöðum spurningakönnunar meðal starfsmannanna sjálfra en þar kemur meðal annars fram að vel yfir 90 prósent aðspurðra telja að Háskólinn eigi að leggja aukna áherslu á að gegna hlutverki rannsóknarháskóla. Önnur 85 prósent segja faglegan metnað á sviði rannsókna í hávegum hafðan. Fram kemur að þegar eigi nokkrar deildir Háskólans í erfiðleikum með að fá hæft starfsfólk til kennslustarfa þar sem möguleikar skólans á að bjóða samkeppnishæf laun með möguleikum á framgangi séu takmarkaðir af sömu fjárhagsaðstæðum Þrír kostir í núverandi stöðu Ríkisendurskoðun telur nauðsynlegt að Háskóli Íslands hugi að því hvernig bregðast eigi við nýjum og breyttum aðstæðum í framtíðinni. Vaxandi samkeppni um fjármagn, nemendur og kennara kalli á skýra framtíðarstefnumörkun og taka þurfi afstöðu til fjölmargra þátta innan veggja skólans. Bent er á þrjá kosti sem í boði eru í dag; í fyrsta lagi að skólinn lagi starfsemi sína að núverandi fjárhagsstöðu með því að takmarka fjölda nemenda og fara sér hægt í uppbyggingu framhaldsnáms og rannsóknarstarfsemi. Í öðru lagi að reyna enn frekar að hemja kostnað og hagræða í rekstri með auknum kröfum og takmörkunum. Í síðasta lagi þurfi að skoða í kjölinn með hvaða hætti sé hægt að auka tekjur skólans, með auknum framlögum úr ríkissjóði, styrkjum eða skólagjöldum, en þar hafi löggjafar- og framkvæmdavaldið reyndar úrslitaáhrif.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira