Fleiri fréttir

Hershöfðingi drepinn í Írak

Uppreisnarmenn í Írak drápu seint í gærkvöldi írakskan hershöfðingja og son hans inni á heimili þeirra í Bagdad. Árásarmennirnir voru í gervi þjóðvarðliða og hershöfðinginn hleypti þeim inn þar sem þeir drógu upp byssur og skutu feðgana til bana.

Svartur reykur frá kapellu

Rétt fyrir klukkan tíu í morgun steig svartur reykur upp úr strompinum á Sixtínsku kapellunni í Róm til marks um að önnur atkvæðagreiðsla kardínálanna um nýjan páfa hefði ekki skilað tilskildum meirihluta. Búist er við þremur atkvæðagreiðslum til viðbótar í dag.

Hvetur Kína og Japan til sátta

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvetur leiðtoga í Kína og Japan til þess að nota ráðstefnu Asíu og Afríku ríkja um helgina, til þess að bæta samskipti þjóðanna. Annan segir að þjóðirnar eigi allt of margt sameiginlegt til þess að standa í ágreiningi eins og þeim sem staðið hefur yfir undanfarið.

Skemmdir unnar á strætóskýlum

Skemmdarvargar brutu sex rúður í fimm strætisvagnabiðskýlum á Akureyri seint í nótt og eru þeir ófundnir. Engin tilkynning barst um verknaðinn og er því ekkert vitað að svo stöddu hverjir voru þarna að verki. Tjónið nemur um hálfri milljón króna og biður lögreglan á Akureyri þá sem eitthvað kunna að vita um málið að láta sig vita.

Andstaða við stjórnarskrá eykst

Andstaða við stjórnarskrá Evrópusambandsins virðist enn vera að aukast í Frakklandi. Samkvæmt skoðanakönnun dagblaðsins <em>Le Figaro</em>, sem birtist í morgun, ætla 55 prósent Frakka að hafna stjórnarskráni sem er heldur hærra hlutfall en í undanförnum könnunum. Nú hafa fimmtán skoðanakannanir í röð bent til þess að stjórnarskráni verði hafnað í Frakklandi í lok maí.

Hrefnuveiðar hafnar í Noregi

Hrefnuveiðivertíðin í Noregi hófst í gær og munu um það bil 30 skip stunda veiðarnar enda kvótinn meiri en áður. Þrátt fyrir mikinn áhuga á veiðunum hefur gengið illa að selja hrefnukjötið á norskum markaði undanfarin ár líkt og hér á landi. Birgðir hafa hrannast upp og loks verið fargað fyrir opinbera styrki.

Krefjast afsagnar forseta Ekvadors

Þúsundir mótmælenda hópuðust saman á götum stærstu borgar Ekvador í gær og fóru fram á afsögn Lucio Gutierrez, forseta landsins. Mótmælendur hentu steinum og öðru lauslegu í átt að lögreglumönnum sem svöruðu með því að skjóta úr loftrifflum. Mótmælin hófust fyrir fimm dögum og hafa stigmagnast.

Réðust gegn uppreisnarmönnum

Hermenn í Afganistan gerðu í gær áhlaup á vígi uppreisnarmanna í fjallahéruðum utan við Kabúl og drápu átta manns og handtóku sextán. Að sögn talsmanns afganska hersins tóku bandarískar herþyrlur þátt í bardögunum sem voru einhverjir þeir mannskæðustu í landinu í marga mánuði.

Tvö félög samþykkja kjarasamninga

Félag starfsmanna stjórnarráðsins og Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi hafa samþykkt kjarasamninga við ríkið. Starfsmenn stjórnarráðsins samþykktu sinn samning með 91 prósenti atkvæða en 7 prósent voru andvíg honum. Svipaður samningavilji var meðal opinberra starfsmanna á Austurlandi en þar samþykktu 95,4 prósent kjarasamninginn sem gerður var við ríkið.

Láta reyna á stuðning á þingi

Vantrauststillaga verður lögð fram á ríkisstjórn Silvios Berlusconis á ítalska þinginu á fimmtudag. Stjórnarkreppa varð í landinu um síðustu helgi þegar Samband kristilegra demókrata hætti að styðja ríkisstjórnina. Krisitlegir demókratar eru nú sagðir hafa gengið aftur til liðs við hana en stjórnarandstaðan vill fá vissu fyrir því að Berlusconi hafi meirihluta á þingi.

Óánægja starfsmanna Norðuráls

Aðeins fjögurra atkvæða munur skyldi að í kosningu um kjarasamning starfsmanna Norðuráls og var hann samþykktur. Fjögur atkvæði voru auð eða ógild.

Óljóst með hrefnuveiðar í sumar

Enn hefur ekkert verið ákveðið um hrefnuveiði í sumar og ljóst er að ekkert verður úr veiðum á sandreyðum og langreyðum í sumar þar sem langan undirbúning þarf til þeirra veiða.

Hleyptu upp kosningafundi í London

Öfgamenn hleyptu í dag upp kosningafundi hófsamra múslíma í Lundúnum. Þeir hrópuðu ókvæðisorð gegn bresku stjórninni.

Díselolía verður dýrari en bensín

Lítrinn af díselolíu mun kosta meira en bensínlítri eftir breytingar á lögum um olíugjald og kílómetragjald sem taka gildi 1. júlí. Geir Haarde fjármálaráðherra segir það þó væntanlega aðeins verða tímabundið, verðið á díselolíu muni lækka með lækkuðu heimsmarkaðsverði.

Tilboðsfrestur lengdur til 17. maí

Einkavæðingarnefnd ákvað í gær að framlengja frest til að skila inn tilboðum í Símann til 17. maí. Á fimmta tug aðila hafa sótt tilboðsgögn. Upphaflegur frestur til að skila inn óbindandi tilboðum í Símann var 6. maí.

Reykjavíkurborg og Kjarval

Eftirlifandi kona listamannsins Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals og dótturdóttir hans stefndu í gær Reykjavíkurborg fyrir hönd dánarbús listamannsins.

Skólabygging brann

"Þetta er auðvitað áfall fyrir okkur en þetta hefur ekki bein áhrif á skólastarfið þar sem þarna var ekki um eiginlega skólastofu að ræða," segir María Pálmadóttir, aðstoðarskólastjóri Öldutúnsskóla í Hafnarfirði.

Persson íhugar framtíð sína

Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Jafnaðarmannaflokksins, ætlar að ákveða það fyrir flokksþing í haust hvort hann gefi áfram kost á sér sem formaður. Frá þessu greindi forsætisráðherrann í dag, en hann hafði áður lýst því yfir að hann hygðist ekki standa upp úr formannsstóli fyrir þingkosningar sem fram fara á næsta ári.

Sprengjuhótun á hóteli Rice

Sprenguhótun barst hóteli sem Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hugðist gista á í Moskvu, en hún kom þangað í dag til þess að ræða við rússneska ráðamenn. Reuters-fréttastofan greinir frá því að bílalest Rice hafi breytt ferðaáætlun sinni eftir að fregnirnar bárust og hélt hún þess í stað til dvalarstaðar bandaríska sendiherrans í Moskvu.

Fá takmarkaðan kosningarétt

Kúveiska þingið samþykkti í dag að veita konum kosningarétt og kjörgengi í sveitarstjórnarkosningum. Konur mega enn ekki kjósa eða bjóða sig fram í þingkosningum en búið er að leggja fram frumvarp þess efnis á þinginu, sem skipað er 50 karlmönnum. Slíkt frumvarp hefur verið lagt fram áður en verið fellt.

Takast ekki í hendur vegna veiru

Íbúar Uige, angólsku borgarinnar þar sem Marburgarveiran hefur geisað harðast, eru farnir að hneigja sig og nikka fremur en að takast í hendur til að reyna að forðast smit. Veiran er bráðsmitandi og smitast með líkamsvessum eins og svita, blóði og munnvatni. Flestir sem smitast deyja á rúmri viku.

Mikill mannfjöldi á Péturstorginu

Um 40 þúsund manns hafa safnast saman á Péturstorginu til að fylgjast með páfastrompnum á Sixtínsku kapellunni í Vatikaninu. Reykurinn hefur fram að þessu verið svartur en búist er við tveimur atkvæðagreiðslum til viðbótar í dag að því gefnu að sú næsta skeri ekki úr um hver verði næsti páfi.

Inflúensusýna enn leitað

Enn er ekki búið að finna öll sýnin af banvænni inflúensuveiru, sem send voru um víða veröld í síðustu viku. Yfirvöld í Líbanon, Mexíkó og Suður-Kóreu leita sýnanna enn en gripið hefur verið til víðtækra ráðstafana til að finna þau.

HR velur Vatnsmýrina

Háskólinn í Reykjavík hefur ákveðið að Vatnsmýrin verði framtíðarsvæði skólans og mun yfirstjórn háskólans nú taka upp formlegar samningaviðræður við Reykjavíkurborg um uppbyggingu háskólans og tengdrar starfsemi á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum.

Nýr páfi hefur verið valinn

Búið er að velja nýjan páfa. Hvítan reyk lagði upp úr reykháfnum á Sixtínsku kapellunni fyrir nokkrum mínútum og þá hringdu kirkjuklukkur rétt í þessu. Það verður því tilkynnt á næstu mínútum hver tekur við að Jóhannesi Páli páfa öðrum.

Skemmdi tvo bíla lögreglu

Tveir lögreglumenn voru fluttir á slysadeild í fyrrinótt eftir að hafa lent í eltingarleik við ölvaðan ökumann sem ók um á ofsahraða. Tókst loks að stöðva för hans við Rauðavatn ekki fyrr en brotamaðurinn hafði ítrekað ekið fram og aftur á þá tvo lögreglubíla sem króað höfðu hann af.

17 föngum sleppt á Guantanamo

Bandaríski herinn hefur sleppt 17 Afgönum úr fangabúðunum á Guantanamo-flóa, en þeir hafa sumir verið þar í haldi í á fjórða ár, eða frá því að talabanastjórninni var komið frá völdum í Afganistan. Þeir hafa sendir til síns heima þar sem afgönsk stjórnvöld taka við þeim og verður þeim í kjölfarið leyft að snúa til síns heima.

Snjóflóðavarnir auknar á Ísafirði

Í undirbúningi er gerð viðamikilla snjóflóðavarna fyrir Holtahverfi í Skutulsfirði. Talið er að kostnaður við framkvæmdirnar verði ekki undir 500 milljónum og er hlutur Ísafjarðarbæjar í þeim framkvæmdum 50 milljónir króna, eftir því sem segir á vef Bæjarins besta. Framkvæmdir gætu hafist á næsta ári.

Joseph Ratzinger kjörinn páfi

Þýski kardínálinn Joseph Ratzinger hefur verið kjörinn páfi og hefur hann tekið sér nafnið Benedikt XVI. Ratzinger hefur verið einn af áhrifamestu kardínálum Vatíkansins og var af mörgum talinn líklegasti eftirmaður Jóhannesar Páls páfa annars.

Ávinningur almennings nánast engin

"Það er ljóst að þetta er ekki alveg það sem menn stefndu að með þessu frumvarpi í upphafi," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda, vegna þeirra ummæla Geirs Haarde, fjármálaráðherra, að á óvart komi að díselolía verði dýrari en bensín eftir breytingar á lögum um olíu- og kílómetragjald.

Skemmdi tvo bíla lögreglu

Tveir lögreglumenn voru fluttir á slysadeild í fyrrinótt eftir að hafa lent í eltingarleik við ölvaðan ökumann sem ók um á ofsahraða. Tókst loks að stöðva för hans við Rauðavatn ekki fyrr en brotamaðurinn hafði ítrekað ekið fram og aftur á þá tvo lögreglubíla sem króað höfðu hann af.

Fagnaðarefni fyrir alla

"Persónulega vil ég sjá Davíð sem lengst í stóli formanns enda frábær stjórnmálamaður í alla staði," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra aðspurð um þá ákvörðun Davíðs Oddssonar að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins til næstu tveggja ára á næsta landsfundi.

Innflytjendur tæplega 500 fleiri

Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga hérlendis. Pólverjar eru langfjölmennastir og nálgast þeir að vera 2000. Hlutfall innflytjenda af heildaríbúafjölda er þó enn lægra hér en í nágrannalöndunum.

Ákærði mætti ekki til dóms

Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur gaf í gær út handtökuskipun á síbrotamann sem ekki mætti í dómssal þar sem framhald aðalmeðferðar í máli hans átti að fara fram.

Vilja meira fé til samgöngumála

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að framkvæmdafé til samgöngumála í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu verði aukið frá því sem nú er. Þótt framlög til höfuðborgarsvæðisins hafi aukist talsvert að undanförnu sé brýn nauðsyn til að gera enn betur. Þetta kemur fram í bókun sem þeir lögðu fram á borgarstjórnarfundi í dag.

Grikkir samþykkja stjórnarskrá ESB

Grikkland varð í dag fimmta landið innan Evrópusambandsins til að samþykkja stjórnarskrá sambandsins, en það var gert á gríska þinginu. Bæði íhaldsmenn sem fara með völd í landinu og sósíalistar í stjórnarandstöðunni studdu stjórnarskrána. 268 þingmenn sögðu já, 17 höfnuðu stjórnarsamningnum og 15 sátu hjá.

Borgarstjórn fagnar ákvörðun HR

Borgarstjórn Reykjavíkur fagnar því að Vatnsmýrin hafi orðið fyrir valinu sem framtíðarsvæði Háskólans í Reykjavík. Tilkynning svo hljóðandi var samþykkt á borgarstjórnarfundi í dag. Þar segir enn fremur að samstarf Reykjavíkurborgar og Háskólans í Reykjavík við undirbúning ákvörðunar háskólaráðsins hafi skerpt sameignlega sýn þessara aðila á frekari þróun Vatnsmýrarinnar sem skapi einstakt tækifæri til að mynda þekkingar- og nýsköpunarumhverfi á heimsmælikvarða í hjarta höfuðborgarinnar.

Var yfirmaður rannsóknarréttar

Rottweiler guðs, íhaldssami og umdeildi, þýski kardínálinn Joseph Ratzinger kallast framvegis Benedikt páfi sextándi. Hann var áður yfirmaður nútímaútgáfu rannsóknarréttarins.

Mál vegna Kjarvalsverka þingfest

Mál erfingja Jóhannesar Kjarvals gegn Reykjavíkurborg var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Erfingjarnir krefjast þess að Reykjavíkurborg láti af hendi rúmlega 5000 málverk og yfir eitt þúsund bækur sem borgin telur að listamaðurinn hafi gefið sér árið 1968.

Tryllt árás í miðbænum

Lögreglan í Reykjavík leitar tveggja til fjögurra ofbeldismanna úr átta manna hópi sem réðust á tvo menn af tilefnislausu fyrir utan Hverfisbarinn í miðborginni á laugardagskvöldið. Mennirnir hafa lagt fram kæru. Árásin var tekin upp á myndband öryggismyndavéla sem gæta gestanna á staðum.

Hús Guðjóns Samúelssonar rifið?

Hollvinir Gamla mjólkursamlagsins í Borgarnesi mótmæla að rífa eigi húsið og vilja að það verði byggt upp. Húsið var byggt eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar fyrrum húsameistara ríkisins.

Ratzinger verður Benedikt XVI

Mikil fagnaðarlæti brutust út á Péturstorginu í Róm síðdegis þegar hvítur reykur steig upp úr reykháfi á Sixtínsku kapellunni. Skömmu síðast hringdu kirkjuklukkur inn nýjan páfa, Benedikt sextánda.

Benedikt fylgi stefnu Jóhannesar

Kaþólikkar á Íslandi fögnuðu því innilega að vera búnir að fá nýjan páfa. Prestar þeirra búast ekki við að nýi páfinn muni víkja mikið frá stefnu Jóhannesar Páls.

Sjá næstu 50 fréttir