Ákæran 900 þúsundum lægri 20. apríl 2005 00:01 Rúmum þremur árum eftir að forsvarsmenn Rafiðnaðarskólans ákváðu að víkja skólastjóranum, Jóni Árna Rúnarssyni, úr starfi og sögðu hann hafa dregið að sér tugi milljóna hillir undir lok málsins. Það var tekið fyrir í Hæstarétti í gær. Krafist er þyngri dóms en fyrir héraði þar sem Jón var um mitt síðasta ár sýknaður af 29 milljóna fjárdrætti en sakfelldur fyrir 450 þúsund króna skjalafals. Upphæðin hefur verið lækkuð milli dómsstiganna um tæp 900 þúsund. Allt sem fallið gat undir verktakagreiðslur og laun voru afmáð úr ákærunni. Ríkissaksóknari, Bogi Nilsson, rakti að Jón Árni hefði tekið sér laun út af reikningi Eftirmenntunar rafeindavirkja frá árinu 1994 þegar nýtt fyrirkomulag hafi ætlað Rafiðnaðarskólanum einum að greiða launin. Hann sagði Jón Árna hafa verið ráðinn til að sjá um fjármál sjóðsins og því sé ekki hægt að draga nefnd hans til ábyrgðar þó eftirlit hennar hafi ekki verið gott. Hafi Jón Árni mátt færa peningana til eins og hann gerði hefði hann átt að halda utan um færslurnar. Það hafi hann ekki gert. Ríkissaksóknari sagði Jón Árna hafa notið trausts, nefndarmenn hafi talið hann afbragðsstarfsmann og í skjól þess hafi hann dregið að sér féð. Verjandi Jóns Árna, Reimar Pétursson, fellst ekki á sakirnar sem bornar eru á Jón og krefst sýknar. Hann sagði ákæruvaldið eiga á brattann að sækja þar sem mál Jóns Árna hafi áður komið fyrir Hæstarétt árið 2002. Þá hafi nefndin óskaði eftir því að Jón Árni yrði tekinn til gjaldþrotaskipa og greiddi skuld sína við sjóðinn eftir að málið vannst í einkarétti. Hæstiréttur hafi sýknaði Jón Árna þrátt fyrir að ljóst væri að hann hefði ekki gefið tekjur sínar upp til skatts eða gengið frá árskýrslum sjóðsins. Engin ný gögn eða sannanir ættu að breyta niðurstöðu dómsins nú. Ekkert sannaði að launagreiðslur frá Endurmenntunarsjóðnum hafi ekki átt að berast Jóni sem fyrr frá árinu 1994 eins og haldið sé fram. Einkamál á hendur Jóni Árna verður tekið fyrir um miðjan maí. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Rúmum þremur árum eftir að forsvarsmenn Rafiðnaðarskólans ákváðu að víkja skólastjóranum, Jóni Árna Rúnarssyni, úr starfi og sögðu hann hafa dregið að sér tugi milljóna hillir undir lok málsins. Það var tekið fyrir í Hæstarétti í gær. Krafist er þyngri dóms en fyrir héraði þar sem Jón var um mitt síðasta ár sýknaður af 29 milljóna fjárdrætti en sakfelldur fyrir 450 þúsund króna skjalafals. Upphæðin hefur verið lækkuð milli dómsstiganna um tæp 900 þúsund. Allt sem fallið gat undir verktakagreiðslur og laun voru afmáð úr ákærunni. Ríkissaksóknari, Bogi Nilsson, rakti að Jón Árni hefði tekið sér laun út af reikningi Eftirmenntunar rafeindavirkja frá árinu 1994 þegar nýtt fyrirkomulag hafi ætlað Rafiðnaðarskólanum einum að greiða launin. Hann sagði Jón Árna hafa verið ráðinn til að sjá um fjármál sjóðsins og því sé ekki hægt að draga nefnd hans til ábyrgðar þó eftirlit hennar hafi ekki verið gott. Hafi Jón Árni mátt færa peningana til eins og hann gerði hefði hann átt að halda utan um færslurnar. Það hafi hann ekki gert. Ríkissaksóknari sagði Jón Árna hafa notið trausts, nefndarmenn hafi talið hann afbragðsstarfsmann og í skjól þess hafi hann dregið að sér féð. Verjandi Jóns Árna, Reimar Pétursson, fellst ekki á sakirnar sem bornar eru á Jón og krefst sýknar. Hann sagði ákæruvaldið eiga á brattann að sækja þar sem mál Jóns Árna hafi áður komið fyrir Hæstarétt árið 2002. Þá hafi nefndin óskaði eftir því að Jón Árni yrði tekinn til gjaldþrotaskipa og greiddi skuld sína við sjóðinn eftir að málið vannst í einkarétti. Hæstiréttur hafi sýknaði Jón Árna þrátt fyrir að ljóst væri að hann hefði ekki gefið tekjur sínar upp til skatts eða gengið frá árskýrslum sjóðsins. Engin ný gögn eða sannanir ættu að breyta niðurstöðu dómsins nú. Ekkert sannaði að launagreiðslur frá Endurmenntunarsjóðnum hafi ekki átt að berast Jóni sem fyrr frá árinu 1994 eins og haldið sé fram. Einkamál á hendur Jóni Árna verður tekið fyrir um miðjan maí.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira