Innlent

Kaupþing fær útflutningsverðlaunin

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Kaupþing banka útflutningsverðlaun embættisins við hátíðlega athöfn að Bessastöðum í dag. Það var Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins en að þessu sinni var það verðlaunagripur eftir Borghildi Einarsdóttur myndlistarmann, listaverkið „Útsýni“. Form verksins táknar vöxt og er listaverkið skúlptúr unninn úr leir og gleri.  

Þetta er í 17. sinn sem verðlaunun eru veitt, í viðurkenningaskyni fyrir markvert framlag til eflingar útflutningsverslun og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×