Skoða þarf fjármál flokkanna 20. apríl 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vill á ný koma á fót nefnd fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem hafi það verkefni að leggja mat á þörf fyrir lagaumbætur sem snerta fjármál stjórnmálaflokkana. Þetta kemur fram í skýrslu sem hann lagði fram á Alþingi í gær, en tilefni hennar er beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri þingmanna um skýrslu frá forsætisráðherra um fjárframlög til starfsemi stjórnmálaflokka, sem var lögð fram fyrr í vetur. Í skýrslunni segir að forsætisráðuneytið telji mikilvægt að samstaða sé milli stjórnmálaflokkana um meginreglur í þessum efnum og eðlilegt sé að stefnumörkun sé í höndum forsætisráðuneytisins. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að árið 2000 hafi opinberir styrkir til stjórnmálaflokka numið 136 milljónum króna en aukist í 200 milljónir króna árið 2004. Fyrirtæki og einstaklingar hafa samkvæmt lögum heimild til að draga frá tekjum sínum framlög til líknarstarfsemi, menningarmála og stjórnmálaflokka svo nokkuð sé nefnt. Samkvæmt skýrslu forsætisráðherra hefur fjöldi einstaklinga og fyrirtækja, sem nýtir sér þennan frádrátt, meira en tvöfaldast á undanförnum sjö árum. Sú upphæð, sem færð var til frádráttar á þessu tímabili, nam tæpum 200 milljónum króna árið 1998 en hafði hækkað í liðlega 680 milljónir króna árið 2004. Í ljósi skýrslunnar telur forsætisráðherra rétt að taka til endurskoðunar ýmis atriði í löggjöf um fjármál stjórnmálaflokkanna. Hann telur jafnframt að þótt ákvæði stjórnarskrár sem fjallar um félagafrelsi feli í sér sérstaka vernd fyrir stjórnmálaflokkana sé ekki hægt að líta svo á að sú staðreynd girði fyrir að settar verði almennar reglur um fjármál og fjárreiður stjórnmálaflokka, enda samrýmist þær þeim sjónarmiðum sem lögð séu til grundvallar á alþjóðavettvangi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vill á ný koma á fót nefnd fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem hafi það verkefni að leggja mat á þörf fyrir lagaumbætur sem snerta fjármál stjórnmálaflokkana. Þetta kemur fram í skýrslu sem hann lagði fram á Alþingi í gær, en tilefni hennar er beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri þingmanna um skýrslu frá forsætisráðherra um fjárframlög til starfsemi stjórnmálaflokka, sem var lögð fram fyrr í vetur. Í skýrslunni segir að forsætisráðuneytið telji mikilvægt að samstaða sé milli stjórnmálaflokkana um meginreglur í þessum efnum og eðlilegt sé að stefnumörkun sé í höndum forsætisráðuneytisins. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að árið 2000 hafi opinberir styrkir til stjórnmálaflokka numið 136 milljónum króna en aukist í 200 milljónir króna árið 2004. Fyrirtæki og einstaklingar hafa samkvæmt lögum heimild til að draga frá tekjum sínum framlög til líknarstarfsemi, menningarmála og stjórnmálaflokka svo nokkuð sé nefnt. Samkvæmt skýrslu forsætisráðherra hefur fjöldi einstaklinga og fyrirtækja, sem nýtir sér þennan frádrátt, meira en tvöfaldast á undanförnum sjö árum. Sú upphæð, sem færð var til frádráttar á þessu tímabili, nam tæpum 200 milljónum króna árið 1998 en hafði hækkað í liðlega 680 milljónir króna árið 2004. Í ljósi skýrslunnar telur forsætisráðherra rétt að taka til endurskoðunar ýmis atriði í löggjöf um fjármál stjórnmálaflokkanna. Hann telur jafnframt að þótt ákvæði stjórnarskrár sem fjallar um félagafrelsi feli í sér sérstaka vernd fyrir stjórnmálaflokkana sé ekki hægt að líta svo á að sú staðreynd girði fyrir að settar verði almennar reglur um fjármál og fjárreiður stjórnmálaflokka, enda samrýmist þær þeim sjónarmiðum sem lögð séu til grundvallar á alþjóðavettvangi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira