Innlent

Framsókn opnar bækur sínar

Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur ákveðið að setja sér reglur um og birta opinberlega upplýsingar um fjárhagsleg og stjórnunarleg tengsl þingmanna flokksins við fyrirtæki og sjóði. Auk þess mun flokkurinn birta upplýsingar um aðild þingmanna að hagsmunasamtökum og upplýsingar um gjafir. Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, greindi frá þessu á Alþingi í dag en þingflokkurinn hefur óskað eftir því að forsætisnefnd setji slíkar reglur. Jónína sagðist vonast til þess að allar upplýsingsr um þessi tengsl yrðu komnar á heimasíðu flokksins í næstu viku. Nánar verður greint frá málinu í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálfsjö í kvöld.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×