„Erfið stund en mikilvæg“ Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2025 12:22 Bríet Irma ásamt móður sinni og dóttur. Facebook Prestur segir röð áfalla á Austurlandi síðasta rúma árið hafa mikil áhrif á samfélagið þar. Mikilvægt sé að svara ákalli fjölskyldu konu sem féll fyrir eigin hendi, um úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni svo fleiri fjölskyldur þurfi ekki að upplifa slíkan harmleik. Samfélagið á Fáskrúðsfirði og nágrenni er harmi slegið eftir að Bríet Irma Ómarsdóttir, 24 ára, féll frá eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi. Stutt er frá fyrri áföllum á svæðinu, en í fyrrasumar lést barn á leikskólaaldri í Neskaupstað eftir skammvinn veikindi, faðir þess lést að slysförum skömmu síðar og létust tveir ungir karlmenn, annar þeirra búsettur á Fáskrúðsfirði, sviplega í ágúst og september. Þá voru hjón myrt í Neskaupstað í ágúst. Mikil samstaða Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Austfjarðaprestakalli, segir þetta þungt fyrir íbúa svæðisins. Hann leiddi minningarathöfn um Bríeti í Fáskrúðsfjarðarkirkju á fimmtudag. „Það var mjög erfið stund. Við komum saman í kirkjunni á fimmtudaginn og það var troðfull kirkja. Svo var streymt yfir í safnaðarheimilið og skólann og það var fullt alls staðar. Það var mikil samstaða. Þetta var erfið stund en þetta var mikilvæg stund. Við höfum lært það í gegnum þessi áföll að við þurfum samfélagið að koma saman, sýna þennan samhug og hluttekningu í sorginni,“ segir Benjamín. Ónægir geðheilbrigðisinnviðir á Austurlandi Tvíburasystir Bríetar, Marín Ösp Ómarsdóttir, minntist systur sinnar í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Þar gagnrýndi hún stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi í geðheilbrigðismálum á landsbyggðinni, en tíðni sjálfsvíga þar er hærri en á höfuðborgarsvæðinu. „Við getum ekki breytt því sem gerðist, en við getum og verðum að breyta því sem gerist næst,“ skrifaði Marín. „Ég held að það endurspegli þessar tilfinningar sem eru ríkjandi hér. Fólk er komið með nóg af því hvernig geðheilbrigðiskerfið nær illa utan þessa viðkvæmu hópa fólks sem eru í sjálfsvígshættu. Hún nefnir það meðal annars í þessari grein að það virðist vera aukið hlutfall fólks í sjálfsvígshættu hér á Austurlandi og ekki nógu góðir innviðir. Ég held að viðbragð fólks almennt felist í þessu ákalli um að það þurfi að gera betur í geðheilbrigðismálum. Ég tek heilshugar undir það. Þetta er eitt mikilvægasta atriðið sem við þurfum að skoða svo fleiri þurfi ekki að ganga í gegnum þessi þungu skref sem fjölskyldan er að ganga í gegnum núna,“ segir Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Austfjarðaprestakalli. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Geðheilbrigði Fjarðabyggð Heilbrigðismál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Samfélagið á Fáskrúðsfirði og nágrenni er harmi slegið eftir að Bríet Irma Ómarsdóttir, 24 ára, féll frá eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi. Stutt er frá fyrri áföllum á svæðinu, en í fyrrasumar lést barn á leikskólaaldri í Neskaupstað eftir skammvinn veikindi, faðir þess lést að slysförum skömmu síðar og létust tveir ungir karlmenn, annar þeirra búsettur á Fáskrúðsfirði, sviplega í ágúst og september. Þá voru hjón myrt í Neskaupstað í ágúst. Mikil samstaða Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Austfjarðaprestakalli, segir þetta þungt fyrir íbúa svæðisins. Hann leiddi minningarathöfn um Bríeti í Fáskrúðsfjarðarkirkju á fimmtudag. „Það var mjög erfið stund. Við komum saman í kirkjunni á fimmtudaginn og það var troðfull kirkja. Svo var streymt yfir í safnaðarheimilið og skólann og það var fullt alls staðar. Það var mikil samstaða. Þetta var erfið stund en þetta var mikilvæg stund. Við höfum lært það í gegnum þessi áföll að við þurfum samfélagið að koma saman, sýna þennan samhug og hluttekningu í sorginni,“ segir Benjamín. Ónægir geðheilbrigðisinnviðir á Austurlandi Tvíburasystir Bríetar, Marín Ösp Ómarsdóttir, minntist systur sinnar í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Þar gagnrýndi hún stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi í geðheilbrigðismálum á landsbyggðinni, en tíðni sjálfsvíga þar er hærri en á höfuðborgarsvæðinu. „Við getum ekki breytt því sem gerðist, en við getum og verðum að breyta því sem gerist næst,“ skrifaði Marín. „Ég held að það endurspegli þessar tilfinningar sem eru ríkjandi hér. Fólk er komið með nóg af því hvernig geðheilbrigðiskerfið nær illa utan þessa viðkvæmu hópa fólks sem eru í sjálfsvígshættu. Hún nefnir það meðal annars í þessari grein að það virðist vera aukið hlutfall fólks í sjálfsvígshættu hér á Austurlandi og ekki nógu góðir innviðir. Ég held að viðbragð fólks almennt felist í þessu ákalli um að það þurfi að gera betur í geðheilbrigðismálum. Ég tek heilshugar undir það. Þetta er eitt mikilvægasta atriðið sem við þurfum að skoða svo fleiri þurfi ekki að ganga í gegnum þessi þungu skref sem fjölskyldan er að ganga í gegnum núna,“ segir Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Austfjarðaprestakalli. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Fjarðabyggð Heilbrigðismál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira