Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2023 11:33 Hinsegin fáninn og Vilhjálmsvöllur í bakgrunni. Héraðsskjalasafn Austfirðinga Búið var að slíta regnbogafánann niður bæði við Safnahúsið og Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum í morgun og skemma hann. Um er að ræða enn eitt skiptið sem unnin eru skemmdarverk á hinsegin fánanum í aðdraganda eða á meðan Hinsegin dögum stendur. „Það var frekar dapurleg aðkoma að Safnahúsinu á Egilsstöðum í morgun því búið var að slíta regnbogafánann okkar niður og skemma hann. Sama gilti um samskonar fána við Vilhjálmsvöll handan götunnar,“ segir á Facebook-síðu Héraðsskjalasafns Austfirðinga. „Það er dapurlegt til þess að vita að innan okkar samfélags þrífist slíkir aumingjar að þeir í fyrsta lagi geti ekki unað hinsegin samfélaginu og stuðningsfólki þeirra að gleðjast og njóta hinsegin daga í friði, í öðru lagi þori ekki að tjá sig nema í skjóli myrkurs og í þriðja lagi að þeir þurfi að gera það með því að skemma eigur annarra,“ segir á síðu héraðsskjalasafnsins. Atvikið verði tilkynnt til lögreglu eftir helgi, enda hafi eignatjóni verið valdið af ásetningi sem ekki sé hægt að sætta sig við. „Við áttum síðan annan fána sem fór upp á stöngina í staðinn. Hann er aðeins slitinn og trosnaður en hann gerir sitt gagn. Við látum ekki segja okkur hverju við megum og megum ekki flagga. Lifi fjölbreytileikinn!“ Hinsegin fánar á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir barðinu á andstæðingum fjölbreytileikans eða skemmdarvörgum. Þá var hið sama uppi á teningnum í kringum Hinsegin daga í fyrra. Hinsegin dagar ná hápunkti í dag með gleðigöngu í miðbæ Reykjavíkur þar sem reiknað er með margmenni í rjómablíðu. Hinsegin Múlaþing Lögreglumál Tengdar fréttir Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. 10. ágúst 2023 14:26 Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma. 4. ágúst 2023 11:53 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
„Það var frekar dapurleg aðkoma að Safnahúsinu á Egilsstöðum í morgun því búið var að slíta regnbogafánann okkar niður og skemma hann. Sama gilti um samskonar fána við Vilhjálmsvöll handan götunnar,“ segir á Facebook-síðu Héraðsskjalasafns Austfirðinga. „Það er dapurlegt til þess að vita að innan okkar samfélags þrífist slíkir aumingjar að þeir í fyrsta lagi geti ekki unað hinsegin samfélaginu og stuðningsfólki þeirra að gleðjast og njóta hinsegin daga í friði, í öðru lagi þori ekki að tjá sig nema í skjóli myrkurs og í þriðja lagi að þeir þurfi að gera það með því að skemma eigur annarra,“ segir á síðu héraðsskjalasafnsins. Atvikið verði tilkynnt til lögreglu eftir helgi, enda hafi eignatjóni verið valdið af ásetningi sem ekki sé hægt að sætta sig við. „Við áttum síðan annan fána sem fór upp á stöngina í staðinn. Hann er aðeins slitinn og trosnaður en hann gerir sitt gagn. Við látum ekki segja okkur hverju við megum og megum ekki flagga. Lifi fjölbreytileikinn!“ Hinsegin fánar á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir barðinu á andstæðingum fjölbreytileikans eða skemmdarvörgum. Þá var hið sama uppi á teningnum í kringum Hinsegin daga í fyrra. Hinsegin dagar ná hápunkti í dag með gleðigöngu í miðbæ Reykjavíkur þar sem reiknað er með margmenni í rjómablíðu.
Hinsegin Múlaþing Lögreglumál Tengdar fréttir Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. 10. ágúst 2023 14:26 Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma. 4. ágúst 2023 11:53 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. 10. ágúst 2023 14:26
Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma. 4. ágúst 2023 11:53