Lífið

Áttu loks efni á upp­setningu eftir íbúðarkaupin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þeir Jóhann og Askur eiga von á sínu fyrsta barni saman.
Þeir Jóhann og Askur eiga von á sínu fyrsta barni saman.

Í dögunum fór af stað þriðja þáttaröðin af Viltu finna milljón á Sýn en þættirnir koma vikulega inn á Sýn+. Í þáttunum er fylgst með þremur pörum taka fjármálin sín í gegn. Í fimm mánuði munu þau fá ýmis verkefni og áskoranir með það að markmiði að bæta fjárhaginn sinn og búa til góðar venjur til framtíðar þegar kemur að fjármálum.

Það par sem nær að spara mest á tímabilinu stendur uppi sem sigurvegari og fær eina milljón að launum. Í fyrsta þættinum fengu áhorfendur að kynnast keppendum.

Í öðrum þætti voru föstu útgjöldin tekin fyrir en í nýjasta þættinum leit Hrefna við hjá kærustuparinu Jóhanni Kristian Jóhannssyni og Aski Árnasyni Nielsen sem luku þátttöku í síðustu seríu af Viltu finna milljón fyrir akkúrat ári síðan. Þeir eiga von á sínu fyrsta barni saman. 

Í síðustu þáttaröð náðu þeir að leggja það mikið fyrir að loksins komust þeir af leigumarkaðnum og fjárfestu í eign í Gufunesinu. Þar sem þeir eru ekki lengur á leigumarkaðnum gátu þeir lagt fyrir meiri fjármuni mánaðarlega og áttu í kjölfarið efni á því að fara í tæknifrjóvgun og gengur Jóhann í dag með þeirra fyrsta barn.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en eins og áður segir kemur einn þáttur af Viltu finna milljón vikulega inn á Sýn+. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Klippa: Áttu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin

Þau Hrefna Björk og Arnar Þór eru þáttastjórnendur Viltu finna milljón. Þau halda einnig úti vinsælu hlaðvarpi en í síðasta þætti var meðal annars rætt við Línu Birgittu þar sem hún opnaði sig um kaupfíkn og má hlusta á þáttinn hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.