Lífið

Snorri Más­son leggi hornin á hilluna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Valgerður hefur séð fyrir árinu 2026.
Valgerður hefur séð fyrir árinu 2026.

Nýja árið fer ágætlega af stað og ýmislegt spennandi í vændum, þá sér í lagi í pólitíkinni. Ísland í dag bankaði því uppá hjá Valgerði Bachmann, spámiðil og bað hana að lesa í árið 2026. Það gerir Valgerður með því að lesa í spil, stjörnumerki og skilaboð að handan.

Valgerður er með heimasíðuna alheimsorka.is og hefur lagt það í vana sinn að gera ársspár fyrir hvert ár undanfarinn rúma áratug. Hún segir nýja árið einkennast af „hugrekki og frelsi“. Nýja árinu fylgir mikill kraftur, sér í lagi í tölustafnum 6. Þá náttúrulega kvíðir maður því að veðrið verði allsvakalegt á árinu en Valgerður segir svo alls ekki vera. Hún sér snjóléttan vetur og ágætissumar.

Valgerður fær mikið af skilaboðum úr pólitíkinni, enda sveitastjórnarkosningar í vændum í vor. Hún sér sterkt hvaða meirihluti í borginni myndi hentar Reykvíkingum best.

„Hildur, Einar og Pétur,“ segir Valgerður og vísar þar í Hildi Björnsdóttur, Sjálfstæðisflokki, Einar Þorsteinsson, Framsókn og Pétur Marteinsson, sem ætlar að taka oddvitaslaginn í Samfylkingunni. Ef marka má Valgerði verður Pétur hlutskarpastur í þeim slag á móti núverandi borgarstjóra, Heiðu Björgu Hilmisdóttur.

Þá telur Valgerður að eitt af þessum þremur verði borgarstjóri og fullyrðir að best væri fyrir borgarbúa ef að Einar Þorsteinsson myndi aftur setjast í þann stól.

Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, kemur einnig sterkt upp hjá Valgerði og segir hún að hann sé að fínpússa sig og verði mildari á árinu.

Valgerður spáir ekki bara í pólitíkina heldur annað í íslensku þjóðlífi en spána í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Valgerður vinnur við ýmislegt, sem spámiðill, dáleiðslu, heilun og höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun. Þá heldur hún einnig ýmiss konar námskeið og hægt að bóka tíma hjá henni í gegnum Noona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.