„Trúið ekki þessari áróðursvél“ Agnar Már Másson skrifar 7. janúar 2026 22:25 Ríkisstjóri Minnesota skellir skömminni á ICE og Trump-stjórnina. Samett/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti kemur ICE, innflytjendaeftirliti Bandaríkjanna, til varnar eftir að fulltrúi ICE skaut í dag 37 ára bandarískan ríkisborgara til bana í Minneapolis í Minnesota. Ríkisstjóri Minnesota harmar atvikið en biðlar til íbúa að halda ró sinni, „bíta ekki á agnið“ og trúa ekki „áróðursvél“ Trump-stjórnarinnar. Ríkisstjórinn vill meina að aðgerðir ICE í borginni séu til þess fallnar að skapa óreiðu. Forsetinn tjáir sig um málið í færslu á samfélagsmiðlum. Fulltrúi ICE, innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, skaut í dag 37 ára konu, og bandarískan ríkisborgara, til bana í Suður-Minneapolis í Minnesota þar sem hún sat í bílnum sínum, að sögn yfirvalda. Ráðuneytið gaf þær skýringar að „óeirðarseggur“ hefði „vopnvætt“ ökutæki sitt og ICE-liðinn, sem hefði óttast um líf sitt, svarað með „varnarskoti“. Trump vill meina að konan hafi ekið grimmlega yfir fulltrúa ICE en af myndskeiði af vettvangi að dæma er ekki að sjá að nokkur ICE-fulltrúi hafi hafnað undir bílnum. Sjónarvottar lýstu því við staðarmiðilinn MPR að konan hefði lagt bílnum á miðri götu til að mótmæla aðgerðum lögreglunnar. Þeir segja að atvikið hafi gerst um klukkan 9.30 að staðartíma við Portland Avenue. Trump regime ICE troops murdered a US citizen, a woman in Minneapolis. She was shot point blank in the face according to witnesses. Footage shows her drive away as an ICE trooper shoots into her car window, causing her car to lose control. pic.twitter.com/ASz7lWS9y2— Anonymous (@YourAnonCentral) January 7, 2026 Á myndskeiðum sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum má sjá að minnsta kosti þrjá vopnaða ICE-liða nálgast tækið, einn þeirra reyna að opna hurðina meðan annar nálgaðist bílinn að framanverðu. Þegar bílnum var síðan ekið örlítið aftur á bak og svo aftur fram hleypti annar ICE-fulltrúinn skotum í að bílnum er hann smeygði sér undan ökutækinu. Þá virðist hann einnig hafa reynt að skjóta í gegnum hliðarrúðu bílsins. Á ljósmyndum má sjá skotfar í framrúðu bílsins. ICE-fulltrúinn liggi upp á spítala „Þessi atvik eru að gerast vegna þess að öfgavinstrið er að ógna, ráðast á og beina spjótum sínum að lögreglumönnum og fulltrúum ICE á hverjum degi,“ segir Bandaríkjaforseti. Enn fremur kveðst Trump eiga erfitt með að trúa að ICE-fulltrúinn sé enn á lífi og forsetinn segir hann liggja á sjúkrahúsi. Úr færslu Trumps í kvöld.Skjáskot/Truth Social „Drullið ykkur út“ Borgarstjóri Minneapolis og ríkisstjóri Minnestora harma atvikið og gefa lítið fyrir skýringar ICE og Heimavarnaráðuneytisins. „Drullið ykkur út úr Minneapolis,“ beindi Jacob Frey borgarstjóri til fulltrúa ICE í borginni. Hann sagði aðgerðir stofnunarinnar í Minneapolis til þess fallnar að skapa óreiðu. „Trúið ekki þessari áróðursvél,“ sagði Tim Walz ríkisstjóri á X en í gær ræsti Trump-stjórnin út tvö þúsund ICE-fulltrúa til tvíburaborganna Saint Paul og Minneapolis í rækilegri óþökk stjórnvalda þar. Tim Walz er ríkisstjóri Minnesota og var varaforsetaefni Kamölu Harris í síðustu forsetakosningum.AP Í ræðu í kvöld mælti Walz gegn því við íbúa Minnesota „að bíta á agnið“ og biðlaði til íbúa að halda ró sinni. NBC hefur eftir heimildarmanni í ICE að fulltrúum eftirlitsins sé ráðlagt að nálgast ekki bifreiðar að framanverðu og skjóta aldrei á ökutæki á ferð. Íbúar í Minneapolis bera lögregluyfirvöldum ekki ávallt fagra söguna. Aðeins nokkrum götum frá var blökkumaðurinn George Floyd myrtur árið 2020 af hvítum lögreglumanni í borginni sem var að handtaka hann vegna gruns um að hafa borgað með fölsuðum seðli. Lögreglumaðurinn þrýsti hné sínu á háls Floyd þar til hann lést. Upp úr þessu spratt bylgja mótmæla víða um Bandaríkin sem kenndu sig við Black Lives Matter en víða spunnust mótmælin svo út í óeirðir, ekki síst í Minneapolis. Mótmæli brutust út við vettvang lögregluaðgerðarinnar í dag og einhver átök voru á svæðinu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Forsetinn tjáir sig um málið í færslu á samfélagsmiðlum. Fulltrúi ICE, innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, skaut í dag 37 ára konu, og bandarískan ríkisborgara, til bana í Suður-Minneapolis í Minnesota þar sem hún sat í bílnum sínum, að sögn yfirvalda. Ráðuneytið gaf þær skýringar að „óeirðarseggur“ hefði „vopnvætt“ ökutæki sitt og ICE-liðinn, sem hefði óttast um líf sitt, svarað með „varnarskoti“. Trump vill meina að konan hafi ekið grimmlega yfir fulltrúa ICE en af myndskeiði af vettvangi að dæma er ekki að sjá að nokkur ICE-fulltrúi hafi hafnað undir bílnum. Sjónarvottar lýstu því við staðarmiðilinn MPR að konan hefði lagt bílnum á miðri götu til að mótmæla aðgerðum lögreglunnar. Þeir segja að atvikið hafi gerst um klukkan 9.30 að staðartíma við Portland Avenue. Trump regime ICE troops murdered a US citizen, a woman in Minneapolis. She was shot point blank in the face according to witnesses. Footage shows her drive away as an ICE trooper shoots into her car window, causing her car to lose control. pic.twitter.com/ASz7lWS9y2— Anonymous (@YourAnonCentral) January 7, 2026 Á myndskeiðum sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum má sjá að minnsta kosti þrjá vopnaða ICE-liða nálgast tækið, einn þeirra reyna að opna hurðina meðan annar nálgaðist bílinn að framanverðu. Þegar bílnum var síðan ekið örlítið aftur á bak og svo aftur fram hleypti annar ICE-fulltrúinn skotum í að bílnum er hann smeygði sér undan ökutækinu. Þá virðist hann einnig hafa reynt að skjóta í gegnum hliðarrúðu bílsins. Á ljósmyndum má sjá skotfar í framrúðu bílsins. ICE-fulltrúinn liggi upp á spítala „Þessi atvik eru að gerast vegna þess að öfgavinstrið er að ógna, ráðast á og beina spjótum sínum að lögreglumönnum og fulltrúum ICE á hverjum degi,“ segir Bandaríkjaforseti. Enn fremur kveðst Trump eiga erfitt með að trúa að ICE-fulltrúinn sé enn á lífi og forsetinn segir hann liggja á sjúkrahúsi. Úr færslu Trumps í kvöld.Skjáskot/Truth Social „Drullið ykkur út“ Borgarstjóri Minneapolis og ríkisstjóri Minnestora harma atvikið og gefa lítið fyrir skýringar ICE og Heimavarnaráðuneytisins. „Drullið ykkur út úr Minneapolis,“ beindi Jacob Frey borgarstjóri til fulltrúa ICE í borginni. Hann sagði aðgerðir stofnunarinnar í Minneapolis til þess fallnar að skapa óreiðu. „Trúið ekki þessari áróðursvél,“ sagði Tim Walz ríkisstjóri á X en í gær ræsti Trump-stjórnin út tvö þúsund ICE-fulltrúa til tvíburaborganna Saint Paul og Minneapolis í rækilegri óþökk stjórnvalda þar. Tim Walz er ríkisstjóri Minnesota og var varaforsetaefni Kamölu Harris í síðustu forsetakosningum.AP Í ræðu í kvöld mælti Walz gegn því við íbúa Minnesota „að bíta á agnið“ og biðlaði til íbúa að halda ró sinni. NBC hefur eftir heimildarmanni í ICE að fulltrúum eftirlitsins sé ráðlagt að nálgast ekki bifreiðar að framanverðu og skjóta aldrei á ökutæki á ferð. Íbúar í Minneapolis bera lögregluyfirvöldum ekki ávallt fagra söguna. Aðeins nokkrum götum frá var blökkumaðurinn George Floyd myrtur árið 2020 af hvítum lögreglumanni í borginni sem var að handtaka hann vegna gruns um að hafa borgað með fölsuðum seðli. Lögreglumaðurinn þrýsti hné sínu á háls Floyd þar til hann lést. Upp úr þessu spratt bylgja mótmæla víða um Bandaríkin sem kenndu sig við Black Lives Matter en víða spunnust mótmælin svo út í óeirðir, ekki síst í Minneapolis. Mótmæli brutust út við vettvang lögregluaðgerðarinnar í dag og einhver átök voru á svæðinu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent