Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Smári Jökull Jónsson skrifar 6. janúar 2026 21:18 Oddvitar Sjálfstæðisflokksins síðan 1994. Vísir/Sara Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mun í fyrsta sinn í tuttugu og átta ár stilla upp sama oddvita í tvennum borgarstjórnarkosningum í röð. Stjórnmálafræðingur segir stöðu Hildar Björnsdóttur sem oddvita sterka og að hún geti nú sett saman samhentan lista fyrir kosningar. Hildur Björnsdóttir verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningum í vor en framboðsfrestur fyrir leiðtogaprófkjör sem fyrirhugað var rann út í dag og bauð Hildur sig ein fram. Þingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson, sem lengi var orðaður við oddvitaframboð, tilkynnti snemma í morgun að hann myndi ekki bjóða sig fram. Fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í borginni ákvað í nóvember að fara í leiðtogaprófkjör og að stillt yrði upp í önnur sæti listans. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir það skynsamlega leið fyrir flokkinn. Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Ívar Fannar „Staða flokksins í skoðanakönnunum undanfarið hefur verið góð. Kosturinn við uppstillingu er sá að þá er hægt að velja samhentan lista. Það hefur töluvert borið á þeirri gagnrýni undanfarin mörg ár að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sé ekki mjög samstæður,“ sagði Ólafur í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Tíð oddvitaskipti afleiðing lélegrar atkvæðasöfnunar Í fyrsta sinn síðan 1998 mun Sjálfstæðisflokkurinn stilla upp sama oddvita tvennar kosningar í röð. Árni Sigfússon var oddviti 1994 og 1998 en síðan þá hafa Björn Bjarnason, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Halldór Halldórsson og Eyþór Arnalds öll reynt fyrir sér sem oddvitar. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins síðan 1994.Vísir/Sara Ólafur segir flokkinn hafa verið í eyðumerkurgöngu í borginni síðan 1994 að undanteknu kjörtímabilinu 2006-2010. „Þessi tíðu skipti eru afleiðing af því að leiðtogarnir þeim hefur ekki tekist að skaffa nægilega mikið af atkvæðum eða samningum í borgarstjórn til að koma flokknum í meirihluta.“ „Einhverjir verða örugglega óánægðir“ Nú þegar ljóst er að ekkert verður af fyrirhuguðu leiðtogaprófkjöri er ljóst að í fyrsta sinn síðan 2002 fer ekkert prófkjör fram hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. „Staða Hildar Björnsdóttur er sterk, hún stendur vel út af þessum góða árangri sem ég nefndi í skoðanakönnunum og nú er hún sjálfkjörin og fær væntanlega að velja töluvert með sér frambjóðendur. Hún er í kjörstöðu eiginlega.“ Hildur Björnsdóttir hefur verið og mun verða oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir/Anton Brink Sjálfstæðisflokkurinn hafi hins vegar í gegnum tíðina verið mikill prófkjörsflokkur og gjarnan sagt að þannig sé lýðræðið í flokknum sýnt. „Þannig að einhverjir verða örugglega óánægðir með það að það verði ekki prófkjör. Ég á frekar von á því menn í heildina meti það þannig að það sé skynsamlegra fyrir flokkinn að sleppa prófkjörinu og bjóða fram samhentan lista,“ sagði Ólafur að lokum. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Hildur Björnsdóttir verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningum í vor en framboðsfrestur fyrir leiðtogaprófkjör sem fyrirhugað var rann út í dag og bauð Hildur sig ein fram. Þingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson, sem lengi var orðaður við oddvitaframboð, tilkynnti snemma í morgun að hann myndi ekki bjóða sig fram. Fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í borginni ákvað í nóvember að fara í leiðtogaprófkjör og að stillt yrði upp í önnur sæti listans. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir það skynsamlega leið fyrir flokkinn. Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Ívar Fannar „Staða flokksins í skoðanakönnunum undanfarið hefur verið góð. Kosturinn við uppstillingu er sá að þá er hægt að velja samhentan lista. Það hefur töluvert borið á þeirri gagnrýni undanfarin mörg ár að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sé ekki mjög samstæður,“ sagði Ólafur í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Tíð oddvitaskipti afleiðing lélegrar atkvæðasöfnunar Í fyrsta sinn síðan 1998 mun Sjálfstæðisflokkurinn stilla upp sama oddvita tvennar kosningar í röð. Árni Sigfússon var oddviti 1994 og 1998 en síðan þá hafa Björn Bjarnason, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Halldór Halldórsson og Eyþór Arnalds öll reynt fyrir sér sem oddvitar. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins síðan 1994.Vísir/Sara Ólafur segir flokkinn hafa verið í eyðumerkurgöngu í borginni síðan 1994 að undanteknu kjörtímabilinu 2006-2010. „Þessi tíðu skipti eru afleiðing af því að leiðtogarnir þeim hefur ekki tekist að skaffa nægilega mikið af atkvæðum eða samningum í borgarstjórn til að koma flokknum í meirihluta.“ „Einhverjir verða örugglega óánægðir“ Nú þegar ljóst er að ekkert verður af fyrirhuguðu leiðtogaprófkjöri er ljóst að í fyrsta sinn síðan 2002 fer ekkert prófkjör fram hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. „Staða Hildar Björnsdóttur er sterk, hún stendur vel út af þessum góða árangri sem ég nefndi í skoðanakönnunum og nú er hún sjálfkjörin og fær væntanlega að velja töluvert með sér frambjóðendur. Hún er í kjörstöðu eiginlega.“ Hildur Björnsdóttir hefur verið og mun verða oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir/Anton Brink Sjálfstæðisflokkurinn hafi hins vegar í gegnum tíðina verið mikill prófkjörsflokkur og gjarnan sagt að þannig sé lýðræðið í flokknum sýnt. „Þannig að einhverjir verða örugglega óánægðir með það að það verði ekki prófkjör. Ég á frekar von á því menn í heildina meti það þannig að það sé skynsamlegra fyrir flokkinn að sleppa prófkjörinu og bjóða fram samhentan lista,“ sagði Ólafur að lokum.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira