Fótbolti

Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tæki­færi og nýtti það

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gonzalo Garcia fagnar hér öðru mark sínu fyrir Real Madrid í dag með miklum tilþrifum.
Gonzalo Garcia fagnar hér öðru mark sínu fyrir Real Madrid í dag með miklum tilþrifum. Getty/Florencia Tan Jun

Hinn 21 árs gamli Gonzalo Garcia hefur ekki fengið mörg tækifæri með Real Madrid á þessu tímabili en hann var hetja liðsins í spænsku deildinni í dag.

Real Madrid vann 5-1 heimasigur á Real Betis á Estadio Bernabéu og strákurinn skoraði þrennu í leiknum. Með sigrinum minnkaði Real forskot Barcelona á toppnum í fjögur stig.

Garcia skoraði fjögur mörk í sex leikjum í heimsmeistarakeppni félagsliða í sumar en hafði aðeins byrjað einn leik og spilað samtals 170 mínútur í spænsku deildinni í vetur. Hann átti eftir að skora í deildinni en bætti heldur betur úr því í dag.

Franski framherjinn og langmarkahæsti leikmaður liðsins, Kylian Mbappé, gat ekki spilað í kvöld vegna meiðsla og Xabi Alonso kallaði Garcia inn í byrjunarliðið.

Hann sá ekki eftir því. Garcia skoraði fyrst með skalla á 20. mínútu eftir fyrirgjöf frá Rodrygo. Annað markið hans var síðan frábær afgreiðsla á 50. mínútu eftir að hann tók niður sendingu frá Federico Valverde og afgreiddi boltann glæsilega í markið fyrir utan teig.

Raul Asencio skoraði síðan þriðja markið með skalla á 56. mínútu eftir aðra stoðsendingu frá Rodrygo.

Juan Hernández minnkaði muninn fyrir Betis á 66. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki.

Gonzalo Garcia var ekki hættur og innsiglaði þrennu sína eftir stoðsendingu frá Arda Güler á 83. mínútu. Það urðu lokatölurnar.

Francisco Garcia skoraði síðan fimmta og síðasta mark Real Madrid í uppbótartímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×