Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2026 08:57 Bjarnveig Birta Bjarnadóttir. Bjarnveig Birta Bjarnadóttir, rekstrarstjóri Tulipop, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fram fer þann 24. janúar næstkomandi. Í tilkynningu segir að Bjarnveig Birta sé 33 ára viðskiptafræðingur og stjórnandi. Hún starfi hjá íslenska framleiðslufyrirtækinu Tulipop en starfaði áður hjá HSE Consulting. „Bjarnveig Birta er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og M.Sc. gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Bjarnveig Birta sigraði í ungliðaprófkjöri Hallveigar, félags ungs jafnaðarfólks í Reykjavík í byrjun desember, þar sem hún og Stein Olav Romslo voru valin til að verða fulltrúar ungs fólks og fá því stuðning félagsins í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Bjarnveig Birta ólst upp í Breiðholti en býr í dag í Rimahverfi Grafarvogs ásamt eiginmanni sínum, Pétri Frey Sigurjónssyni og þremur börnum sem eru 2, 5 og 6 ára,“ segir í tilkynnunni. Vill bjóða upp á endurnýjun Haft er eftir Bjarnveigu Birtu að hún bjóði sig fram þar sem hún vilji bjóða kjósendum upp á endurnýjun. „Það vantar fleiri fulltrúa venjulegra borgarbúa, fólk sem hefur ekki verið á kafi í pólitík. Það skortir sárlega raunhæfar lausnir og fólk sem þekkir vandamálin af eigin raun til að stýra borginni, “ segir Bjarnveig Birta. „Við vitum hvað þarf að gera. Við þurfum að fjölga leikskólastarfsfólki og laða hæft fólk í störf á leikskólum. Ég á tvö börn á leikskólaaldri og ég þekki það á eigin skinni hversu mikið flækjustig það er fyrir foreldra þegar leikskólakerfið virkar ekki. Það þarf líka að huga að vellíðan ungmenna í borginni og stíga fastar til jarðar þegar kemur að áhættuhegðun. Við þurfum svo að hraða húsnæðisuppbyggingu og ráðast strax í að skipuleggja stærri uppbyggingarsvæði svo hægt sé að byggja meira, hraðar og á hagkvæmari hátt. Við þurfum Reykjavík sem virkar. Sterk samneysla, kjarninn í jafnaðarstefnunni, byggir á því að reksturinn sé í lagi og fjármunir séu nýttir á ábyrgan hátt,“ segir Bjarnveig Birta. Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Í tilkynningu segir að Bjarnveig Birta sé 33 ára viðskiptafræðingur og stjórnandi. Hún starfi hjá íslenska framleiðslufyrirtækinu Tulipop en starfaði áður hjá HSE Consulting. „Bjarnveig Birta er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og M.Sc. gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Bjarnveig Birta sigraði í ungliðaprófkjöri Hallveigar, félags ungs jafnaðarfólks í Reykjavík í byrjun desember, þar sem hún og Stein Olav Romslo voru valin til að verða fulltrúar ungs fólks og fá því stuðning félagsins í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Bjarnveig Birta ólst upp í Breiðholti en býr í dag í Rimahverfi Grafarvogs ásamt eiginmanni sínum, Pétri Frey Sigurjónssyni og þremur börnum sem eru 2, 5 og 6 ára,“ segir í tilkynnunni. Vill bjóða upp á endurnýjun Haft er eftir Bjarnveigu Birtu að hún bjóði sig fram þar sem hún vilji bjóða kjósendum upp á endurnýjun. „Það vantar fleiri fulltrúa venjulegra borgarbúa, fólk sem hefur ekki verið á kafi í pólitík. Það skortir sárlega raunhæfar lausnir og fólk sem þekkir vandamálin af eigin raun til að stýra borginni, “ segir Bjarnveig Birta. „Við vitum hvað þarf að gera. Við þurfum að fjölga leikskólastarfsfólki og laða hæft fólk í störf á leikskólum. Ég á tvö börn á leikskólaaldri og ég þekki það á eigin skinni hversu mikið flækjustig það er fyrir foreldra þegar leikskólakerfið virkar ekki. Það þarf líka að huga að vellíðan ungmenna í borginni og stíga fastar til jarðar þegar kemur að áhættuhegðun. Við þurfum svo að hraða húsnæðisuppbyggingu og ráðast strax í að skipuleggja stærri uppbyggingarsvæði svo hægt sé að byggja meira, hraðar og á hagkvæmari hátt. Við þurfum Reykjavík sem virkar. Sterk samneysla, kjarninn í jafnaðarstefnunni, byggir á því að reksturinn sé í lagi og fjármunir séu nýttir á ábyrgan hátt,“ segir Bjarnveig Birta.
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira