Innlent

Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum segjum við frá nýjum samstarfssamningi sem stjórnvöld og Geðhjálp undirrituðu í dag um rekstur á svokölluðu Skjólshúsi sem er nýtt geðheilbrigðisúrræði. 

Þá fjöllum við um umferðarslysið sem varð í gærkvöldi við Fagurhólmsmýri í Öræfum en varðstjóri hjá lögreglunni segir að tildrög þess séu til rannsóknar. Fjórir voru fluttir á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

Einnig verður rætt við náttúruvársérfræðing um ástandið á Reykjanesi en þar gæti farið að gjósa hvað úr hverju. 

Í sportpakka dagsins verður svo fjallað um HM í píluskasti sem er sannarlega að standa undir væntingum þegar kemur að spennu og dramatík. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×