Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. desember 2025 15:59 Jessica varð fyrir árásinni nálægt Kaffi Laugalæk í Laugardalnum. Samsett Leiðsögumaður var á göngu nálægt heimili sínu í Laugardalnum í Reykjavík þegar ráðist var á hana af ástæðulausu. Hún biðlar til fólks að sýna umhyggju en enginn þeirra sem voru á ferli kom henni til aðstoðar eftir árásina. Þetta er í annað skipti sem ráðist hefur verið á hana í þau sjö ár sem hún hefur búið á Íslandi. Jessica Poteet, leiðsögumaður og eigandi Sidequest: Iceland, var á göngu rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi nálægt heimili sínu í Laugardalnum. „Mér finnst gott að fara seint á kvöldin út að ganga. Ég upplifi mig mjög örugga í Reykjavík en ég er leiðsögumaður í norðurljósaferðum svo ég fer oft í göngutúr til að athuga hvort ég sjái norðurljós,“ segir Jessica í samtali við fréttastofu. „Ég var komin aftur í mitt hverfi og sá að það var maður við bíl í götunni. Ég gerði ráð fyrir því að hann væri íbúi og væri að ná í eitthvað í bílinn sinn því hann sneri aftur að húsi við götuna. En þegar ég gekk fram hjá var hann að hangsa við annan bíl.“ Jessica lýsir því hvernig í eitt augnablik náðu þau augnsambandi en hana grunaði ekkert og gekk áfram. Þá sá hún útundan sér hvernig maðurinn hljóp í áttina að henni og hún fór því sömuleiðis að ganga hraðar. „Ég stoppa þegar hann kemur fyrir hornið og lít á hann. Hann kýldi mig beint í nefið, ýtti mér á girðingu og hljóp í burtu.“ Enginn kom til aðstoðar Um fimm eða sex manns gengu fram hjá Jessicu þar sem hún stóð grátandi og blóðug á gangstéttinni og beið eftir að lögreglan kæmi á vettvang. Enginn þeirra stoppaði og athugaði hvort væri í lagi með hana. „Ég skil að klukkan var orðin margt en ég var kona, ein á ferð og grátandi. Ég held ég hafi ekki verið það ógnandi að enginn gæti athugað hvort það væri í lagi með mig,“ segir hún. Jessica deildi frásögn sinni í Facebook-hóp Laugarneshverfis og kallaði þar eftir því að fólk sýndi meiri umhyggju. „Ég vona að við getum verið hugulsamari og samúðarfyllri við nágranna okkar á komandi ári.“ Annað skipti sem hún verður fyrir líkamsárás Þegar fréttastofa náði tali af Jessicu var hún heima að hvíla sig. Hún á erfitt með að anda þar sem hnefahöggið lenti beint á nefinu hennar. Í gærkvöldið leitaði hún á bráðamóttöku Landspítalans en vegna anna var ekki hægt að mynda hana og athuga hvort nefið hefði brotnað. Jessica fékk hins vegar gögn til að undirbúa lögsókn. Að sögn Jessicu var lögreglan fljót á vettvang eftir að hún hringdi í Neyðarlínuna. Á meðan tekin var af henni skýrsla á vettvangi fann lögreglan árásarmanninn. Aðspurð segist hún íhuga að lögsækja manninn en geri sér grein fyrir að það gæti orðið að löngu og ströngu ferli. „Ég hef búið á Íslandi í sjö ár, svo þetta hljómar furðulega en ég hef áður verið fórnarlamb líkamsárásar af ástæðulausu. Það var nálægt skýli heimilislausra úti á Granda. Svo ég er enn óviss hvort ég leggi fram ákæru því ég veit að það tekur langan tíma,“ segir hún. Jessica segist þó ekki hafa upplifað sig sem óörugga eftir fyrri árásina. „Ég upplifði mig ekki sem óörugga því þetta var svo tilviljunarkennt og ég slasaðist ekki alvarlega. Ég augljóslega upplifði mig nógu örugga til að ganga um mitt eigið hverfi seint að kvöldi til. Þetta er mjög fjölskylduvænt hverfi, það eru krakkar á vappi á leið í sund eða ísbúð og ein á ferð.“ Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Jessica Poteet, leiðsögumaður og eigandi Sidequest: Iceland, var á göngu rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi nálægt heimili sínu í Laugardalnum. „Mér finnst gott að fara seint á kvöldin út að ganga. Ég upplifi mig mjög örugga í Reykjavík en ég er leiðsögumaður í norðurljósaferðum svo ég fer oft í göngutúr til að athuga hvort ég sjái norðurljós,“ segir Jessica í samtali við fréttastofu. „Ég var komin aftur í mitt hverfi og sá að það var maður við bíl í götunni. Ég gerði ráð fyrir því að hann væri íbúi og væri að ná í eitthvað í bílinn sinn því hann sneri aftur að húsi við götuna. En þegar ég gekk fram hjá var hann að hangsa við annan bíl.“ Jessica lýsir því hvernig í eitt augnablik náðu þau augnsambandi en hana grunaði ekkert og gekk áfram. Þá sá hún útundan sér hvernig maðurinn hljóp í áttina að henni og hún fór því sömuleiðis að ganga hraðar. „Ég stoppa þegar hann kemur fyrir hornið og lít á hann. Hann kýldi mig beint í nefið, ýtti mér á girðingu og hljóp í burtu.“ Enginn kom til aðstoðar Um fimm eða sex manns gengu fram hjá Jessicu þar sem hún stóð grátandi og blóðug á gangstéttinni og beið eftir að lögreglan kæmi á vettvang. Enginn þeirra stoppaði og athugaði hvort væri í lagi með hana. „Ég skil að klukkan var orðin margt en ég var kona, ein á ferð og grátandi. Ég held ég hafi ekki verið það ógnandi að enginn gæti athugað hvort það væri í lagi með mig,“ segir hún. Jessica deildi frásögn sinni í Facebook-hóp Laugarneshverfis og kallaði þar eftir því að fólk sýndi meiri umhyggju. „Ég vona að við getum verið hugulsamari og samúðarfyllri við nágranna okkar á komandi ári.“ Annað skipti sem hún verður fyrir líkamsárás Þegar fréttastofa náði tali af Jessicu var hún heima að hvíla sig. Hún á erfitt með að anda þar sem hnefahöggið lenti beint á nefinu hennar. Í gærkvöldið leitaði hún á bráðamóttöku Landspítalans en vegna anna var ekki hægt að mynda hana og athuga hvort nefið hefði brotnað. Jessica fékk hins vegar gögn til að undirbúa lögsókn. Að sögn Jessicu var lögreglan fljót á vettvang eftir að hún hringdi í Neyðarlínuna. Á meðan tekin var af henni skýrsla á vettvangi fann lögreglan árásarmanninn. Aðspurð segist hún íhuga að lögsækja manninn en geri sér grein fyrir að það gæti orðið að löngu og ströngu ferli. „Ég hef búið á Íslandi í sjö ár, svo þetta hljómar furðulega en ég hef áður verið fórnarlamb líkamsárásar af ástæðulausu. Það var nálægt skýli heimilislausra úti á Granda. Svo ég er enn óviss hvort ég leggi fram ákæru því ég veit að það tekur langan tíma,“ segir hún. Jessica segist þó ekki hafa upplifað sig sem óörugga eftir fyrri árásina. „Ég upplifði mig ekki sem óörugga því þetta var svo tilviljunarkennt og ég slasaðist ekki alvarlega. Ég augljóslega upplifði mig nógu örugga til að ganga um mitt eigið hverfi seint að kvöldi til. Þetta er mjög fjölskylduvænt hverfi, það eru krakkar á vappi á leið í sund eða ísbúð og ein á ferð.“
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira