Erlent

Minnst fimm­tán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan

Jón Þór Stefánsson skrifar
Árásin átti sér stað í borginni Mishima í Japan.
Árásin átti sér stað í borginni Mishima í Japan. Getty

Maður sem er grunaður um að stinga átta manns og skaða sjö til viðbótar með efnaárás var handekinn í Japan í dag.

Árásin átti sér stað í gúmmíverksmiðju í borginni Mishima, vestan af Tókýó.

Hinn grunaði er 38 ára gamall maður. Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir. Við áðurnefnda efnaárás mun hann hafa notað klór.

Af þeim átta sem stungnir voru eru fimm sagðir í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×