Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. desember 2025 18:54 Runólfur Ólafsson er formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Ívar Fannar Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir nýsamþykkt lög um kílómetragjald helst bitna á eigendum sparneytinna eldsneytisbíla. Hann segir breytinguna furðulega þar sem hún sé ekki í þágu vistvænna samgangna. „Við höfum verið með þetta kílómetragjald, sex krónur á rafbíla og tvær krónur á tengiltvinnbíla. Þannig að þetta er umtalsverð hækkun á kílómetragjaldinu sem slíku,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), í Reykjavík síðdegis í dag. Frumvarpið varð að lögum síðdegis í gær og taka þau gildi 1. janúar. Gjaldið fer eftir þyngd bíla en greiða þarf 6,95 krónur fyrir öll ökutæki undir 3500 kílóum. Samkvæmt greiningu FÍB mun rekstrarkostnaður sparneytinna eldsneytisbíla og tengiltvinnbíla hækka til muna. Eigendur ökutækjanna þurfa að skrá kílómetrastöðu ökutækisins að minnsta kosti einu sinni á ári, en ef það er ekki gert þarf að greiða vanskráningargjald. Reiknaður verður út áætlaður meðalakstur hvers og greiða eigendur farartækjanna mánaðarlega. „Þessar breytingar hafa þau áhrif að eyðslufrekir, þungir, stórir jeppar, pick-uppar og öflugir bílar, þeir verða með töluvert lægri rekstrarkostnað á nýju ári heldur en þeir voru með í ár,“ segir Runólfur og tekur fram að gjaldið sé þá á kostnað þeirra á minni bílum. Samhliða þessum breytingum verður vörugjald á bensínlítra og olíugjald á dísillítra fellt niður. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að dæluverð eldsneytis muni lækka strax um áramótin. „Við þekkjum það kannski allir að keisarinn tekur það sem keisarinn vill, en nú höfum við þetta. Þetta eru gríðarlega miklar breytingar og sumt af þessu er nú svolítið furðulegt því að oft er verið að flagga því að það sé verið að leggja einhverja hagræna hvata til þess að gera samgöngur vistvænni,“ segir Runólfur. Kílómetragjald Bílar Bylgjan Reykjavík síðdegis Vistvænir bílar Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Við höfum verið með þetta kílómetragjald, sex krónur á rafbíla og tvær krónur á tengiltvinnbíla. Þannig að þetta er umtalsverð hækkun á kílómetragjaldinu sem slíku,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), í Reykjavík síðdegis í dag. Frumvarpið varð að lögum síðdegis í gær og taka þau gildi 1. janúar. Gjaldið fer eftir þyngd bíla en greiða þarf 6,95 krónur fyrir öll ökutæki undir 3500 kílóum. Samkvæmt greiningu FÍB mun rekstrarkostnaður sparneytinna eldsneytisbíla og tengiltvinnbíla hækka til muna. Eigendur ökutækjanna þurfa að skrá kílómetrastöðu ökutækisins að minnsta kosti einu sinni á ári, en ef það er ekki gert þarf að greiða vanskráningargjald. Reiknaður verður út áætlaður meðalakstur hvers og greiða eigendur farartækjanna mánaðarlega. „Þessar breytingar hafa þau áhrif að eyðslufrekir, þungir, stórir jeppar, pick-uppar og öflugir bílar, þeir verða með töluvert lægri rekstrarkostnað á nýju ári heldur en þeir voru með í ár,“ segir Runólfur og tekur fram að gjaldið sé þá á kostnað þeirra á minni bílum. Samhliða þessum breytingum verður vörugjald á bensínlítra og olíugjald á dísillítra fellt niður. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að dæluverð eldsneytis muni lækka strax um áramótin. „Við þekkjum það kannski allir að keisarinn tekur það sem keisarinn vill, en nú höfum við þetta. Þetta eru gríðarlega miklar breytingar og sumt af þessu er nú svolítið furðulegt því að oft er verið að flagga því að það sé verið að leggja einhverja hagræna hvata til þess að gera samgöngur vistvænni,“ segir Runólfur.
Kílómetragjald Bílar Bylgjan Reykjavík síðdegis Vistvænir bílar Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira