Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Smári Jökull Jónsson skrifar 19. desember 2025 12:32 Frá bensínstöð Orkunnar. Vísir/Ívar Fannar Forstjóri Orkunnar segir að dæluverð eldsneytis muni lækka strax um áramótin í kjölfar þess að frumvarp um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að lagabreytingin verði nýtt til að auka álögur. Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Álíka lög hafa verið í gildi frá árinu 2024 en giltu þá einungis um rafmagns-, tengitvinn- og vetnisbíla. Eigendum allra bifreiða verður nú skylt að skrá stöðu akstursmælis að minnsta kosti einu sinni á ári en hægt verður að skrá stöðu mælis á Ísland.is en einnig hjá skoðunarfyrirtækjum sem sömuleiðis munu kanna stöðu mælis við reglubundna skoðun. Eldsneytisverð lækkar umtalsvert Samhliða upptöku kílómetragjaldsins munu lög um olíugjald falla úr gildi en kolefnisgjald jafnframt hækka. Breytingarnar munu engu að síður hafa töluverð áhrif á eldsneytisverð og samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda ætti bensínverð að lækka um rúmar 93 krónur á hvern lítra og verð díselolíu um rúmar 80 krónur. Auður Daníelsdóttir forstjóri Orkunnar segir að dæluverð muni lækka strax þann 1. janúar. „Þannig að þetta er mikil breyting sem við erum að ná utan um núna en það er ljóst að þetta mun hafa áhrif strax um áramótin,“ sagði Auður í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur Hún segir að aðrir þættir en niðurfelling olíugjaldsins hafi áhrif á eldsneytisverðið. „Við erum einmitt að taka það saman núna hversu mikið þetta verður í heild. Íblöndunarefnin sem okkur ber að hafa í bensíni og dísel mun breytast líka. Þannig að við erum bara að ná utan um það núna hversu mikið þetta mun raunverulega hafa áhrif.“ Lækkunin muni nema tugum króna á hvern lítra. Auður hvetur neytendur til að skoða skýringar sem meðal annars samtök verslunar og þjónustu hafa tekið saman um áhrif breytinganna. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að breytingarnar verði nýttar til að auka álögur á eldsneyti. „Bara alls ekki. Við munum bara breyta verðinu í takt við það sem gjöldin eru að breytast. Þannig að við erum ekki að fara að nýta þetta eitthvað. Það er alls ekki þannig,“ sagði Auður Daníelsdóttir forstjóri Orkunnar. Uppfært: Fyrirsögn og mynd fréttar var breytt til að endurspegla betur efni fréttarinnar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Bílar Bifhjól Bensín og olía Neytendur Alþingi Orkuskipti Vistvænir bílar Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Frumvarp um kílómetragjald er nú orðið að lögum en þingi var frestað í kvöld og eru þingmenn því komnir í jólafrí. Samkvæmt lögunum má nú leggja kílómetragjald á öll farartæki en hingað til hefur það aðeins verið lagt á raf- og tvinnbíla. Gjaldið er metið út frá heildarþyngd umrædds ökutækis og raunakstri samkvæmt mæli, en ökutæki undir 3500 kílóum greiða 6,95 krónur fyrir hvern kílómetra. Lögin hafa verið samþykkt en taka gildi 1. janúar. 18. desember 2025 18:59 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Álíka lög hafa verið í gildi frá árinu 2024 en giltu þá einungis um rafmagns-, tengitvinn- og vetnisbíla. Eigendum allra bifreiða verður nú skylt að skrá stöðu akstursmælis að minnsta kosti einu sinni á ári en hægt verður að skrá stöðu mælis á Ísland.is en einnig hjá skoðunarfyrirtækjum sem sömuleiðis munu kanna stöðu mælis við reglubundna skoðun. Eldsneytisverð lækkar umtalsvert Samhliða upptöku kílómetragjaldsins munu lög um olíugjald falla úr gildi en kolefnisgjald jafnframt hækka. Breytingarnar munu engu að síður hafa töluverð áhrif á eldsneytisverð og samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda ætti bensínverð að lækka um rúmar 93 krónur á hvern lítra og verð díselolíu um rúmar 80 krónur. Auður Daníelsdóttir forstjóri Orkunnar segir að dæluverð muni lækka strax þann 1. janúar. „Þannig að þetta er mikil breyting sem við erum að ná utan um núna en það er ljóst að þetta mun hafa áhrif strax um áramótin,“ sagði Auður í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur Hún segir að aðrir þættir en niðurfelling olíugjaldsins hafi áhrif á eldsneytisverðið. „Við erum einmitt að taka það saman núna hversu mikið þetta verður í heild. Íblöndunarefnin sem okkur ber að hafa í bensíni og dísel mun breytast líka. Þannig að við erum bara að ná utan um það núna hversu mikið þetta mun raunverulega hafa áhrif.“ Lækkunin muni nema tugum króna á hvern lítra. Auður hvetur neytendur til að skoða skýringar sem meðal annars samtök verslunar og þjónustu hafa tekið saman um áhrif breytinganna. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að breytingarnar verði nýttar til að auka álögur á eldsneyti. „Bara alls ekki. Við munum bara breyta verðinu í takt við það sem gjöldin eru að breytast. Þannig að við erum ekki að fara að nýta þetta eitthvað. Það er alls ekki þannig,“ sagði Auður Daníelsdóttir forstjóri Orkunnar. Uppfært: Fyrirsögn og mynd fréttar var breytt til að endurspegla betur efni fréttarinnar
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Bílar Bifhjól Bensín og olía Neytendur Alþingi Orkuskipti Vistvænir bílar Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Frumvarp um kílómetragjald er nú orðið að lögum en þingi var frestað í kvöld og eru þingmenn því komnir í jólafrí. Samkvæmt lögunum má nú leggja kílómetragjald á öll farartæki en hingað til hefur það aðeins verið lagt á raf- og tvinnbíla. Gjaldið er metið út frá heildarþyngd umrædds ökutækis og raunakstri samkvæmt mæli, en ökutæki undir 3500 kílóum greiða 6,95 krónur fyrir hvern kílómetra. Lögin hafa verið samþykkt en taka gildi 1. janúar. 18. desember 2025 18:59 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Frumvarp um kílómetragjald er nú orðið að lögum en þingi var frestað í kvöld og eru þingmenn því komnir í jólafrí. Samkvæmt lögunum má nú leggja kílómetragjald á öll farartæki en hingað til hefur það aðeins verið lagt á raf- og tvinnbíla. Gjaldið er metið út frá heildarþyngd umrædds ökutækis og raunakstri samkvæmt mæli, en ökutæki undir 3500 kílóum greiða 6,95 krónur fyrir hvern kílómetra. Lögin hafa verið samþykkt en taka gildi 1. janúar. 18. desember 2025 18:59