Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. desember 2025 14:18 Rekstrarstjóri Tungusilungs segir Vestfirðinga ekki sitja við sama borð og aðrir íbúar landsins. Landsfjórðungurinn mæti sífellt afgangi þegar komi að löggæslu, raforkuöryggi og uppbyggingu vega. Vísir/Sigurjon Hátt í þrjátíu þúsund fiskar Tungusilungs drápust í landeldi í Tálknafirði fyrir helgi eftir að rafmagni sló þar út. Rekstrarstjóri Tungusilungs segist hafa áttað sig á því að þessi staða gæti komið upp einn daginn því hann hafi ekki séð neinar framfarir í afhendingaröryggi raforku á svæðinu í áratugi. Vestfirðingar séu annars flokks þegar komi að innviðum. Tjónið fyrir Tungusilung, fjölskyldufyrirtæki í landeldi í Tálknafirði, hleypur á fimmtíu milljónum króna. Ragnar Þór Marinósson, rekstrarstjóri fyrirtækisins, segir að hafi verið á föstudaginn sem síga tók á ógæfuhliðina. „Það verður rafmagnslaust á Tálknafirði í nokkra klukkutíma, það tekur Orkubú Vestfjarða að koma inn varaafli. Og eftir að varaaflið er komið á í nokkra klukkutíma þá ákvað ég að skipta frá mínu varafli yfir á Orkubúið aftur. Þegar ég geri það þá leyfir kerfið mitt það ekki vegna þess að það virðist vera sem spennan á Orkubúskerfinu sé allt of lág þannig að tölvubúnaðurinn minn bilar við það og í raun og veru fer af stað atburðarás sem endar á því að þessir fiskar deyja.“ Á morgun verður tekin nákvæm vigtarprufa en Ragnar áætlar gróflega að hátt í þrjátíu þúsund fiskar hafi drepist. Hann var spurður hvort þetta væri ekki mikið áfall. „Það má segja það en þegar maður býr og starfar á sunnanverðum Vestfjörðum þá er eins og maður sé í stríði alla daga. Þetta er bara enn eitt atvikið í bókina.“ Vestfirðingar sitji alls ekki við sama borð og aðrir. „Þetta er í raun og veru eins og að búa í þriðja flokks ríki þegar kemur að raforkuöryggi og umferðaröryggi og öðru. Þetta er raunveruleiki sem ég var búin að átta mig á að gæti gerst og er með viðbragðsáætlanir og allt það en þetta var bara of mikið.“ Ragnari bauðst við þetta tilefni að koma skilaboðum áleiðis til stjórnvalda. „Það sem ég myndi vilja segja er ekki útvarpshæft en það er galið að við búum í landsfjórðungi þar sem við erum að skapa gríðarleg verðmæti en við virðumst sitja á hakanum með allt. Ég hef ekki séð neinar framfarir síðustu áratugi í afhendingu í öryggi á orku á sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir Ragnar Þór Marinósson. Vesturbyggð Lögreglumál Fiskeldi Landeldi Tengdar fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Um tuttugu þúsund fiskar drápust í fiskeldi í Tálknafirði á föstudag. Lögreglu á Vestfjörðum barst tilkynning þessa efnis fyrir helgi. 17. desember 2025 07:21 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Tjónið fyrir Tungusilung, fjölskyldufyrirtæki í landeldi í Tálknafirði, hleypur á fimmtíu milljónum króna. Ragnar Þór Marinósson, rekstrarstjóri fyrirtækisins, segir að hafi verið á föstudaginn sem síga tók á ógæfuhliðina. „Það verður rafmagnslaust á Tálknafirði í nokkra klukkutíma, það tekur Orkubú Vestfjarða að koma inn varaafli. Og eftir að varaaflið er komið á í nokkra klukkutíma þá ákvað ég að skipta frá mínu varafli yfir á Orkubúið aftur. Þegar ég geri það þá leyfir kerfið mitt það ekki vegna þess að það virðist vera sem spennan á Orkubúskerfinu sé allt of lág þannig að tölvubúnaðurinn minn bilar við það og í raun og veru fer af stað atburðarás sem endar á því að þessir fiskar deyja.“ Á morgun verður tekin nákvæm vigtarprufa en Ragnar áætlar gróflega að hátt í þrjátíu þúsund fiskar hafi drepist. Hann var spurður hvort þetta væri ekki mikið áfall. „Það má segja það en þegar maður býr og starfar á sunnanverðum Vestfjörðum þá er eins og maður sé í stríði alla daga. Þetta er bara enn eitt atvikið í bókina.“ Vestfirðingar sitji alls ekki við sama borð og aðrir. „Þetta er í raun og veru eins og að búa í þriðja flokks ríki þegar kemur að raforkuöryggi og umferðaröryggi og öðru. Þetta er raunveruleiki sem ég var búin að átta mig á að gæti gerst og er með viðbragðsáætlanir og allt það en þetta var bara of mikið.“ Ragnari bauðst við þetta tilefni að koma skilaboðum áleiðis til stjórnvalda. „Það sem ég myndi vilja segja er ekki útvarpshæft en það er galið að við búum í landsfjórðungi þar sem við erum að skapa gríðarleg verðmæti en við virðumst sitja á hakanum með allt. Ég hef ekki séð neinar framfarir síðustu áratugi í afhendingu í öryggi á orku á sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir Ragnar Þór Marinósson.
Vesturbyggð Lögreglumál Fiskeldi Landeldi Tengdar fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Um tuttugu þúsund fiskar drápust í fiskeldi í Tálknafirði á föstudag. Lögreglu á Vestfjörðum barst tilkynning þessa efnis fyrir helgi. 17. desember 2025 07:21 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Um tuttugu þúsund fiskar drápust í fiskeldi í Tálknafirði á föstudag. Lögreglu á Vestfjörðum barst tilkynning þessa efnis fyrir helgi. 17. desember 2025 07:21