Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. desember 2025 14:18 Rekstrarstjóri Tungusilungs segir Vestfirðinga ekki sitja við sama borð og aðrir íbúar landsins. Landsfjórðungurinn mæti sífellt afgangi þegar komi að löggæslu, raforkuöryggi og uppbyggingu vega. Vísir/Sigurjon Hátt í þrjátíu þúsund fiskar Tungusilungs drápust í landeldi í Tálknafirði fyrir helgi eftir að rafmagni sló þar út. Rekstrarstjóri Tungusilungs segist hafa áttað sig á því að þessi staða gæti komið upp einn daginn því hann hafi ekki séð neinar framfarir í afhendingaröryggi raforku á svæðinu í áratugi. Vestfirðingar séu annars flokks þegar komi að innviðum. Tjónið fyrir Tungusilung, fjölskyldufyrirtæki í landeldi í Tálknafirði, hleypur á fimmtíu milljónum króna. Ragnar Þór Marinósson, rekstrarstjóri fyrirtækisins, segir að hafi verið á föstudaginn sem síga tók á ógæfuhliðina. „Það verður rafmagnslaust á Tálknafirði í nokkra klukkutíma, það tekur Orkubú Vestfjarða að koma inn varaafli. Og eftir að varaaflið er komið á í nokkra klukkutíma þá ákvað ég að skipta frá mínu varafli yfir á Orkubúið aftur. Þegar ég geri það þá leyfir kerfið mitt það ekki vegna þess að það virðist vera sem spennan á Orkubúskerfinu sé allt of lág þannig að tölvubúnaðurinn minn bilar við það og í raun og veru fer af stað atburðarás sem endar á því að þessir fiskar deyja.“ Á morgun verður tekin nákvæm vigtarprufa en Ragnar áætlar gróflega að hátt í þrjátíu þúsund fiskar hafi drepist. Hann var spurður hvort þetta væri ekki mikið áfall. „Það má segja það en þegar maður býr og starfar á sunnanverðum Vestfjörðum þá er eins og maður sé í stríði alla daga. Þetta er bara enn eitt atvikið í bókina.“ Vestfirðingar sitji alls ekki við sama borð og aðrir. „Þetta er í raun og veru eins og að búa í þriðja flokks ríki þegar kemur að raforkuöryggi og umferðaröryggi og öðru. Þetta er raunveruleiki sem ég var búin að átta mig á að gæti gerst og er með viðbragðsáætlanir og allt það en þetta var bara of mikið.“ Ragnari bauðst við þetta tilefni að koma skilaboðum áleiðis til stjórnvalda. „Það sem ég myndi vilja segja er ekki útvarpshæft en það er galið að við búum í landsfjórðungi þar sem við erum að skapa gríðarleg verðmæti en við virðumst sitja á hakanum með allt. Ég hef ekki séð neinar framfarir síðustu áratugi í afhendingu í öryggi á orku á sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir Ragnar Þór Marinósson. Vesturbyggð Lögreglumál Fiskeldi Landeldi Tengdar fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Um tuttugu þúsund fiskar drápust í fiskeldi í Tálknafirði á föstudag. Lögreglu á Vestfjörðum barst tilkynning þessa efnis fyrir helgi. 17. desember 2025 07:21 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Tjónið fyrir Tungusilung, fjölskyldufyrirtæki í landeldi í Tálknafirði, hleypur á fimmtíu milljónum króna. Ragnar Þór Marinósson, rekstrarstjóri fyrirtækisins, segir að hafi verið á föstudaginn sem síga tók á ógæfuhliðina. „Það verður rafmagnslaust á Tálknafirði í nokkra klukkutíma, það tekur Orkubú Vestfjarða að koma inn varaafli. Og eftir að varaaflið er komið á í nokkra klukkutíma þá ákvað ég að skipta frá mínu varafli yfir á Orkubúið aftur. Þegar ég geri það þá leyfir kerfið mitt það ekki vegna þess að það virðist vera sem spennan á Orkubúskerfinu sé allt of lág þannig að tölvubúnaðurinn minn bilar við það og í raun og veru fer af stað atburðarás sem endar á því að þessir fiskar deyja.“ Á morgun verður tekin nákvæm vigtarprufa en Ragnar áætlar gróflega að hátt í þrjátíu þúsund fiskar hafi drepist. Hann var spurður hvort þetta væri ekki mikið áfall. „Það má segja það en þegar maður býr og starfar á sunnanverðum Vestfjörðum þá er eins og maður sé í stríði alla daga. Þetta er bara enn eitt atvikið í bókina.“ Vestfirðingar sitji alls ekki við sama borð og aðrir. „Þetta er í raun og veru eins og að búa í þriðja flokks ríki þegar kemur að raforkuöryggi og umferðaröryggi og öðru. Þetta er raunveruleiki sem ég var búin að átta mig á að gæti gerst og er með viðbragðsáætlanir og allt það en þetta var bara of mikið.“ Ragnari bauðst við þetta tilefni að koma skilaboðum áleiðis til stjórnvalda. „Það sem ég myndi vilja segja er ekki útvarpshæft en það er galið að við búum í landsfjórðungi þar sem við erum að skapa gríðarleg verðmæti en við virðumst sitja á hakanum með allt. Ég hef ekki séð neinar framfarir síðustu áratugi í afhendingu í öryggi á orku á sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir Ragnar Þór Marinósson.
Vesturbyggð Lögreglumál Fiskeldi Landeldi Tengdar fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Um tuttugu þúsund fiskar drápust í fiskeldi í Tálknafirði á föstudag. Lögreglu á Vestfjörðum barst tilkynning þessa efnis fyrir helgi. 17. desember 2025 07:21 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Um tuttugu þúsund fiskar drápust í fiskeldi í Tálknafirði á föstudag. Lögreglu á Vestfjörðum barst tilkynning þessa efnis fyrir helgi. 17. desember 2025 07:21