Stór mál standa enn út af Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. desember 2025 14:44 Afgreiða þarf frumvarpið um kílómetragjald fyrir áramót eigi áform ríkisstjórnarinnar að ganga eftir. Vísir/Anton Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta. Þétt dagskrá er fram undan á Alþingi í dag og raunar næstu daga. Samkvæmt starfsáætlun ætti síðasti fundardagur fyrir áramót að vera á miðvikudag en líklegt má telja að fundað verði lengur í ljósi þess að nokkur stór mál standa enn út af. Á dagskrá þingsins í dag er meðal annars önnur umræða um bandorminn svokallaða, og atkvæðagreiðsla eftir aðra umræðu um kílómetragjald á ökutæki. Þá á enn eftir að afgreiða fjárlög en þau eru ekki á dagskrá þingsins í dag. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun lýsti Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins áhyggjum af skattahækkunum sem dynji á landsmönnum eftir áramót, meðal annars í formi kílómetragjalds og breyttu vörugjaldi nýrra bíla sem eiga að skila ríkissjóði auknum tekjum. Hver einasti íbúi, hver einasta fjölskylda, hvert einasta heimili, mun finna áþreifanlega fyrir því. Það verður nefnilega minna í buddunni. Minna til skiptanna. Hættið þið bara að hækka skatta á almenning í landinu,“ sagði Guðrún. Ekki um skattahækkanir að ræða Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði ekki um skattahækkanir að ræða - heldur breytingar á gjöldum. Þá hafi kílómetragjaldið verið lengi í undirbúningi, allt frá tíð síðustu ríkisstjórnar. „Vegna þess að vitað var að það væri ekki hægt að standa undir viðhaldi á vegakerfi landsins nema eitthvað kerfi kæmi í stað olíugjaldakerfisins sem var við það að hrynja. Þetta veit háttvirtur þingmaður vel. En það er mjög vinsælt og mjög gaman að vera í minnihluta og bakka með allar ábyrgar tillögur vegna þess að maður þarf ekki lengur að svara fyrir þær, “ sagði Kristrún. Afgreiða þarf frumvarpið fyrir áramót eigi áform ríkisstjórnarinnar að ganga eftir en lög um kílómetragjald eiga að taka gildi 1. janúar næstkomandi. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kílómetragjald Skattar, tollar og gjöld Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Þétt dagskrá er fram undan á Alþingi í dag og raunar næstu daga. Samkvæmt starfsáætlun ætti síðasti fundardagur fyrir áramót að vera á miðvikudag en líklegt má telja að fundað verði lengur í ljósi þess að nokkur stór mál standa enn út af. Á dagskrá þingsins í dag er meðal annars önnur umræða um bandorminn svokallaða, og atkvæðagreiðsla eftir aðra umræðu um kílómetragjald á ökutæki. Þá á enn eftir að afgreiða fjárlög en þau eru ekki á dagskrá þingsins í dag. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun lýsti Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins áhyggjum af skattahækkunum sem dynji á landsmönnum eftir áramót, meðal annars í formi kílómetragjalds og breyttu vörugjaldi nýrra bíla sem eiga að skila ríkissjóði auknum tekjum. Hver einasti íbúi, hver einasta fjölskylda, hvert einasta heimili, mun finna áþreifanlega fyrir því. Það verður nefnilega minna í buddunni. Minna til skiptanna. Hættið þið bara að hækka skatta á almenning í landinu,“ sagði Guðrún. Ekki um skattahækkanir að ræða Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði ekki um skattahækkanir að ræða - heldur breytingar á gjöldum. Þá hafi kílómetragjaldið verið lengi í undirbúningi, allt frá tíð síðustu ríkisstjórnar. „Vegna þess að vitað var að það væri ekki hægt að standa undir viðhaldi á vegakerfi landsins nema eitthvað kerfi kæmi í stað olíugjaldakerfisins sem var við það að hrynja. Þetta veit háttvirtur þingmaður vel. En það er mjög vinsælt og mjög gaman að vera í minnihluta og bakka með allar ábyrgar tillögur vegna þess að maður þarf ekki lengur að svara fyrir þær, “ sagði Kristrún. Afgreiða þarf frumvarpið fyrir áramót eigi áform ríkisstjórnarinnar að ganga eftir en lög um kílómetragjald eiga að taka gildi 1. janúar næstkomandi.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kílómetragjald Skattar, tollar og gjöld Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira