Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. desember 2025 10:32 Brjálaðir áhorfendur brutust inn á völlinn. Ayush Kumar/Getty Images Heimsókn Lionels Messi og föruneyti hans til Indlands fór algjörlega úr böndunum í gær. Aðdáendur argentínska leikmannsins bálreiddust út í hann þegar hann lét sig hverfa snemma af svæðinu. Messi er á ferð um Indland þessa dagana og af því tilefni var reist rúmlega tuttugu metra há stytta af honum þar í landi. Rúmlega áttatíu þúsund aðdáendur hans greiddu sig inn á Salt Lake völlinn í borginni Kolkata í gær til að líta litla snillinginn augum. Indverjarnir voru spenntir að sjá Messi en sáu síðan eitthvað lítið af honum. Debajyoti Chakraborty/NurPhoto via Getty Images Andrúmsloftið var þó ekki lengi létt og skemmtilegt, heldur varð það fljótt mjög spennuþrungið, því afar fáir náðu að sjá Messi. Hann var umkringdur fólki, einhverjum öryggisvörðum en einnig indverskum ráðamönnum sem vildu vera hluti af göngunni og svo fjölskyldu og vinum sínum Luis Suarez og Rodrigo de Paul, þegar hann gekk út á völl. Congratulations to the officials, politicians, and volunteers for turning Messi's walk into your personal photo op. Meanwhile, the actual fans, the ones who funded this event with their ticket money could barely see him. pic.twitter.com/ESmi7PD4cJ— RCBIANS OFFICIAL (@RcbianOfficial) December 13, 2025 „Bara aukaleikarar allt í kringum Messi. Til hvers vorum við að mæta?... Við keyptum miða fyrir 12.000 rúpíur [um 16.000 krónur] en fengum ekki einu sinni að sjá framan í hann“ sagði einn aðdáandinn við ANI fréttastofuna. Imagine paying 12K INR for this,Global Embarrassment for India pic.twitter.com/xSz2I07O2Z— Ali Tanoli (@alitanoli889) December 13, 2025 Fljótlega fóru að heyrast köll: „Við viljum Messi!“ og aðdáendurnir espuðust snöggt. Flöskum var kastað inn á völl, sæti voru rifin úr stúkunni, áhorfendur klifruðu yfir girðingar og lögreglan réði illa við mannfjöldann. Reiðin var mikil hjá þessum Messi aðdáanda. Ayush Kumar/Getty Images Messi tókst ekki að klára göngu sína, hringinn í kringum völlinn, og lét sig hverfa innan við hálftíma eftir að hann mætti á sviðið. „Við höfum verið svikin, það er ekki hægt að segja annað. Samkvæmt dagskrá átti Messi að vera hér í einhverja tvo tíma“ sagði annar áhorfandi, gráti næst, við National Herald. #WATCH | Kolkata, West Bengal: Angry fans threw bottles and chairs from the stands at Kolkata's Salt Lake StadiumStar footballer Lionel Messi has left the Salt Lake Stadium in Kolkata.More details awaited. pic.twitter.com/mcxi6YROyr— ANI (@ANI) December 13, 2025 Dagskráin hjá Messi næstu daga telur fleiri heimsóknir, á tónleika, ungmennafótboltaleiki, padel mót og góðgerðaviðburði í borgunum Kolkata, Hyderabad, Mumbai og Nýju-Delí. Áhugavert verður að sjá hvort fleiri uppákomur verði á leiðinni eða hvort betur takist í skipulagi og öryggisgæslu. Járnstyttan sem var reist af Messi í tilefni heimsóknarinnar er sú stærsta sinnar tegundar. Enginn íþróttamaður hefur fengið jafn stóra styttu gerða af sér og styttan er mun stærri en sú sem var reist til heiðurs Diegos Maradona í sömu borg. En líkt og með fræga brons styttu af Cristiano Ronaldo, sem var reist í Portúgal, virðist myndhöggvaranum ekki hafa tekist vel að fanga andlitsdrætti leikmannsins. A statue of Lionel Messi has been built in Kolkata, India 🗽🏆It's estimated to stand around 70 feet tall 😳 pic.twitter.com/aAsqaxTh9N— LiveScore (@livescore) December 12, 2025 Fótbolti Bandaríski fótboltinn Indland Styttur og útilistaverk Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Messi er á ferð um Indland þessa dagana og af því tilefni var reist rúmlega tuttugu metra há stytta af honum þar í landi. Rúmlega áttatíu þúsund aðdáendur hans greiddu sig inn á Salt Lake völlinn í borginni Kolkata í gær til að líta litla snillinginn augum. Indverjarnir voru spenntir að sjá Messi en sáu síðan eitthvað lítið af honum. Debajyoti Chakraborty/NurPhoto via Getty Images Andrúmsloftið var þó ekki lengi létt og skemmtilegt, heldur varð það fljótt mjög spennuþrungið, því afar fáir náðu að sjá Messi. Hann var umkringdur fólki, einhverjum öryggisvörðum en einnig indverskum ráðamönnum sem vildu vera hluti af göngunni og svo fjölskyldu og vinum sínum Luis Suarez og Rodrigo de Paul, þegar hann gekk út á völl. Congratulations to the officials, politicians, and volunteers for turning Messi's walk into your personal photo op. Meanwhile, the actual fans, the ones who funded this event with their ticket money could barely see him. pic.twitter.com/ESmi7PD4cJ— RCBIANS OFFICIAL (@RcbianOfficial) December 13, 2025 „Bara aukaleikarar allt í kringum Messi. Til hvers vorum við að mæta?... Við keyptum miða fyrir 12.000 rúpíur [um 16.000 krónur] en fengum ekki einu sinni að sjá framan í hann“ sagði einn aðdáandinn við ANI fréttastofuna. Imagine paying 12K INR for this,Global Embarrassment for India pic.twitter.com/xSz2I07O2Z— Ali Tanoli (@alitanoli889) December 13, 2025 Fljótlega fóru að heyrast köll: „Við viljum Messi!“ og aðdáendurnir espuðust snöggt. Flöskum var kastað inn á völl, sæti voru rifin úr stúkunni, áhorfendur klifruðu yfir girðingar og lögreglan réði illa við mannfjöldann. Reiðin var mikil hjá þessum Messi aðdáanda. Ayush Kumar/Getty Images Messi tókst ekki að klára göngu sína, hringinn í kringum völlinn, og lét sig hverfa innan við hálftíma eftir að hann mætti á sviðið. „Við höfum verið svikin, það er ekki hægt að segja annað. Samkvæmt dagskrá átti Messi að vera hér í einhverja tvo tíma“ sagði annar áhorfandi, gráti næst, við National Herald. #WATCH | Kolkata, West Bengal: Angry fans threw bottles and chairs from the stands at Kolkata's Salt Lake StadiumStar footballer Lionel Messi has left the Salt Lake Stadium in Kolkata.More details awaited. pic.twitter.com/mcxi6YROyr— ANI (@ANI) December 13, 2025 Dagskráin hjá Messi næstu daga telur fleiri heimsóknir, á tónleika, ungmennafótboltaleiki, padel mót og góðgerðaviðburði í borgunum Kolkata, Hyderabad, Mumbai og Nýju-Delí. Áhugavert verður að sjá hvort fleiri uppákomur verði á leiðinni eða hvort betur takist í skipulagi og öryggisgæslu. Járnstyttan sem var reist af Messi í tilefni heimsóknarinnar er sú stærsta sinnar tegundar. Enginn íþróttamaður hefur fengið jafn stóra styttu gerða af sér og styttan er mun stærri en sú sem var reist til heiðurs Diegos Maradona í sömu borg. En líkt og með fræga brons styttu af Cristiano Ronaldo, sem var reist í Portúgal, virðist myndhöggvaranum ekki hafa tekist vel að fanga andlitsdrætti leikmannsins. A statue of Lionel Messi has been built in Kolkata, India 🗽🏆It's estimated to stand around 70 feet tall 😳 pic.twitter.com/aAsqaxTh9N— LiveScore (@livescore) December 12, 2025
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Indland Styttur og útilistaverk Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira