Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. desember 2025 12:05 Margir liggja heima í kósýfötum þessa dagana og glíma við inflúensuna. Getty Inflúensufaraldurinn er enn á uppleið og segir sóttvarnalæknir erfitt að segja til um hvenær hann nái hámarki. Þá megi búast við að seinni bylgja inflúensunnar taki við eftir áramótin og að hún gangi jafnvel ekki niður fyrr en í mars. Í síðustu viku greindust 116 með inflúensuna. Um var að ræða fólk á öllum aldri. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir nokkuð um alvarleg veikindi, en 27 voru með inflúensuna á Landspítalanum í síðustu viku. „Þetta er ennþá á uppleið, þannig að það er ekki hægt að spá nákvæmlega hvenær toppinum er náð, en það er oftast svona í janúar. Við verðum bara að sjá til. Það er mikil útbreiðsla og það er allur aldur sem er að sýkjast og verða veikur, líka börn, ung börn.“ Hún segir miður að ekki hafi verið nógu mikið um bólusetningar. Þá verði veikindin alvarlegri enda dragi bólusetningar úr alvarleika veikinda. „Þó maður jafnvel smitist þá verður maður ekki eins veikur.“ Guðrún segir fólk vera að veikjast núna við inflúensu af tegund A, en jafnan komi tegund B síðar þá. „Hún kemur oft seinna og svona langdregið, jafnvel fram í mars, apríl og tegund B leggst oft meira á börnin en fullorðna, þannig að þetta er ekki endilega búið enn. Það er ekki hægt að spá alveg fyrir um hvernig þetta verður,“ segir Guðrún. Hún mælir með því að fólk fari varlega, noti almennar sóttvarnir og hugi að hreinlæti og umgengni. Fólk sem ekki er búið að láta bólusetja sig er hvatt til þess. „Það er auðvitað minna til af bóluefni eftir því sem lengra líður. Bóluefnið fer hratt út og það fer í ákveðna forgangsröð til heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila fyrst og síðan til annarra aðila og svo er það svona gefið frjálst í desember. Þannig að það er kannski ekki mikið eftir,“ segir Guðrún. Þannig hafi hún ekki nákvæma yfirsýn yfir stöðuna á bóluefninu. „En ef að fólk getur fengið bólusetningu, þá hvetjum við til þess.“ Heilbrigðismál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Í síðustu viku greindust 116 með inflúensuna. Um var að ræða fólk á öllum aldri. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir nokkuð um alvarleg veikindi, en 27 voru með inflúensuna á Landspítalanum í síðustu viku. „Þetta er ennþá á uppleið, þannig að það er ekki hægt að spá nákvæmlega hvenær toppinum er náð, en það er oftast svona í janúar. Við verðum bara að sjá til. Það er mikil útbreiðsla og það er allur aldur sem er að sýkjast og verða veikur, líka börn, ung börn.“ Hún segir miður að ekki hafi verið nógu mikið um bólusetningar. Þá verði veikindin alvarlegri enda dragi bólusetningar úr alvarleika veikinda. „Þó maður jafnvel smitist þá verður maður ekki eins veikur.“ Guðrún segir fólk vera að veikjast núna við inflúensu af tegund A, en jafnan komi tegund B síðar þá. „Hún kemur oft seinna og svona langdregið, jafnvel fram í mars, apríl og tegund B leggst oft meira á börnin en fullorðna, þannig að þetta er ekki endilega búið enn. Það er ekki hægt að spá alveg fyrir um hvernig þetta verður,“ segir Guðrún. Hún mælir með því að fólk fari varlega, noti almennar sóttvarnir og hugi að hreinlæti og umgengni. Fólk sem ekki er búið að láta bólusetja sig er hvatt til þess. „Það er auðvitað minna til af bóluefni eftir því sem lengra líður. Bóluefnið fer hratt út og það fer í ákveðna forgangsröð til heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila fyrst og síðan til annarra aðila og svo er það svona gefið frjálst í desember. Þannig að það er kannski ekki mikið eftir,“ segir Guðrún. Þannig hafi hún ekki nákvæma yfirsýn yfir stöðuna á bóluefninu. „En ef að fólk getur fengið bólusetningu, þá hvetjum við til þess.“
Heilbrigðismál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira