Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2025 21:32 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Julia Demaree Nikhinson Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ógnaði öryggi hermanna með því að ræða yfirvofandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Það gerði hann í einkasíma sínum gegnum samskiptaforritið Signal, en blaðamaður var í einum hópnum sem Hegseth var í og var honum bætt í hópinn fyrir mistök. Innri endurskoðandi ráðuneytisins birti í dag skýrslu um málið þar sem notkun embættismanna í varnarmálaráðuneytinu á símum og forritum sem ekki eru sérstaklega heimiluð er gagnrýnd. Bæði vegna öryggis og vegna þess að þessi notkun gerir erfiðara að varðveita skjöl og samskipti, eins og embættismenn eiga að gera samkvæmt lögum. Í skýrslunni, sem finna má hér, segir að Hegseth hafi umboð til að svipta leynd af leynilegum upplýsingum og þar á meðal þeim upplýsingum sem hann deildi á Signal. Hins vegar sé ljóst að með því að segja frá yfirvofandi árásum hafi hann brotið gegn reglum ráðuneytisins um meðferð leynilegra upplýsinga og að það hefði getað sett hermenn í hættu. Sagði embættismönnum og blaðamanni frá árásunum Nokkrum dögum áður en árásir Bandaríkjamanna á Húta hófust í mars fékk blaðamaðurinn Jeffrey Goldberg, frá Atlantic, skilaboð um að Mike Waltz, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, vildi eiga samskipti við hann. Tveimur dögum síðar var búið að bæta honum í spjallhóp með Walz, Hegseth, Marco Rubio, utanríkisráðherra, JD Vance, varaforseta, Tulsi Gabbard, yfirmanni leyniþjónusta Bandaríkjanna, Scott Bessent, fjármálaráðherra, John Ratcliffe, yfirmanni CIA, Steve Witkoff, erindreka Trumps gagnvart Mið-Austurlöndum og Úkraínu, og fleirum. Þar ræddu þessir hæst settu embættismenn Bandaríkjanna yfirvofandi árásir á Húta, vegna árása þeirra á flutningaskip á Rauðahafi og á Ísrael. Þeir gagnrýndu einnig Evrópu í samtalinu. Áður en árásirnar hófust, sagði Hegseth í hópnum að þær væru yfirvofandi. Hegseth stofnaði einnig annan spjallhóp með þrettán manns. Þar á meðal eiginkonu hans og bróður, þar sem hann deildi einnig upplýsingum um árásirnar. Sjá einnig: Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Meðal þeirra upplýsinga sem Hegseth veitti í hópnum voru hvenær árásirnar yrðu gerðar, hve umfangsmiklar þær yrðu og hvaða vopn og hvaða flugvélar yrðu notaðar. Í áðurnefndri skýrslu segir að ef þessar upplýsingar hefðu endað hjá Hútum hefðu þeir getað brugðist við með því að flytja menn og hergögn undan árásunum og með því að mögulega undirbúa loftvarnir sínar betur. Neitaði að ræða við rannsakendur Hegseth neitaði viðtali við rannsókn innri endurskoðenda ráðuneytisins. Hann sendi þess í stað stutta yfirlýsingu vegna rannsóknarinnar þar sem hann sagðist ekki hafa deilt leynilegum upplýsingum með neinum og þar að auki hefði hann heimild til að deila leynilegum upplýsingum. Hann hélt því einnig fram að upplýsingarnar hefðu ekki getað sett hermenn í hættu, þar sem hann tiltók ekki nákvæmlega hvar stæði til að varpa sprengjum og á hvaða skotmörk. Viðbrögð þingmanna við skýrslunni hafa að mestu leyti fylgt flokkslínum, þar sem Repúblikanar hafa komið Hegseth til varnar og Demókratar hafa gagnrýnt hann. Meðal þess sem Demókratar hafa sagt er að ef aðrir hefðu gert það sama, eins og venjulegir hermenn, hefðu þeir verið reknir hið snarasta. Bandaríkin Donald Trump Jemen Tengdar fréttir Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Umdeild árás á bát sem sagður er hafa verið notaður til að flytja fíkniefni um Karíbahaf var fullkomlega lögleg, samkvæmt talskonu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún segir Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, ekki hafa gefið skipunina, heldur hafi það verið Frank M. Bradley, aðmíráll, sem leiðir sérsveitir Bandaríkjanna (SOCOM), sem hafi gert það. 1. desember 2025 21:17 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Innri endurskoðandi ráðuneytisins birti í dag skýrslu um málið þar sem notkun embættismanna í varnarmálaráðuneytinu á símum og forritum sem ekki eru sérstaklega heimiluð er gagnrýnd. Bæði vegna öryggis og vegna þess að þessi notkun gerir erfiðara að varðveita skjöl og samskipti, eins og embættismenn eiga að gera samkvæmt lögum. Í skýrslunni, sem finna má hér, segir að Hegseth hafi umboð til að svipta leynd af leynilegum upplýsingum og þar á meðal þeim upplýsingum sem hann deildi á Signal. Hins vegar sé ljóst að með því að segja frá yfirvofandi árásum hafi hann brotið gegn reglum ráðuneytisins um meðferð leynilegra upplýsinga og að það hefði getað sett hermenn í hættu. Sagði embættismönnum og blaðamanni frá árásunum Nokkrum dögum áður en árásir Bandaríkjamanna á Húta hófust í mars fékk blaðamaðurinn Jeffrey Goldberg, frá Atlantic, skilaboð um að Mike Waltz, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, vildi eiga samskipti við hann. Tveimur dögum síðar var búið að bæta honum í spjallhóp með Walz, Hegseth, Marco Rubio, utanríkisráðherra, JD Vance, varaforseta, Tulsi Gabbard, yfirmanni leyniþjónusta Bandaríkjanna, Scott Bessent, fjármálaráðherra, John Ratcliffe, yfirmanni CIA, Steve Witkoff, erindreka Trumps gagnvart Mið-Austurlöndum og Úkraínu, og fleirum. Þar ræddu þessir hæst settu embættismenn Bandaríkjanna yfirvofandi árásir á Húta, vegna árása þeirra á flutningaskip á Rauðahafi og á Ísrael. Þeir gagnrýndu einnig Evrópu í samtalinu. Áður en árásirnar hófust, sagði Hegseth í hópnum að þær væru yfirvofandi. Hegseth stofnaði einnig annan spjallhóp með þrettán manns. Þar á meðal eiginkonu hans og bróður, þar sem hann deildi einnig upplýsingum um árásirnar. Sjá einnig: Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Meðal þeirra upplýsinga sem Hegseth veitti í hópnum voru hvenær árásirnar yrðu gerðar, hve umfangsmiklar þær yrðu og hvaða vopn og hvaða flugvélar yrðu notaðar. Í áðurnefndri skýrslu segir að ef þessar upplýsingar hefðu endað hjá Hútum hefðu þeir getað brugðist við með því að flytja menn og hergögn undan árásunum og með því að mögulega undirbúa loftvarnir sínar betur. Neitaði að ræða við rannsakendur Hegseth neitaði viðtali við rannsókn innri endurskoðenda ráðuneytisins. Hann sendi þess í stað stutta yfirlýsingu vegna rannsóknarinnar þar sem hann sagðist ekki hafa deilt leynilegum upplýsingum með neinum og þar að auki hefði hann heimild til að deila leynilegum upplýsingum. Hann hélt því einnig fram að upplýsingarnar hefðu ekki getað sett hermenn í hættu, þar sem hann tiltók ekki nákvæmlega hvar stæði til að varpa sprengjum og á hvaða skotmörk. Viðbrögð þingmanna við skýrslunni hafa að mestu leyti fylgt flokkslínum, þar sem Repúblikanar hafa komið Hegseth til varnar og Demókratar hafa gagnrýnt hann. Meðal þess sem Demókratar hafa sagt er að ef aðrir hefðu gert það sama, eins og venjulegir hermenn, hefðu þeir verið reknir hið snarasta.
Bandaríkin Donald Trump Jemen Tengdar fréttir Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Umdeild árás á bát sem sagður er hafa verið notaður til að flytja fíkniefni um Karíbahaf var fullkomlega lögleg, samkvæmt talskonu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún segir Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, ekki hafa gefið skipunina, heldur hafi það verið Frank M. Bradley, aðmíráll, sem leiðir sérsveitir Bandaríkjanna (SOCOM), sem hafi gert það. 1. desember 2025 21:17 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Umdeild árás á bát sem sagður er hafa verið notaður til að flytja fíkniefni um Karíbahaf var fullkomlega lögleg, samkvæmt talskonu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún segir Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, ekki hafa gefið skipunina, heldur hafi það verið Frank M. Bradley, aðmíráll, sem leiðir sérsveitir Bandaríkjanna (SOCOM), sem hafi gert það. 1. desember 2025 21:17