Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. desember 2025 17:07 Úlfar Lúðvíksson hefur lagt einkennisklæðin á hilluna. Vísir Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn hvort hann muni sækjast eftir embætti ríkislögreglustjóra sem nú er auglýst. Þá segist hann alltaf hafa verið rammpólitískur en enginn hafi komið að tali við hann um framboð. „Ég er auðvitað rammpólitískur ef því er að skipta. Ef við horfum til að mynda til höfuðborgarinnar, mér þykir vænt um Reykjavík, ég er fæddur hér og uppalinn. Síðasta ár og misseri þá hefur þessari borg verið afskaplega illa stjórnað. Það er svona mín ástæða,“ segir Úlfar í Reykjavík síðdegis. Enginn hafi rætt við hann um framboð hingað til. Talið barst einnig að embætti ríkislögreglustjóra sem er nú auglýst. Úlfar segist ætla að gefa sér tíma til að ákveða hvort hann sækist eftir embættinu. „Hann þarf að vera reynslumikill, hann þarf að vera ákveðinn og hann þarf að hafa einhverja framtíðarsýn,“ segir hann aðspurður hvaða eiginleikum ríkislögreglustjóri þurfi að búa yfir. Herra Ísland Úlfar sinnti embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum lengi vel þar til Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti honum að hann yrði ekki skipaður aftur. Úlfar lét því samstundis af störfum og segir í viðtalinu að Þorbjörg hafi með þeirri ákvörðun sent mjög skýr skilaboð. „Mín sýn ef ég horfi til baka, núna hálft ár síðan ég lauk störfum þarna suður frá, í mínum augum fór illa saman að á sama tíma og ráðherra kynnir mér að hún ætli að auglýsa mína stöðu, að þá skömmu síðar býður hún mér að flytjast austur á firði í starf lögreglustjóra þar. Mér finnst þetta nú einhvern veginn ekki alveg fara saman. Þannig ég brást nú þannig við að ég óskaði eftir starfslokum bara daginn eftir,“ segir hann. Málefni landamæra voru því á borði Úlfars meðan hann starfaði á Suðurnesjunum. „Það er kerfisbundið eftirlit á ytri landamærunum. Hver og einn sem kemur á ytri landamærin, við getum nú talað um Breta og Bandaríkjamenn, þarf að framvísa vegabréfi. En því er ekki að skipta á innri landamærunum, þannig að innri landamærin eru opin. Um 450 milljónir eiga greiðan aðgang inn í landið og þetta hefur verið vandamál,“ segir hann. „Ef ég væri herra Ísland, þá værum við ekki í Schengen.“ Ástæðan séu ákveðnir öryggisþættir. Hann telur það mikilvægt fyrir sjálfstæða þjóð að hafa fullt eftirlit og stjórn á eigin landamærum og eins hverjum sé hleypt inn í landið og hverjir hljóta vegabréfsáritun. Til að mynda ætti að horfa til ETA-kerfis Breta eða fyrirkomulags Bandaríkjamanna. Vill einfalda kerfið Meðal breytinga sem Úlfar myndi ráðast í yrði hann ríkislögreglustjóri væri að einfalda kerfið þar sem að á Íslandi býr afar fámennt samfélag. „Ég gæti séð fyrir mér að landinu yrði skipt upp í fjögur umdæmi og fyrir hverju umdæmi færi einn lögreglustjóri. Hann aftur á móti myndi sækja sitt vald til ríkislögreglustjóra, sem sagt ráðningarsambandið yrði við hann en ekki ráðherra, til að einfalda kerfið,“ segir Úlfar. Reykjavík Lögreglan Landamæri Reykjavík síðdegis Bylgjan Sveitarstjórnarkosningar 2026 Skipun ríkislögreglustjóra Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
„Ég er auðvitað rammpólitískur ef því er að skipta. Ef við horfum til að mynda til höfuðborgarinnar, mér þykir vænt um Reykjavík, ég er fæddur hér og uppalinn. Síðasta ár og misseri þá hefur þessari borg verið afskaplega illa stjórnað. Það er svona mín ástæða,“ segir Úlfar í Reykjavík síðdegis. Enginn hafi rætt við hann um framboð hingað til. Talið barst einnig að embætti ríkislögreglustjóra sem er nú auglýst. Úlfar segist ætla að gefa sér tíma til að ákveða hvort hann sækist eftir embættinu. „Hann þarf að vera reynslumikill, hann þarf að vera ákveðinn og hann þarf að hafa einhverja framtíðarsýn,“ segir hann aðspurður hvaða eiginleikum ríkislögreglustjóri þurfi að búa yfir. Herra Ísland Úlfar sinnti embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum lengi vel þar til Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti honum að hann yrði ekki skipaður aftur. Úlfar lét því samstundis af störfum og segir í viðtalinu að Þorbjörg hafi með þeirri ákvörðun sent mjög skýr skilaboð. „Mín sýn ef ég horfi til baka, núna hálft ár síðan ég lauk störfum þarna suður frá, í mínum augum fór illa saman að á sama tíma og ráðherra kynnir mér að hún ætli að auglýsa mína stöðu, að þá skömmu síðar býður hún mér að flytjast austur á firði í starf lögreglustjóra þar. Mér finnst þetta nú einhvern veginn ekki alveg fara saman. Þannig ég brást nú þannig við að ég óskaði eftir starfslokum bara daginn eftir,“ segir hann. Málefni landamæra voru því á borði Úlfars meðan hann starfaði á Suðurnesjunum. „Það er kerfisbundið eftirlit á ytri landamærunum. Hver og einn sem kemur á ytri landamærin, við getum nú talað um Breta og Bandaríkjamenn, þarf að framvísa vegabréfi. En því er ekki að skipta á innri landamærunum, þannig að innri landamærin eru opin. Um 450 milljónir eiga greiðan aðgang inn í landið og þetta hefur verið vandamál,“ segir hann. „Ef ég væri herra Ísland, þá værum við ekki í Schengen.“ Ástæðan séu ákveðnir öryggisþættir. Hann telur það mikilvægt fyrir sjálfstæða þjóð að hafa fullt eftirlit og stjórn á eigin landamærum og eins hverjum sé hleypt inn í landið og hverjir hljóta vegabréfsáritun. Til að mynda ætti að horfa til ETA-kerfis Breta eða fyrirkomulags Bandaríkjamanna. Vill einfalda kerfið Meðal breytinga sem Úlfar myndi ráðast í yrði hann ríkislögreglustjóri væri að einfalda kerfið þar sem að á Íslandi býr afar fámennt samfélag. „Ég gæti séð fyrir mér að landinu yrði skipt upp í fjögur umdæmi og fyrir hverju umdæmi færi einn lögreglustjóri. Hann aftur á móti myndi sækja sitt vald til ríkislögreglustjóra, sem sagt ráðningarsambandið yrði við hann en ekki ráðherra, til að einfalda kerfið,“ segir Úlfar.
Reykjavík Lögreglan Landamæri Reykjavík síðdegis Bylgjan Sveitarstjórnarkosningar 2026 Skipun ríkislögreglustjóra Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira