Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2025 09:57 Ársæll hefur verið skólastjóri í Borgarholtsskóla frá árinu 2016. Vísir Fulltrúar úr fráfarandi skólanefnd Borgarholtskóla skora á mennta- og barnamálaráðherra að falla frá ákvörðun sinni um að framlengja ekki skipunartíma Ársæls Guðmundssonar skólameistara skólans. Fulltrúar sem setið hafa í skólanefndinni telja ákvörðun ráðherra órökstudda og án aðdraganda auk þess sem þau gruni að með ákvörðun sinni sé ráðherra að refsa Ársæli fyrir gagnrýni sem hann hafi haldið á lofti um áform stjórnvalda um málefni framhaldsskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjórum fulltrúum sem voru í skólanefnd Borgarholtsskóla. Yfirlýsingin er viðbragð við ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, um að auglýsa stöðu skólameistara í Borgó og framlengja ekki skipun Ársæls. „Undirrituð störfuðu með Ársæli Guðmundssyni skólameistara í skólanefnd Borgarholtsskóla síðastliðin fjögur ár. Það fer ekki fram hjá neinum að þar er á ferðinni mikill skólamaður og baráttumaður fyrir íslenskt menntakerfi. Ársæll hefur unnið á vettvangi menntamála í hartnær 40 ár og víða lagt hönd á plóg. Ákvörðun ráðherra kemur okkur í opna skjöldu, ákvörðun sem tekin er án aðdraganda og án þess að röksemdir fylgi ákvörðuninni. Ráðherra ætlar að auglýsa embættið og neitarþar með að framlengja starfssamning Ársæls, þvert á það sem hefur viðgengist á þessum vettvangi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Undir hana rita Fanný Gunnarsdóttir fv. formaður skólanefndar, Grétar Halldór Gunnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson og Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans eru þau fjögur af fimm fulltrúum í skólanefnd. Þau telji einnig að stjórnendur skólans hafi leyst vel úr fjölmörgum áskorunum sem þurft hafi að leysa, til að mynda við móttöku hóps nemenda með fjölþættan vanda þrátt fyrir skort á fjármögnun. Þá hafi verið sett á laggirnar ný deild í pípulögnum þrátt fyrir skort á húsnæði og stjórnendur almennt sinnt hlutverki sínu af prýði. „Því miður læðist að okkur sá grunur að skelegg afstaða Ársæls í haust þegar hann gagnrýndi opinberlega hugmyndir ráðherra sem boðaði verulegar breytingar á stjórnun og skipulagi framhaldsskólanna hafi haft áhrif eða ráðið þessari ákvörðun. Getur það verið að skólameistara sé refsað fyrir það að hafa aðra sýn en ráðherra, sýn sem byggir á áratugalangri reynslu af rekstri framhaldsskóla? Ef svo er – þá er það hættuleg þróun. Aðrir skólameistarar hljóta að staldra við og hugsa sinn gang,“ segir í yfirlýsingunni. „Að lokum hvetjum við ráðherra til að endurmeta ákvörðun sína, íslenskt menntakerfi hefur ekki efni á að missa af vettvangi skólamann eins og Ársæl Guðmundsson.“ Framhaldsskólar Stjórnsýsla Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Reykjavík Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjórum fulltrúum sem voru í skólanefnd Borgarholtsskóla. Yfirlýsingin er viðbragð við ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, um að auglýsa stöðu skólameistara í Borgó og framlengja ekki skipun Ársæls. „Undirrituð störfuðu með Ársæli Guðmundssyni skólameistara í skólanefnd Borgarholtsskóla síðastliðin fjögur ár. Það fer ekki fram hjá neinum að þar er á ferðinni mikill skólamaður og baráttumaður fyrir íslenskt menntakerfi. Ársæll hefur unnið á vettvangi menntamála í hartnær 40 ár og víða lagt hönd á plóg. Ákvörðun ráðherra kemur okkur í opna skjöldu, ákvörðun sem tekin er án aðdraganda og án þess að röksemdir fylgi ákvörðuninni. Ráðherra ætlar að auglýsa embættið og neitarþar með að framlengja starfssamning Ársæls, þvert á það sem hefur viðgengist á þessum vettvangi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Sjá einnig: Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Undir hana rita Fanný Gunnarsdóttir fv. formaður skólanefndar, Grétar Halldór Gunnarsson, Ívar Atli Sigurjónsson og Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans eru þau fjögur af fimm fulltrúum í skólanefnd. Þau telji einnig að stjórnendur skólans hafi leyst vel úr fjölmörgum áskorunum sem þurft hafi að leysa, til að mynda við móttöku hóps nemenda með fjölþættan vanda þrátt fyrir skort á fjármögnun. Þá hafi verið sett á laggirnar ný deild í pípulögnum þrátt fyrir skort á húsnæði og stjórnendur almennt sinnt hlutverki sínu af prýði. „Því miður læðist að okkur sá grunur að skelegg afstaða Ársæls í haust þegar hann gagnrýndi opinberlega hugmyndir ráðherra sem boðaði verulegar breytingar á stjórnun og skipulagi framhaldsskólanna hafi haft áhrif eða ráðið þessari ákvörðun. Getur það verið að skólameistara sé refsað fyrir það að hafa aðra sýn en ráðherra, sýn sem byggir á áratugalangri reynslu af rekstri framhaldsskóla? Ef svo er – þá er það hættuleg þróun. Aðrir skólameistarar hljóta að staldra við og hugsa sinn gang,“ segir í yfirlýsingunni. „Að lokum hvetjum við ráðherra til að endurmeta ákvörðun sína, íslenskt menntakerfi hefur ekki efni á að missa af vettvangi skólamann eins og Ársæl Guðmundsson.“
Framhaldsskólar Stjórnsýsla Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Reykjavík Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira