Erlent

Lög­regla vaktar hægðir meints skart­gripaþjófs

Kjartan Kjartansson skrifar
Umdæmisdómstóll í Auckland í Nýja-Sjálandi. Meinti þjófurinn á að koma næst fyrir dómara í næstu viku.
Umdæmisdómstóll í Auckland í Nýja-Sjálandi. Meinti þjófurinn á að koma næst fyrir dómara í næstu viku. AP/Bevan Read/Fairfax NZ

Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunna í Auckland á Nýja-Sjálandi grunaður um að hafa reynt að stela rándýru hálsmeni með því að gleypa það. Lögreglumenn bíða þess enn átekta að þjófurinn skili hálsmeninu af sér.

Meinti þjófurinn var handtekinn í versluninni og var leiddur fyrir dómara um helgina. Þýfið hefur enn ekki skilað sér og í millitíðinni hefur lögreglumaður það verkefni að fylgjast með þjófnum hverja stundu þar til meltingarkerfi mannsins skilar því á endanum.

„Í ljósi þess að maðurinn er í haldi lögreglunnar höfum við skyldu til að fylgja með honum í ljósi kringumstæðna,“ segir Grae Anderson, rannsóknalögreglumaður hjá lögreglunni í Auckland.

Hálsmenið sem maðurinn er sakaður um að hafa reynt að smygla út úr skartgripaverslun með því að gleypa var er metið á hátt í tvær og hálfa milljón íslenskra króna.

Leikmunur úr James Bond-myndinni Octopussy áður en hann fór á uppboð árið 2022.Vísir/Getty

Það var inni í Fabergé-eggi sem er sagt innblásið af James Bond-myndinni „Octopussy“. Í henni vindur Bond ofan af smyglhring sem notar meðal annars svikið Fabergé-egg. Fimmtíu egg af þessu tagi voru framleidd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×