Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga Lovísa Arnardóttir skrifar 2. desember 2025 13:27 Gott er í dag og næstu daga að hjóla í stað þess að keyra bíl ef hægt er. Vísir/Vilhelm Almenningur er hvattur til að draga úr notkun einkabílsins og nota vistvænar samgöngur í dag og næstu daga. Styrkur svifryks (PM10) mældist hár í mælistöð við Grensásveg í borginni í kjölfar morgunumferðar í dag. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir því að styrkur þess verði einnig hár í síðdegisumferðinni vegna þess að vindur er hægur, götur þurrar og ekki líkur á úrkomu. Gert er ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga og því líkur á að styrkur svifryks verði áfram hár og þjóðvegir í þéttbýli og helstu stofngötur verða því rykbundnar í nótt til að draga úr uppþyrlun. Rykbinding er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar. Í tilkynningu borgarinnar eru þau sem eru viðkvæm fyrir í öndunarfærum, aldraðir og börn hvött til að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðargatna. Nota vistvænar samgöngur Þá er almenningur hvattur, í dag og næstu daga, til þess að draga úr notkun einkabílsins ef unnt er, geyma ferðir sem ekki eru aðkallandi, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Skorað er á fyrirtæki að hvetja starfsfólk til að vinna fjarvinnu sé þess kostur og draga úr akstri ef hægt er. Loftgæði um klukkan 13:25 í dag. Loftgæði.is Í tilkynningu kemur fram að klukkan 10:00 hafi klukkustundargildi svifryks við Grensásveg verið 186,3 míkrógrömm á rúmmetra og 80,3 míkrógrömm á rúmmetra klukkan 12. Svifryksgildi hafa einnig verið há í mælistöð í Dalsmára í Kópavogi og var hæsta tíu mínútna gildið 153,9 míkrógrömm á rúmmetra klukkan 11:40. Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs hefur einnig verið hækkaður í sömu mælistöðvum samkvæmt tilkynningunni. Fylgjast náið með Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk miðast við 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring fyrir PM 10 (svifagnir um 10 míkrógrömm að stærð). Helsti uppruni svifryks er uppspænt malbik, sót aðallega frá dísilbruna, jarðvegsagnir, salt, aska og fleira. Reykjavík Loftgæði Umhverfismál Börn og uppeldi Eldri borgarar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Gert er ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga og því líkur á að styrkur svifryks verði áfram hár og þjóðvegir í þéttbýli og helstu stofngötur verða því rykbundnar í nótt til að draga úr uppþyrlun. Rykbinding er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar. Í tilkynningu borgarinnar eru þau sem eru viðkvæm fyrir í öndunarfærum, aldraðir og börn hvött til að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðargatna. Nota vistvænar samgöngur Þá er almenningur hvattur, í dag og næstu daga, til þess að draga úr notkun einkabílsins ef unnt er, geyma ferðir sem ekki eru aðkallandi, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Skorað er á fyrirtæki að hvetja starfsfólk til að vinna fjarvinnu sé þess kostur og draga úr akstri ef hægt er. Loftgæði um klukkan 13:25 í dag. Loftgæði.is Í tilkynningu kemur fram að klukkan 10:00 hafi klukkustundargildi svifryks við Grensásveg verið 186,3 míkrógrömm á rúmmetra og 80,3 míkrógrömm á rúmmetra klukkan 12. Svifryksgildi hafa einnig verið há í mælistöð í Dalsmára í Kópavogi og var hæsta tíu mínútna gildið 153,9 míkrógrömm á rúmmetra klukkan 11:40. Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs hefur einnig verið hækkaður í sömu mælistöðvum samkvæmt tilkynningunni. Fylgjast náið með Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk miðast við 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring fyrir PM 10 (svifagnir um 10 míkrógrömm að stærð). Helsti uppruni svifryks er uppspænt malbik, sót aðallega frá dísilbruna, jarðvegsagnir, salt, aska og fleira.
Reykjavík Loftgæði Umhverfismál Börn og uppeldi Eldri borgarar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira