Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Agnar Már Másson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 26. nóvember 2025 20:00 Viðbraðgsaðilar á vettvagi, nokkrum húsum frá Hvíta húsinu. AP Tveir einkennisklæddir hermenn í þjóðvarðliði Bandaríkjanna eru í lífshættu eftir að hafa verið skotnir skammt frá Hvíta húsinu í miðbæ Washington D.C. rétt fyrir klukkan 20 á íslenskum tíma. Meintur árásarmaður hefur verið handtekinn en hann er einnig særður. Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfestir þetta á samfélagsmiðlum. Kristi Noem heimavarnaráðherra segir að yfirvöld vinni náið með viðbragðsaðilum á svæðinu. Árásin átti sér stað rétt fyrir klukkan 15 að staðartíma. Tugir viðbragðsaðila eru á vettvangi skotárásarinnar, sem varð á gatnamótum 17th Street NW og I Street, sem er aðeins einni götu frá Hvíta húsinu. Lögreglan í borginni bendir fólki á að forðast svæðið. „Dýrið sem skaut þjóðvarðliðana tvo, sem báðir eru í lífshættu á sitthvorum spítalanum, er einnig afar sært, en mun þrátt fyrir það fá að gjalda afar þungt,“ skrifar þjóðarleiðtoginn á samfélagsmiðlinum Truth Social. Þyrla á vettvangi árásarinnar.AP „Guð blessi okkar frábæra þjóðvarðlið og alla í hernum og lögreglunni. Þetta er frábært fólk að sönnu. Ég, sem forseti Bandaríkjanna, auk allra annarra sem tengjast forsetaembættinu, er með ykkur!“ Rauða blaðran á kortinu merkir vettvang árásarinnar. Skjáskot/Google Maps Trump í Flórída Karoline Leavitte, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir í yfirlýsingu að ráðamenn séu meðvitaðir um málið og „fylgist grannt með þessu hörmulega ástandi.“ Leavitt segir enn fremur að forsetinn hafi verið upplýstur um málið en hann er staddur í heimaríki sínu, Flórída, þar sem hann heldur upp á þakkargjörðarhátíð Bandaríkjamanna. Umdeild viðvera þjóðvarðliða Viðvera þjóðvarðliða í Washington hefur verið umdeild. Trump ræsti þá út í ágúst til að stemma stigu við meinta glæpaöldu í borginni og lagði löggæslu í borgini undir alríkisstjórn. Þjóðvarðlið Bandaríkjanna er sérstakt hernaðarafl sem er bæði á forræði ríkja og forsetaembættisins. Liðið er einnig hluti af af varaliði Bandaríkjahers. Yfirleitt heyra þjóðvarðliðar undir ríkisstjóra og þeir ræstir út til að bregðast við náttúruhamförum en einnig borgaralegum óeirðum, eins og gert var víða í landinu í Black Lives Matter mótmælunum 2020. Forsetinn getur einnig ræst út þjóðvarðlið við sérstakt tilefni, svo sem gert var þegar ráðist var á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. Í síðustu viku dæmdi dómari í Washington að ákvörðun Trumps væri líklegast ólögleg, einkum þar sem fjöldi þjóðvarðliða hafði verið ræstur út frá öðrum ríkjum. Dómarinn skipaði því Trump-stjórninni að draga þjóðvarðliðana til baka en réttaráhrifum var frestað til 11. desember. Frétt hefur verið uppfærð. Ath. Í fyrri útgáfu af fréttinni kom fram að hinn grunaði hefði verið felldur. Hið rétta er að hann hafi verið handtekinn, samkvæmt fjölmiðlum i Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfestir þetta á samfélagsmiðlum. Kristi Noem heimavarnaráðherra segir að yfirvöld vinni náið með viðbragðsaðilum á svæðinu. Árásin átti sér stað rétt fyrir klukkan 15 að staðartíma. Tugir viðbragðsaðila eru á vettvangi skotárásarinnar, sem varð á gatnamótum 17th Street NW og I Street, sem er aðeins einni götu frá Hvíta húsinu. Lögreglan í borginni bendir fólki á að forðast svæðið. „Dýrið sem skaut þjóðvarðliðana tvo, sem báðir eru í lífshættu á sitthvorum spítalanum, er einnig afar sært, en mun þrátt fyrir það fá að gjalda afar þungt,“ skrifar þjóðarleiðtoginn á samfélagsmiðlinum Truth Social. Þyrla á vettvangi árásarinnar.AP „Guð blessi okkar frábæra þjóðvarðlið og alla í hernum og lögreglunni. Þetta er frábært fólk að sönnu. Ég, sem forseti Bandaríkjanna, auk allra annarra sem tengjast forsetaembættinu, er með ykkur!“ Rauða blaðran á kortinu merkir vettvang árásarinnar. Skjáskot/Google Maps Trump í Flórída Karoline Leavitte, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir í yfirlýsingu að ráðamenn séu meðvitaðir um málið og „fylgist grannt með þessu hörmulega ástandi.“ Leavitt segir enn fremur að forsetinn hafi verið upplýstur um málið en hann er staddur í heimaríki sínu, Flórída, þar sem hann heldur upp á þakkargjörðarhátíð Bandaríkjamanna. Umdeild viðvera þjóðvarðliða Viðvera þjóðvarðliða í Washington hefur verið umdeild. Trump ræsti þá út í ágúst til að stemma stigu við meinta glæpaöldu í borginni og lagði löggæslu í borgini undir alríkisstjórn. Þjóðvarðlið Bandaríkjanna er sérstakt hernaðarafl sem er bæði á forræði ríkja og forsetaembættisins. Liðið er einnig hluti af af varaliði Bandaríkjahers. Yfirleitt heyra þjóðvarðliðar undir ríkisstjóra og þeir ræstir út til að bregðast við náttúruhamförum en einnig borgaralegum óeirðum, eins og gert var víða í landinu í Black Lives Matter mótmælunum 2020. Forsetinn getur einnig ræst út þjóðvarðlið við sérstakt tilefni, svo sem gert var þegar ráðist var á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. Í síðustu viku dæmdi dómari í Washington að ákvörðun Trumps væri líklegast ólögleg, einkum þar sem fjöldi þjóðvarðliða hafði verið ræstur út frá öðrum ríkjum. Dómarinn skipaði því Trump-stjórninni að draga þjóðvarðliðana til baka en réttaráhrifum var frestað til 11. desember. Frétt hefur verið uppfærð. Ath. Í fyrri útgáfu af fréttinni kom fram að hinn grunaði hefði verið felldur. Hið rétta er að hann hafi verið handtekinn, samkvæmt fjölmiðlum i Bandaríkjunum.
Þjóðvarðlið Bandaríkjanna er sérstakt hernaðarafl sem er bæði á forræði ríkja og forsetaembættisins. Liðið er einnig hluti af af varaliði Bandaríkjahers. Yfirleitt heyra þjóðvarðliðar undir ríkisstjóra og þeir ræstir út til að bregðast við náttúruhamförum en einnig borgaralegum óeirðum, eins og gert var víða í landinu í Black Lives Matter mótmælunum 2020. Forsetinn getur einnig ræst út þjóðvarðlið við sérstakt tilefni, svo sem gert var þegar ráðist var á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira