Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. nóvember 2025 23:15 Heiðar Guðjónsson fjárfestir. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Sýnar, segir að vaxtagreiðslur af skuldum ríkisins séu meiri en heildarkostnaðurinn við stærsta útgjaldalið ríkisins, rekstur Landspítalans. Skuldir ríkisins séu gríðarlega miklar, en mikil mistök hafi verið að reka ríkissjóð með halla í uppgangi og hagvexti áranna eftir heimsfaraldurinn. Heiðar mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir skuldastöðu ríkissjóðs og fleiri efnahagsmál. Skuldasöfnun hafi haldið áfram eftir heimsfaraldur Heiðar segir að mikil mistök hafi verið að reka ríkið með halla árin eftir heimsfaraldurinn. „Maður skilur að í kringum Grindavíkureldana, þá hafi komið ákveðið áfall. En hagvöxtur hérna árið 2022 var með miklum ágætum. Hann var næstum því tíu prósent og var sex prósent 2023. Svo er hann búinn að vera þrjú til fimm prósent síðan. Þannig að það sé verið að reka ríkið með halla í svona uppgangi eru mikil mistök.“ 125 milljarðar í vaxtagreiðslur Heiðar segir að íslenska ríkið skuldi í kringum 2.500 milljarða, en inn í þær tölur vanti sem ekki eru rétt færðar í bókhaldið þar sem þær eru ófjármagnaðar lífeyrisskuldir. Einnig sé nýbúið að skrifa upp á útgjöld til varnarmála sem eiga að verða 1,5 prósent af þjóðarframleiðslu, 80 milljarðar á ári, sem séu ófjármögnuð. „Þannig að þetta eru að minnsta kosti 2500 milljarðar, þannig ef við erum að borga vexti af því, og við skoðum bara meðaltal síðustu ára, þegar verið var að gefa út ríkisskuldabréf, þá er það yfir fimm prósent. Þannig fimm prósent af 2.500 milljörðum er meira en 125 milljarðar.“ „Ef við setjum þá tölu í samhengi, þá er það meira en stærsti útgjaldaliður ríkisins, sem er að reka Landspítalann. Bara vaxtagreiðslurnar reka heilbrigðiskerfið.“ Skuld í dag sé skattur á morgun Heiðar segir það bót í máli að lífeyrissjóðirnir á Íslandi eigi meginþorran af þessum skuldum ríkisins. „En það er þá kannski kynslóðamál, vegna þess að eldra fólkið er að fá vextina af þessu og yngra fólkið mun borga vextina í framtíðinni. Vegna þess að skuld í dag er skattur á morgun, það eru framtíðarskattgreiðendur sem munu greiða þetta.“ Mikilvægt sé að ná skuldunum niður. „Ríkið rekur sig fyrst og fremst á því að innheimta skatta af okkur og fyrirtækjum, og ef þeir eru farnir að skulda í ofanálag, þá þarf bara að innheimta meiri skatta hjá okkur og fyrirtækjunum til að standa undir því.“ „Þá smám saman gerist það að hið opinbera tekur yfir hagkerfið. Það verður minni atvinnurekstur, það verður minni atvinna og lægri skattstofn, þannig þetta er mjög hættulegur leikur.“ Ríkið geti ýmislegt gert til að ná niður þessum skuldum. „Það er einfalt mál að hagræða í ríkisrekstrinum. Það sem skilar strax árangri er auðvitað sala ríkiseigna. Það á að selja Landsvirkjun og Landsnet, selja hluta af Isavia og svo framvegis. Þá er hægt að minnka skuldirnar um helming á örskömmum tíma.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Bylgjan Rekstur hins opinbera Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Heiðar mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir skuldastöðu ríkissjóðs og fleiri efnahagsmál. Skuldasöfnun hafi haldið áfram eftir heimsfaraldur Heiðar segir að mikil mistök hafi verið að reka ríkið með halla árin eftir heimsfaraldurinn. „Maður skilur að í kringum Grindavíkureldana, þá hafi komið ákveðið áfall. En hagvöxtur hérna árið 2022 var með miklum ágætum. Hann var næstum því tíu prósent og var sex prósent 2023. Svo er hann búinn að vera þrjú til fimm prósent síðan. Þannig að það sé verið að reka ríkið með halla í svona uppgangi eru mikil mistök.“ 125 milljarðar í vaxtagreiðslur Heiðar segir að íslenska ríkið skuldi í kringum 2.500 milljarða, en inn í þær tölur vanti sem ekki eru rétt færðar í bókhaldið þar sem þær eru ófjármagnaðar lífeyrisskuldir. Einnig sé nýbúið að skrifa upp á útgjöld til varnarmála sem eiga að verða 1,5 prósent af þjóðarframleiðslu, 80 milljarðar á ári, sem séu ófjármögnuð. „Þannig að þetta eru að minnsta kosti 2500 milljarðar, þannig ef við erum að borga vexti af því, og við skoðum bara meðaltal síðustu ára, þegar verið var að gefa út ríkisskuldabréf, þá er það yfir fimm prósent. Þannig fimm prósent af 2.500 milljörðum er meira en 125 milljarðar.“ „Ef við setjum þá tölu í samhengi, þá er það meira en stærsti útgjaldaliður ríkisins, sem er að reka Landspítalann. Bara vaxtagreiðslurnar reka heilbrigðiskerfið.“ Skuld í dag sé skattur á morgun Heiðar segir það bót í máli að lífeyrissjóðirnir á Íslandi eigi meginþorran af þessum skuldum ríkisins. „En það er þá kannski kynslóðamál, vegna þess að eldra fólkið er að fá vextina af þessu og yngra fólkið mun borga vextina í framtíðinni. Vegna þess að skuld í dag er skattur á morgun, það eru framtíðarskattgreiðendur sem munu greiða þetta.“ Mikilvægt sé að ná skuldunum niður. „Ríkið rekur sig fyrst og fremst á því að innheimta skatta af okkur og fyrirtækjum, og ef þeir eru farnir að skulda í ofanálag, þá þarf bara að innheimta meiri skatta hjá okkur og fyrirtækjunum til að standa undir því.“ „Þá smám saman gerist það að hið opinbera tekur yfir hagkerfið. Það verður minni atvinnurekstur, það verður minni atvinna og lægri skattstofn, þannig þetta er mjög hættulegur leikur.“ Ríkið geti ýmislegt gert til að ná niður þessum skuldum. „Það er einfalt mál að hagræða í ríkisrekstrinum. Það sem skilar strax árangri er auðvitað sala ríkiseigna. Það á að selja Landsvirkjun og Landsnet, selja hluta af Isavia og svo framvegis. Þá er hægt að minnka skuldirnar um helming á örskömmum tíma.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Bylgjan Rekstur hins opinbera Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira