Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2025 21:00 Arne Slot þarf að finna lausnir á slæmu gengi Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Sigur gegn PSV á morgun kæmi liðinu hins vegar í mjög góð mál í Meistaradeild Evrópu. Getty/Molly Darlington Englandsmeistarar Liverpool eru aðeins í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Arsenal, og knattspyrnustjórinn Arne Slot kennir sjálfum sér um stöðuna. Liðið mætir PSV í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Liverpool er í fínum málum í Meistaradeildinni eftir þrjá sigra í fjórum leikjum en tvö 3-0 töp í röð í úrvalsdeildinni, gegn Nottingham Forest og Manchester City, sýna að ekki er allt með felldu hjá meisturunum sem fóru mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. „Sjálfstraustið er ekki vandamálið hérna. Við verðum að hjálpa okkur að verjast betur. Við erum ekki að gera neitt mikið öðruvísi með boltann frá því á síðustu leiktíð en mörkin sem við fáum á okkur eru það,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn við PSV. Liverpool hefur skorað 18 mörk í úrvalsdeildinni á leiktíðinni en fengið á sig 20, og tapað sex af tólf deildarleikjum sínum til þessa. 🚨 Arne Slot: “I take the responsibility, I feel guilty for it. As a manager I try to lead by example and try even harder."“To be honest I didn't expect to be in this situation, the way we go about it tactically and the quality of players we have”. pic.twitter.com/qFaVBzKtyr— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 25, 2025 „Ég er búinn að segja það margoft að við finnum aldrei fullnægjandi afsakanir fyrir þessari frammistöðu. Þetta er eitthvað sem hvorki ég né félagið bjóst við, né nokkur annar. En þetta er kannski besta félagið sem lent gæti í svona. Því erfiðari sem hlutirnir verða því meira saman stendur félagið. Fjöldinn af mörkum sem við höfum fengið á okkur er eiginlega fáránlegur fyrir félag eins og okkur. Við fáum á okkur fleiri mörk en á síðustu leiktíð. Á sama tíma á síðustu leiktíð höfðum við ekki fengið á okkur mark úr föstu leikatriði en núna eru þau níu talsins,“ sagði Slot en Hollendingurinn kenndi ekki neinum um nema sjálfum sér: „Ég axla ábyrgð á þessu. Ég kenni sjálfum mér um þetta. Sem knattspyrnustjóri reyni ég að ganga á undan með góðu fordæmi og leggja mig enn betur fram. Satt best að segja bjóst ég ekki við að vera í þessari stöðu, miðað við hvernig við nálgumst leikina taktískt og gæðin í leikmannahópnum.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira
Liverpool er í fínum málum í Meistaradeildinni eftir þrjá sigra í fjórum leikjum en tvö 3-0 töp í röð í úrvalsdeildinni, gegn Nottingham Forest og Manchester City, sýna að ekki er allt með felldu hjá meisturunum sem fóru mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. „Sjálfstraustið er ekki vandamálið hérna. Við verðum að hjálpa okkur að verjast betur. Við erum ekki að gera neitt mikið öðruvísi með boltann frá því á síðustu leiktíð en mörkin sem við fáum á okkur eru það,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn við PSV. Liverpool hefur skorað 18 mörk í úrvalsdeildinni á leiktíðinni en fengið á sig 20, og tapað sex af tólf deildarleikjum sínum til þessa. 🚨 Arne Slot: “I take the responsibility, I feel guilty for it. As a manager I try to lead by example and try even harder."“To be honest I didn't expect to be in this situation, the way we go about it tactically and the quality of players we have”. pic.twitter.com/qFaVBzKtyr— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 25, 2025 „Ég er búinn að segja það margoft að við finnum aldrei fullnægjandi afsakanir fyrir þessari frammistöðu. Þetta er eitthvað sem hvorki ég né félagið bjóst við, né nokkur annar. En þetta er kannski besta félagið sem lent gæti í svona. Því erfiðari sem hlutirnir verða því meira saman stendur félagið. Fjöldinn af mörkum sem við höfum fengið á okkur er eiginlega fáránlegur fyrir félag eins og okkur. Við fáum á okkur fleiri mörk en á síðustu leiktíð. Á sama tíma á síðustu leiktíð höfðum við ekki fengið á okkur mark úr föstu leikatriði en núna eru þau níu talsins,“ sagði Slot en Hollendingurinn kenndi ekki neinum um nema sjálfum sér: „Ég axla ábyrgð á þessu. Ég kenni sjálfum mér um þetta. Sem knattspyrnustjóri reyni ég að ganga á undan með góðu fordæmi og leggja mig enn betur fram. Satt best að segja bjóst ég ekki við að vera í þessari stöðu, miðað við hvernig við nálgumst leikina taktískt og gæðin í leikmannahópnum.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira