„Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2025 10:00 Helgi Hjörvar fyrrverandi þingmaður varð sér úti um gervigreindarsólgleraugu fyrir tveimur vikum. Vísir/Ívar Fannar Ný sólgleraugu tæknirisans Meta eru óvænt bragarbót fyrir sjónskerta, þrátt fyrir að hafa ekki verið hönnuð fyrir þá. Blindur maður, sem hefur notað gleraugun í tvær vikur, segir þau byltingu. Honum líði eins og persónu í James Bond mynd. Tæknirisinn Meta fór í haust að selja sólgleraugu sem framleidd eru í samstarfi við Ray-ban sem búin eru myndavélum og gervigreind. Gleraugun eru ekki til sölu hér á landi og eru ekki útbúin fyrir íslenskan markað en Helgi Hjörvar, fyrrverandi þingmaður, varð sér úti um gleraugun fyrir tveimur vikum síðan eftir krókaleiðum. „Þau eru gerð fyrir sjáandi þannig að þú stýrir þeim með röddinni og færð upplýsingar í eyrað þannig að það er mjög þægilegt fyrir sjáandi fólk en alveg geggjuð tækni fyrir mig því þá get ég gefið allar skipanir með röddinni og fengið allar upplýsingar í eyrað,“ segir Helgi. Lýsa umhverfinu og lesa á skilti Myndavélarnar er hægt að nota til að taka myndir og myndbönd en einnig er hægt að fá gervigreindina í gleraugunum til að lýsa því sem verið er að horfa á, eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Hann getur eins fengið gleraugun til að lesa á skilti fyrir sig og leiðbeina sér með lyftuhnappa. Helgi var nýlega á ferðalagi í Istanbúl í Tyrklandi, þar sem hann gat fengið gleraugun til að lýsa fyrir sér Ægisif, þegar hann stóð fyrir framan mannvirkið. Alger bylting Meta er í samstarfi við fyrirtæki sem heitir Be my eyes, sem er með mörg þúsund sjálfboðaliða um allan heim. Helgi getur hringt á sjálfboðaliða í gegnum gleraugun og gefið honum aðgang að myndavélinni, þannig að sjálfboðaliðinn sjái í gegnum gleraugun. „Ég get þá beðið sjáandi manneskju sem er stödd allt annars staðar en ég, ef ég er einn einhvers staðar, um að líta á símann sinn og segja mér hvað ég er að horfa á,“ segir Helgi. Þetta hlýtur að vera algjör bylting fyrir þig? „Algjörlega! Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd.“ Helgi væntir þess að með tímanum fari gervigreindin að skilja íslensku og tæknin batni enn frekar. „En hún er nú þegar bara algjörlega stórkostleg.“ Tækni Málefni fatlaðs fólks Meta Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Tæknirisinn Meta fór í haust að selja sólgleraugu sem framleidd eru í samstarfi við Ray-ban sem búin eru myndavélum og gervigreind. Gleraugun eru ekki til sölu hér á landi og eru ekki útbúin fyrir íslenskan markað en Helgi Hjörvar, fyrrverandi þingmaður, varð sér úti um gleraugun fyrir tveimur vikum síðan eftir krókaleiðum. „Þau eru gerð fyrir sjáandi þannig að þú stýrir þeim með röddinni og færð upplýsingar í eyrað þannig að það er mjög þægilegt fyrir sjáandi fólk en alveg geggjuð tækni fyrir mig því þá get ég gefið allar skipanir með röddinni og fengið allar upplýsingar í eyrað,“ segir Helgi. Lýsa umhverfinu og lesa á skilti Myndavélarnar er hægt að nota til að taka myndir og myndbönd en einnig er hægt að fá gervigreindina í gleraugunum til að lýsa því sem verið er að horfa á, eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Hann getur eins fengið gleraugun til að lesa á skilti fyrir sig og leiðbeina sér með lyftuhnappa. Helgi var nýlega á ferðalagi í Istanbúl í Tyrklandi, þar sem hann gat fengið gleraugun til að lýsa fyrir sér Ægisif, þegar hann stóð fyrir framan mannvirkið. Alger bylting Meta er í samstarfi við fyrirtæki sem heitir Be my eyes, sem er með mörg þúsund sjálfboðaliða um allan heim. Helgi getur hringt á sjálfboðaliða í gegnum gleraugun og gefið honum aðgang að myndavélinni, þannig að sjálfboðaliðinn sjái í gegnum gleraugun. „Ég get þá beðið sjáandi manneskju sem er stödd allt annars staðar en ég, ef ég er einn einhvers staðar, um að líta á símann sinn og segja mér hvað ég er að horfa á,“ segir Helgi. Þetta hlýtur að vera algjör bylting fyrir þig? „Algjörlega! Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd.“ Helgi væntir þess að með tímanum fari gervigreindin að skilja íslensku og tæknin batni enn frekar. „En hún er nú þegar bara algjörlega stórkostleg.“
Tækni Málefni fatlaðs fólks Meta Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira