Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2025 16:50 Snæbjörn Guðmundsson er formaður Náttúrugriða. Landsvirkjun vildi auka afköst Sigöldustöðvar í 200 megavött úr 150 megavöttum. Vísir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi leyfi fyrir stækkun Sigöldustöðvar. Ástæðan er sú að áhrif stækkunarinnar á gæði vatns voru ekki metin í umhverfismati stækkunarinnar. Í fréttatilkynningu Náttúrugriða, náttúruverndarsamtaka sem kærðu veitingu framkvæmdaleyfisins, segir að hreppsnefnd Ásahrepps hafi veitt framkvæmdaleyfið í febrúar síðastliðnum, að undangengnu virkjunarleyfi Orkustofnunar, auk þess sem forsætisráðherra hafi samþykkt framkvæmdina á sínum tíma. Ógildingin þýði að nú séu stækkunarframkvæmdir óheimilar. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar byggi á því að við meðferð málsins hjá Landsvirkjun og stjórnvöldum í umhverfismati á stækkun virkjunarinnar hafi ekki verið lagt mat á áhrif framkvæmdanna á gæði vatns. Um sé að ræða Sigölduvirkjun í Tungnaá, sunnan Þórisvatns sem gangsett var og hefur framleitt rafmagn síðan 1978. Upphaflegu virkjunarframkvæmdirnar séu því frá því fyrir gildistöku fyrstu laga hér á landi um umhverfismat. Við undirbúning stækkunar komi hins vegar þættir sem nú eru í lögum til skoðunar, meðal annars hvaða áhrif stækkunin hefur á gæði vatns. Því komi lög um stjórn vatnamála frá 2011 til skoðunar. Eftir þeim hafi ekki verið farið af framkvæmdaraðila og leyfisveitendum. Afleiðingin af því sé ógilding framkvæmdaleyfisins. Gættu ekki að lögum Með stækkuninni hafi ætlunin verið að auka afl en ekki framleiðslu og umhverfismat stækkunarinnar sjálfrar hafi farið fram seinni part árs 2023 án þess að gætt væri að gildandi lögum. „Nú þarf framkvæmdaaðilinn að gæta að settum lögum, áður en lengra er haldið. Það breytir ekki því að Sigölduvirkjun er í þjóðlendu, og það er ámælisvert að forsætisráðherra sem falin er gæsla þeirrar eignar þjóðarinnar, hafi ekki stöðvað málið á sínum tíma með vísan til þeirra laga sem úrskurðarnefndin vísar til í úrskurði sínum í gær.“ Í úrskurðinum sé einnig fundið að því að sérfræðiálit sem Hafrannsóknarstofnun gerði fyrir framkvæmdaraðila hafi ekki verið í samræmi við lög, að því er varðar flokkun í svokölluð manngerð eða mikið breytt vatnshlot. Jafnframt segi að afstaða Umhverfisstofnunar hafi verið óskýr að því leyti. Tímamótaúrskurður „Í stuttu máli er hér um tímamótaúrskurð að ræða í íslenskri stjórnsýslu, þar sem skýr niðurstaða er um að í umhverfismati þýði ekki að koma sér hjá ákvæðum laga um stjórn vatnamála. Dómurinn er því fordæmisgefandi og styrkir lýðræðislegan rétt almennings til þátttöku í ákvörðunum.“ Úrskurðurinn komi ekki á óvart, enda komi hann í framhaldi fjölda dóma sem gengið hafi í Evrópu undanfarinn áratug, þar sem strangar kröfur hafi verið gerðar til umhverfismats, ekki síst þegar framkvæmdir hafa áhrif á vatn. En það eigi einnig við um aðra þætti, svo sem loftslag. Skemmst sé að minnast ógildingar áfrýjunardómstóls í Noregi á leyfum til vinnslu olíu fyrir réttri viku, þar sem í umhverfismati hefði ekki verið lagt mat á áhrif notkunar jarðefnanna á andrúmsloftið. Orkumál Ásahreppur Úrskurðar- og kærunefndir Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Í fréttatilkynningu Náttúrugriða, náttúruverndarsamtaka sem kærðu veitingu framkvæmdaleyfisins, segir að hreppsnefnd Ásahrepps hafi veitt framkvæmdaleyfið í febrúar síðastliðnum, að undangengnu virkjunarleyfi Orkustofnunar, auk þess sem forsætisráðherra hafi samþykkt framkvæmdina á sínum tíma. Ógildingin þýði að nú séu stækkunarframkvæmdir óheimilar. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar byggi á því að við meðferð málsins hjá Landsvirkjun og stjórnvöldum í umhverfismati á stækkun virkjunarinnar hafi ekki verið lagt mat á áhrif framkvæmdanna á gæði vatns. Um sé að ræða Sigölduvirkjun í Tungnaá, sunnan Þórisvatns sem gangsett var og hefur framleitt rafmagn síðan 1978. Upphaflegu virkjunarframkvæmdirnar séu því frá því fyrir gildistöku fyrstu laga hér á landi um umhverfismat. Við undirbúning stækkunar komi hins vegar þættir sem nú eru í lögum til skoðunar, meðal annars hvaða áhrif stækkunin hefur á gæði vatns. Því komi lög um stjórn vatnamála frá 2011 til skoðunar. Eftir þeim hafi ekki verið farið af framkvæmdaraðila og leyfisveitendum. Afleiðingin af því sé ógilding framkvæmdaleyfisins. Gættu ekki að lögum Með stækkuninni hafi ætlunin verið að auka afl en ekki framleiðslu og umhverfismat stækkunarinnar sjálfrar hafi farið fram seinni part árs 2023 án þess að gætt væri að gildandi lögum. „Nú þarf framkvæmdaaðilinn að gæta að settum lögum, áður en lengra er haldið. Það breytir ekki því að Sigölduvirkjun er í þjóðlendu, og það er ámælisvert að forsætisráðherra sem falin er gæsla þeirrar eignar þjóðarinnar, hafi ekki stöðvað málið á sínum tíma með vísan til þeirra laga sem úrskurðarnefndin vísar til í úrskurði sínum í gær.“ Í úrskurðinum sé einnig fundið að því að sérfræðiálit sem Hafrannsóknarstofnun gerði fyrir framkvæmdaraðila hafi ekki verið í samræmi við lög, að því er varðar flokkun í svokölluð manngerð eða mikið breytt vatnshlot. Jafnframt segi að afstaða Umhverfisstofnunar hafi verið óskýr að því leyti. Tímamótaúrskurður „Í stuttu máli er hér um tímamótaúrskurð að ræða í íslenskri stjórnsýslu, þar sem skýr niðurstaða er um að í umhverfismati þýði ekki að koma sér hjá ákvæðum laga um stjórn vatnamála. Dómurinn er því fordæmisgefandi og styrkir lýðræðislegan rétt almennings til þátttöku í ákvörðunum.“ Úrskurðurinn komi ekki á óvart, enda komi hann í framhaldi fjölda dóma sem gengið hafi í Evrópu undanfarinn áratug, þar sem strangar kröfur hafi verið gerðar til umhverfismats, ekki síst þegar framkvæmdir hafa áhrif á vatn. En það eigi einnig við um aðra þætti, svo sem loftslag. Skemmst sé að minnast ógildingar áfrýjunardómstóls í Noregi á leyfum til vinnslu olíu fyrir réttri viku, þar sem í umhverfismati hefði ekki verið lagt mat á áhrif notkunar jarðefnanna á andrúmsloftið.
Orkumál Ásahreppur Úrskurðar- og kærunefndir Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira