Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2025 06:31 Það er óhætt að segja að Björk eigi litríkan og glæsilegan feril að baki, fyrsta súperstjarna Íslands í tónlist. Vísir/SaraRut Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir fagnar sextíu ára afmæli sínu í dag. Hún er fortíðin, samtíðin og framtíðin segir Bríet. Ferillinn talar sínu máli hjá Björk sem hefur nýtt frægð sína til að berjast fyrir náttúruvernd og taka upp hanskann fyrir lítilmagnann. Frægðin hefur hins vegar alls ekki alltaf verið dans á rósum. Björk fæddist á köldum sunnudegi í Reykjavík veturinn 1965. Hún sýndi snemma hæfileika á tónlistarsviðinu, lærði á píanó og flautu í Barnamúsíkskóla Reykjavíkur við Lindargötu sem í dag heitir Tónmenntaskólinn. Björk var ellefu ára þegar platan Björk var gefin út þar sem hún söng barnalög, þeirra á meðal lagið Álfur út úr hól við Bítlalagið The Fool on the hill. Unglingurinn Björk gerðist virkur í tónlistarsenu Reykjavíkur og lék meðal annars með pönk- og djasstónlistarfélögum. Sautján ára gekk hún til liðs við hljómsveitina Tappa Tíkarrass og kom töluvert við sögu í heimildarmyndinni Rokk í Reykjavík árið 1982. Á átjánda aldursári stofnaði Björk hljómsveitina KUKL, eins konar súpersveit með meðlimum annarra hljómsveita, sem átti eftir að þróast út í hljómsveitina Sykurmolanna síðar meir. Sveitin naut mikillar velgengni í lok níunda áratugarins og byrjun þess tíunda. Á sama tíma gaf Björk út plötuna Gling-Gló með tríói Guðmundar Ingólfssonar. Að neðan má sjá Björk og tríóið flytja lög sín á RÚV og Stöð 2. Björk ræddi í viðtali við Stöð 2 hvernig samstarfið bar að. En þótt djassinn hafi vakið athygli hér heima þá voru það Sykurmolarnir sem veittu Björk alþjóðlega frægð. Sveitin sem var skipuð þeim Braga Ólafssyni, Einari Erni Benediktssyni, Einari A. Melax, Friðriki Erlingssyni, Margréti Örnólfsdóttur, Þór Eldon og Sigtryggi Baldurssyni gaf fyrst út smáskífur með lögunum Ammæli og Köttur. Fyrsta stóra platan þeirra hét Life's Too Good og naut mikilla vinsælda um allan heim þar sem sveitin varð þekkt sem The Sugarcubes. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992 og í framhaldinu fór sólóferill Bjarkar á fullt. Tíu sólóplötur og miklar listasýningar Útgáfa plötunnar Debut árið 1993 markaði risastórt skref á ferli Bjarkar. Tónlistin þótti einstök þar sem blandað var saman ólíkum tónlistarstefnum. Fimm lög voru gefin út á smáskífum og náðu lögin Human Behaviour, Venus as a Boy, Big Time Sensuality og Violently happy mestri útbreiðslu á vinsældalistum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Björk hefur glímt við áföll á lífsleiðinni eins og þegar eltihrellir sat um hana og sendi henni bréfasprengju árið 1996. Getty/Fiona Hanson Björk var tilnefnd til Grammy-verðlauna árið 1994 fyrir besta stutta tónlistarmyndbandið við Human Behaviour og vann verðlaun á Brit Awards sem besti nýliðinn og besta alþjóðlega tónlistarkonan. Hún fylgdi Debut eftir með plötunni Post árið 1995 en á þessum tíma var hún flutt til London og átti platan að vera lýsandi fyrir líf hennar í ensku höfuðborginni. Björk átti síðar eftir að segja að Debut og Post hefðu að hennar mati ekki verið jafnsterkar og þær síðari. Það væri erfitt fyrir hana að dæma sjálf en hún teldi að plöturnar sem fylgdu á eftir væru betur lýsandi fyrir karakterinn hennar. Björk syngur á stóra sviðinu á In the Park tónlistarhátíðinni í Skotlandi sumarið 1994. Um sautján þúsund manns sóttu tónleikana.Getty/Scottish Daily Ábreiða Bjarkar af It's Oh So Quiet vakti mikla athygli og ekki síður myndband sem gert var við lagið þar sem Björk dansar úti á götum í San Fernando-dalnum í Kaliforníu. Myndbandið var verðlaunað á MTV-tónlistarhátíðinni árið 1995. Síðan hefur Björk gefið út átta plötur. Homogenic, Vespertine, Medúlla, Volta, Biophilia, Vulnicura, Utopia og Fossora. Útgáfu platnanna fylgdu tónleikaferðalög um allan heim. Björk hefur sótt innblástur til tónlistar sinnar í gegnum tíðina til málefna sem eru henni hugleikin en einnig til persónulegri mála. Þannig upplýsti hún í viðtali við Pitchfork árið 2015 að hafa samið textana á plötunni Vulnicura þegar hún var í ástarsorg. Ástin var Björk aftur hugleikin á plötunni Utopia. Í laginu Blissing Me syngur Björk um ástina og lýsir því hvernig hún verður ástfangin. Hún sagði plötuna í heild sinni fjalla um ástina á einhvers konar yfirskilvitlegan hátt. Platan væri ástarbréf til bjartsýninnar. Þá hefur Björk ætíð leitað til íslensks hæfileikafólks í tónlist, tækni og listum við að búa til ævintýraheima á tónleikaferðalögum sínum. Áshildur Haraldsdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir, Berglind María Tómasdóttir og Melkorka Ólafsdóttir á Utopiu túrnum í Háskólabió 2018. Getty/Santiago Felipe Hvort sem eru íslenskar þverflautukonur eða heilu blásturssveitirnar. Óhætt er að segja að tónleikar Bjarkar séu ekki síður stórbrotnar listasýningar þar sem hún hefur bæði nýtt fjölda hljóðfæraleikara og kóra á sviðinu auk þess sem myndræn framsetning hefur alltaf verið í aðalhlutverki. Björk hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 1997 og hefur alls sextán sinnum verið tilnefnd til Grammy-verðlauna en aldrei hlotið þau. Björk á göngu með Ísadóru dóttur sinnar á Manhattan í New York árið 2006.Getty/Arnaldo Magnani Björk hefur haldið tónleika með reglulegu millibili á Íslandi síðan sólóferilinn hófst fyrir rúmum þrjátíu árum. Undantekningalítið hafa færri komist að en vilja og fólk beðið lengi eftir miðum, fyrst í röðum við verslanir en síðar á netinu. Dekkri hliðar frægðarinnar Frægðin er ekki tekin út með sældinni og fyrstu árin á sólóferlinum þegar Björk bjó í London varð hún reglulega fyrir barðinu á papparössum, ljósmyndurum sem eltu hanan á röndum í hennar daglega lífi. Á ferðalagi til Taílands árið 1996 sátu fréttamenn og ljósmyndarar fyrir henni og níu ára gömlum syni hennar. Björk brást illa við þegar fréttamaður bauð son hennar velkominn til Taílands og þurftu öryggisverðir að ganga á milli. Björk bauðst síðar afsökunar á uppákomunni. Versta málið sneri þó að ungum karlmanni sem var ekki heill á geði og með Björk á heilanum. Hann sendi bréfasprengju á heimili Bjarkar en lögreglan greip inn í. Maðurinn svipti sig lífi í framhaldinu. Björk tjáði sig um málið og sendi fjölskyldu mannsins samúðarkveðju og blóm. Hún sagðist síðar hafa óttast um öryggi síns og sérstaklega sonar síns sem þá var ungur. Svanakjóllinn frægi Á aldamótaárinu 2000 er óhætt að segja að Björk hafi slegið í gegn á hvíta tjaldinu í kvikmynd Lars von Trier, Dancer in the Dark. Þar lék Björk konuna Selmu sem starfar í verksmiðju sem glímir við augnsjúkdóm og safnar peningum fyrir aðgerð fyrir son sinn sem óttast er að erfi sjúkdóminn. Kvikmyndin, sem líklega verður best lýst sem sorglegum sálfræðisöngleik, naut mikilla vinsælda. Björk samdi tónlistina og gaf út á plötunni Selmasongs, þar sem Sjón var meðal þeirra sem sömdu texta. Myndin vann Gullpálmann á Cannes-kvikmyndahátíðinni og var Björk valin besta leikkonan. Lagið I've seen it all before var tilnefnt til Óskarsverðlauna sem besta frumsamda lag en laut í lægra haldi fyrir laginu Things Have Changed eftir Bob Dylan í myndinni Wonder Boys. Björk stal senunni á Óskarsverðlaunahátíðinni 2001 þegar hún mætti í hvítum svanakjól sem vakti mikla athygli og umtal. Marjan Pejoski hannað kjólinn úr hvítu tjull-efni og á honum voru ótal kristallar. Svanahálsinn og höfuðið sem virtist liggja á bringu Bjarkar gleymist seint. Björk í svanakjólnum magnaða á Óskarnum.WireImage/Kevin Mazur Björk skildi sex egg eftir á dreif um rauða dregilinn og reyndu öryggisverðir jafnóðum að skila þeim til hennar. Þótt athyglin hafi verið jákvæð í seinni tíð voru ýmsir gagnrýnir á klæðaburðinn. Mikið gaman og grín „Það ætti að leggja þessa stelpu inn á hæli,“ sagði sjónvarpskonan Joan Rivers. „Þetta er örugglega það heimskulegasta sem ég hef séð,“ sagði kanadíska tískulöggan Steven Cojocaru. Ellen DeGeneres klæddist eftirlíkingu af svanakjólnum þegar hún var kynnir á Emmy verðlaununum, seinna sama ár. Árið eftir steig grínistin Kevin James á svið í svanakjól á People's Choice Awards. En þó að það hafi verið gert grín að kjólnum er hann rifjaður upp fyrir hverja einustu Óskarsverðlaunahátíð. Ellen DeGeneres á Emmy-verðlaununum í Los Angeles 2001 innan við ári eftir að Björk mætti á Óskarinn. Getty Images Kjóllinn var í anda Bjarkar sem hefur verið þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir í listum og koma sífellt á óvart. Björk hefur nokkrum sinnum rætt kjólinn í viðtölum og hefur alltaf verið mjög skýr með hið augljósa; að hún var alls ekki að reyna að falla inn í fjöldann. Hún sá aldrei eftir þessu vali og klæddist kjólnum líka á tónleikaherferð og framan á plötuumslaginu fyrir Vespertine. Nokkrir samstarfsörðugleikar komu upp milli Bjarkar og danska leikstjórans við gerð myndarinnar. Björk átti síðar eftir að lýsa kynferðislegri áreitni af hálfu von Trier. Barátta fyrir náttúrunni Í seinni tíð hefur Björk látið til sín taka í umhverfisvernd og verið ötul í baráttunni fyrir verndun náttúru Íslands þegar kemur að stóriðjuvirkjunum, eyðileggingu óspilltrar náttúru og fiskeldi. Árið 2008 kom út lagið Náttúra þar sem hún starfaði með Thom Yorke, söngvara Radiohead, til að vekja athygli á þessum málefnum. Allur ágóði rann til Umhverfisverndarsamtakanna Náttúru. Þá hefur Björk talað fyrir stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands. „Það er aðeins minnihluti Íslendinga, sveitalubbar (e. redneck) á borð við forsætisráðherra Íslands og fjármálaráðherra, sem vilja útmá hálendið. Ég er aðeins talsmaður hins almenna Íslendings sem vill halda Íslandi eins og það er,“ sagði Björk í viðtali árið 2015 þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson voru í fyrrnefndum ráðherrastólum. Thom Yorke, sem veitir sjaldan viðtöl, upplýsti árið 2019 að hann hafi ekki byrjað að passa upp á röddina sína fyrr en eftir að hafa djammað með Björk. Björk skrifaði formálann að enskri þýðingu á verðlaunabókinni Draumalandinu, bók Andra Snæs Magnasonar, sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Bókin er ádeila á stóriðju og með leiðbeiningum um hvernig megi marka nýja stefnu. Björk tók þátt í karókímaraþoni árið 2011 og söng lagið Þrjú hjól undir bílnum með Ómari Ragnarssyni. Tilefnið var undirskriftasöfnun um þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra. Varaði við tímaeyðslu á samfélagsmiðlum Átta ár eru liðin frá því að Björk hvatti fólk til að njóta náttúrunnar og gera eitthvað skemmtilegra en að fletta í gegnum samfélagsmiðla allan daginn. Björk á tónleikum í Santiago í Chile í Suður-Ameríku í nóvember 2022. Getty/Santiago Felipe „Það er kannski fjöldi krakka sem kann ekki að ganga í skógi og njóta útiveru. Ef þú hangir á Facebook í langan tíma, þá gæti þér liðið eins og þú hafir verið að borða þrjá hamborgara. Þú veist að þetta er rusl. Ég hef alltaf gefið vinum mínum þetta ráð: Farðu í klukkustundar langan göngutúr og sjáðu hvernig þér líður eftir hann. Ég held að okkur sé ætlað að vera utandyra.“ Ummæli sem segja má að hafi elst ansi vel þótt tímaþjófarnir séu orðnir fleiri en Facebook í dag. Þá hefur Björk á ferli sínum reglulega tekið upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín í baráttu við æðri öfl. Hún tileinkaði lagið Declare Independence Grænlendingum og Færeyingum. Síðar tileinkaði hún lagið íbúum Kósóvó sem varð til þess að tónleikar hennar í Serbíu voru blásnir af. Björk á Björk Orkestral túrnum, hér í Hörpu ásamt Hamrahlíðarkórnum í október 2021.Getty/Santiago Felipe Þá hefur hún einnig tileinkað lagið Tíbetum, Skotum og Katalónum í þeirra sjálfsstæðisbaráttu. Kínverskir ráðamenn voru allt annað en sáttir við yfirlýsingar Bjarkar. Björk hefur einnig tekið upp hanskann fyrir Palestínumenn undir árásum Ísraela. Hún fordæmdi handtöku Möggu Stínu vinkonu sinnar í október. Björk prýddi forsíðu National Geographic fyrr á árinu sem einn af 33 fulltrúum breytinga sem trúa að heimurinn þarfnist úrræða og aðkallandi aðgerða. Björk var valin fyrir að ljá umhverfismálum rödd sína og raunsærra afreka á því sviði. Mamma og amma Björk er tveggja barna móðir en börn hennar hafa fetað í fótspor móður sinnar í listaheiminum. Björk eignaðist Sindra Eldon árið 1986 með þáverandi manni sínum Þór Eldon, félaga hennar í Sykurholunum. Sindri hefur skapað sér nafn í tónlistarheiminum á Íslandi meðal annars með hljómsveitinni Sindri Eldon and the Ways. Hann varð faðir árið 2019 og Björk þar með amma. Þá eignaðist Björk dótturina Ísadóru með bandaríska listamanninum Matthew Barney árið 2002. Ísadóra, sem er leikkona, var nýlega á lista Vogue yfir svölustu stelpurnar í Bretlandi. Fortíðin, samtíðin og framtíðin The Reykjavík Grapevine leitaði til nokkurra tónlistarsérfræðinga og kollega Bjarkar á þessum tímamótum og spurðu hvaða þýðingu Björk hefði haft fyrir íslenska tónlist. „Sextug að aldri er Björk holdgervingur órólegrar sálar íslenskrar tónlistar. Hún braut niður einangrun lítils eylands og víkkaði út landamæri Íslands, gerði landið að alþjóðlegu tákni sköpunarkrafts og frumleika. Verk hennar — allt frá pönki, raftónlist og sinfónískum tilraunum til stafrænnar myndlistar — hafa bókstaflega útvíkkað merkingu hugtaksins íslensk tónlist. Hún hefur sýnt, og sýnir enn, að náttúra, tækni og tilfinningar geta sameinast í einni rödd sem er í senn hrá, íhugul og andleg. Allir yngri íslenskir tónlistarmenn sem skapa af óttaleysi — allt frá tilraunatónskáldum til popplistamanna — eru henni skuldugir,“ segir Jónas Sen, tónlistargagnrýnandi Vísis. „Björk er fortíðin, samtíðin og framtíðin. Hún er augnablikið,“ segir tónlistarkonan Bríet. Björk er reglulega nefnd á listum yfir áhrifamesta tónlistarfólk samtímans. Hún hefur búið á Íslandi undanfarin ár og sagði í viðtali árið 2022 að hún hefði meðal annars flutt til Íslands frá Bandaríkjunum vegna umdeildrar löggjafar um byssugjöf. Björk snerti á áhyggjum sínum af skotárásum vestan hafs í viðtali á X-inu árið 2022. „Það er ekkert grín að vera með barn í skóla þar sem er svona mikið ofbeldi. Í Bandaríkjunum eru tvö fjöldamorð á dag. Viljum við þann veruleika á Íslandi?“ sagði Björk sem hvatti íslenska sjónvarps- og kvikmyndagerðafólk að gera morð að reglulegu umfjöllunarefni. Enn á fullu Þrátt fyrir að standa á sextugu virðist Björk hvergi nærri hætt í listsköpun sinni. Innan við mánuður er frá útgáfu tónleikamyndarinnar Cornucopia sem Ísold Uggadóttir leikstýrir. Þar blandar Björk saman tónlist, leikhúsi og sjónlist til að koma áfram skilaboðum um von og seiglu í umhverfismálum. Björk er búsett í vesturbænum í Reykjavík og sækir reglulega pottana í hverfislauginni og verslar í Melabúðinni. Það þótti tíðindum sæta þegar Björk mætti í Laugardalslaugina á nýársdag árið 2017 en Vesturbæjarlaugin var lokuð eins og aðrar sundlaugar borgarinnar þann dag. Þá skildi engan undra þó hann gangi inn á skemmtistað í Reykjavík eitt kvöldið og Björk sé í hlutverki plötusnúðs. Hún hefur um árabil dj-að á skemmtistöðum hér heima en einnig erlendis. Í fyrra spilaði hún í New York undir Brooklyn brúnni og sömuleiðis í París með tónlistarkonunni Arca en þær unnu saman að plötunum Vulnicura og Utopia. Menntskælingar við Hamrahlíð fengu að njóta plötusnúðasnilli Bjarkar á balli um árið þar sem Björk skellti Clubbed Up með ClubDub á fóninn og allt varð vitlaust. Vildi bara dansa og tjilla En hvernig lýkur maður grein um afmælisbarnið Björk? Kannski bara með skemmtilegri afmælissögu af Björk sem Emmsjé Gauti sagði í þáttunum Rapp í Reykjavík árið 2016. Gauti rifjaði þar upp þegar hann leigði Prikið til að halda upp á afmælið sitt þegar hann sá að Björk var mætt á neðri hæðina í dansstuði. Gauta langaði í mynd af sér með goðsögninni í tilefni dagsins, afsakaði sig í bak og fyrir og bað Björk um mynd. Hann lýsir því sem Björk hafi horft á hann grimmum augum, hefði allt eins getað hrækt á hann, og svarað: „Sérðu ekki að ég er að dansa og tjilla??!!“ Björk Tímamót Tónlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Lífið samstarf Fleiri fréttir Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Sjá meira
Björk fæddist á köldum sunnudegi í Reykjavík veturinn 1965. Hún sýndi snemma hæfileika á tónlistarsviðinu, lærði á píanó og flautu í Barnamúsíkskóla Reykjavíkur við Lindargötu sem í dag heitir Tónmenntaskólinn. Björk var ellefu ára þegar platan Björk var gefin út þar sem hún söng barnalög, þeirra á meðal lagið Álfur út úr hól við Bítlalagið The Fool on the hill. Unglingurinn Björk gerðist virkur í tónlistarsenu Reykjavíkur og lék meðal annars með pönk- og djasstónlistarfélögum. Sautján ára gekk hún til liðs við hljómsveitina Tappa Tíkarrass og kom töluvert við sögu í heimildarmyndinni Rokk í Reykjavík árið 1982. Á átjánda aldursári stofnaði Björk hljómsveitina KUKL, eins konar súpersveit með meðlimum annarra hljómsveita, sem átti eftir að þróast út í hljómsveitina Sykurmolanna síðar meir. Sveitin naut mikillar velgengni í lok níunda áratugarins og byrjun þess tíunda. Á sama tíma gaf Björk út plötuna Gling-Gló með tríói Guðmundar Ingólfssonar. Að neðan má sjá Björk og tríóið flytja lög sín á RÚV og Stöð 2. Björk ræddi í viðtali við Stöð 2 hvernig samstarfið bar að. En þótt djassinn hafi vakið athygli hér heima þá voru það Sykurmolarnir sem veittu Björk alþjóðlega frægð. Sveitin sem var skipuð þeim Braga Ólafssyni, Einari Erni Benediktssyni, Einari A. Melax, Friðriki Erlingssyni, Margréti Örnólfsdóttur, Þór Eldon og Sigtryggi Baldurssyni gaf fyrst út smáskífur með lögunum Ammæli og Köttur. Fyrsta stóra platan þeirra hét Life's Too Good og naut mikilla vinsælda um allan heim þar sem sveitin varð þekkt sem The Sugarcubes. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992 og í framhaldinu fór sólóferill Bjarkar á fullt. Tíu sólóplötur og miklar listasýningar Útgáfa plötunnar Debut árið 1993 markaði risastórt skref á ferli Bjarkar. Tónlistin þótti einstök þar sem blandað var saman ólíkum tónlistarstefnum. Fimm lög voru gefin út á smáskífum og náðu lögin Human Behaviour, Venus as a Boy, Big Time Sensuality og Violently happy mestri útbreiðslu á vinsældalistum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Björk hefur glímt við áföll á lífsleiðinni eins og þegar eltihrellir sat um hana og sendi henni bréfasprengju árið 1996. Getty/Fiona Hanson Björk var tilnefnd til Grammy-verðlauna árið 1994 fyrir besta stutta tónlistarmyndbandið við Human Behaviour og vann verðlaun á Brit Awards sem besti nýliðinn og besta alþjóðlega tónlistarkonan. Hún fylgdi Debut eftir með plötunni Post árið 1995 en á þessum tíma var hún flutt til London og átti platan að vera lýsandi fyrir líf hennar í ensku höfuðborginni. Björk átti síðar eftir að segja að Debut og Post hefðu að hennar mati ekki verið jafnsterkar og þær síðari. Það væri erfitt fyrir hana að dæma sjálf en hún teldi að plöturnar sem fylgdu á eftir væru betur lýsandi fyrir karakterinn hennar. Björk syngur á stóra sviðinu á In the Park tónlistarhátíðinni í Skotlandi sumarið 1994. Um sautján þúsund manns sóttu tónleikana.Getty/Scottish Daily Ábreiða Bjarkar af It's Oh So Quiet vakti mikla athygli og ekki síður myndband sem gert var við lagið þar sem Björk dansar úti á götum í San Fernando-dalnum í Kaliforníu. Myndbandið var verðlaunað á MTV-tónlistarhátíðinni árið 1995. Síðan hefur Björk gefið út átta plötur. Homogenic, Vespertine, Medúlla, Volta, Biophilia, Vulnicura, Utopia og Fossora. Útgáfu platnanna fylgdu tónleikaferðalög um allan heim. Björk hefur sótt innblástur til tónlistar sinnar í gegnum tíðina til málefna sem eru henni hugleikin en einnig til persónulegri mála. Þannig upplýsti hún í viðtali við Pitchfork árið 2015 að hafa samið textana á plötunni Vulnicura þegar hún var í ástarsorg. Ástin var Björk aftur hugleikin á plötunni Utopia. Í laginu Blissing Me syngur Björk um ástina og lýsir því hvernig hún verður ástfangin. Hún sagði plötuna í heild sinni fjalla um ástina á einhvers konar yfirskilvitlegan hátt. Platan væri ástarbréf til bjartsýninnar. Þá hefur Björk ætíð leitað til íslensks hæfileikafólks í tónlist, tækni og listum við að búa til ævintýraheima á tónleikaferðalögum sínum. Áshildur Haraldsdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir, Berglind María Tómasdóttir og Melkorka Ólafsdóttir á Utopiu túrnum í Háskólabió 2018. Getty/Santiago Felipe Hvort sem eru íslenskar þverflautukonur eða heilu blásturssveitirnar. Óhætt er að segja að tónleikar Bjarkar séu ekki síður stórbrotnar listasýningar þar sem hún hefur bæði nýtt fjölda hljóðfæraleikara og kóra á sviðinu auk þess sem myndræn framsetning hefur alltaf verið í aðalhlutverki. Björk hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 1997 og hefur alls sextán sinnum verið tilnefnd til Grammy-verðlauna en aldrei hlotið þau. Björk á göngu með Ísadóru dóttur sinnar á Manhattan í New York árið 2006.Getty/Arnaldo Magnani Björk hefur haldið tónleika með reglulegu millibili á Íslandi síðan sólóferilinn hófst fyrir rúmum þrjátíu árum. Undantekningalítið hafa færri komist að en vilja og fólk beðið lengi eftir miðum, fyrst í röðum við verslanir en síðar á netinu. Dekkri hliðar frægðarinnar Frægðin er ekki tekin út með sældinni og fyrstu árin á sólóferlinum þegar Björk bjó í London varð hún reglulega fyrir barðinu á papparössum, ljósmyndurum sem eltu hanan á röndum í hennar daglega lífi. Á ferðalagi til Taílands árið 1996 sátu fréttamenn og ljósmyndarar fyrir henni og níu ára gömlum syni hennar. Björk brást illa við þegar fréttamaður bauð son hennar velkominn til Taílands og þurftu öryggisverðir að ganga á milli. Björk bauðst síðar afsökunar á uppákomunni. Versta málið sneri þó að ungum karlmanni sem var ekki heill á geði og með Björk á heilanum. Hann sendi bréfasprengju á heimili Bjarkar en lögreglan greip inn í. Maðurinn svipti sig lífi í framhaldinu. Björk tjáði sig um málið og sendi fjölskyldu mannsins samúðarkveðju og blóm. Hún sagðist síðar hafa óttast um öryggi síns og sérstaklega sonar síns sem þá var ungur. Svanakjóllinn frægi Á aldamótaárinu 2000 er óhætt að segja að Björk hafi slegið í gegn á hvíta tjaldinu í kvikmynd Lars von Trier, Dancer in the Dark. Þar lék Björk konuna Selmu sem starfar í verksmiðju sem glímir við augnsjúkdóm og safnar peningum fyrir aðgerð fyrir son sinn sem óttast er að erfi sjúkdóminn. Kvikmyndin, sem líklega verður best lýst sem sorglegum sálfræðisöngleik, naut mikilla vinsælda. Björk samdi tónlistina og gaf út á plötunni Selmasongs, þar sem Sjón var meðal þeirra sem sömdu texta. Myndin vann Gullpálmann á Cannes-kvikmyndahátíðinni og var Björk valin besta leikkonan. Lagið I've seen it all before var tilnefnt til Óskarsverðlauna sem besta frumsamda lag en laut í lægra haldi fyrir laginu Things Have Changed eftir Bob Dylan í myndinni Wonder Boys. Björk stal senunni á Óskarsverðlaunahátíðinni 2001 þegar hún mætti í hvítum svanakjól sem vakti mikla athygli og umtal. Marjan Pejoski hannað kjólinn úr hvítu tjull-efni og á honum voru ótal kristallar. Svanahálsinn og höfuðið sem virtist liggja á bringu Bjarkar gleymist seint. Björk í svanakjólnum magnaða á Óskarnum.WireImage/Kevin Mazur Björk skildi sex egg eftir á dreif um rauða dregilinn og reyndu öryggisverðir jafnóðum að skila þeim til hennar. Þótt athyglin hafi verið jákvæð í seinni tíð voru ýmsir gagnrýnir á klæðaburðinn. Mikið gaman og grín „Það ætti að leggja þessa stelpu inn á hæli,“ sagði sjónvarpskonan Joan Rivers. „Þetta er örugglega það heimskulegasta sem ég hef séð,“ sagði kanadíska tískulöggan Steven Cojocaru. Ellen DeGeneres klæddist eftirlíkingu af svanakjólnum þegar hún var kynnir á Emmy verðlaununum, seinna sama ár. Árið eftir steig grínistin Kevin James á svið í svanakjól á People's Choice Awards. En þó að það hafi verið gert grín að kjólnum er hann rifjaður upp fyrir hverja einustu Óskarsverðlaunahátíð. Ellen DeGeneres á Emmy-verðlaununum í Los Angeles 2001 innan við ári eftir að Björk mætti á Óskarinn. Getty Images Kjóllinn var í anda Bjarkar sem hefur verið þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir í listum og koma sífellt á óvart. Björk hefur nokkrum sinnum rætt kjólinn í viðtölum og hefur alltaf verið mjög skýr með hið augljósa; að hún var alls ekki að reyna að falla inn í fjöldann. Hún sá aldrei eftir þessu vali og klæddist kjólnum líka á tónleikaherferð og framan á plötuumslaginu fyrir Vespertine. Nokkrir samstarfsörðugleikar komu upp milli Bjarkar og danska leikstjórans við gerð myndarinnar. Björk átti síðar eftir að lýsa kynferðislegri áreitni af hálfu von Trier. Barátta fyrir náttúrunni Í seinni tíð hefur Björk látið til sín taka í umhverfisvernd og verið ötul í baráttunni fyrir verndun náttúru Íslands þegar kemur að stóriðjuvirkjunum, eyðileggingu óspilltrar náttúru og fiskeldi. Árið 2008 kom út lagið Náttúra þar sem hún starfaði með Thom Yorke, söngvara Radiohead, til að vekja athygli á þessum málefnum. Allur ágóði rann til Umhverfisverndarsamtakanna Náttúru. Þá hefur Björk talað fyrir stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands. „Það er aðeins minnihluti Íslendinga, sveitalubbar (e. redneck) á borð við forsætisráðherra Íslands og fjármálaráðherra, sem vilja útmá hálendið. Ég er aðeins talsmaður hins almenna Íslendings sem vill halda Íslandi eins og það er,“ sagði Björk í viðtali árið 2015 þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson voru í fyrrnefndum ráðherrastólum. Thom Yorke, sem veitir sjaldan viðtöl, upplýsti árið 2019 að hann hafi ekki byrjað að passa upp á röddina sína fyrr en eftir að hafa djammað með Björk. Björk skrifaði formálann að enskri þýðingu á verðlaunabókinni Draumalandinu, bók Andra Snæs Magnasonar, sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Bókin er ádeila á stóriðju og með leiðbeiningum um hvernig megi marka nýja stefnu. Björk tók þátt í karókímaraþoni árið 2011 og söng lagið Þrjú hjól undir bílnum með Ómari Ragnarssyni. Tilefnið var undirskriftasöfnun um þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra. Varaði við tímaeyðslu á samfélagsmiðlum Átta ár eru liðin frá því að Björk hvatti fólk til að njóta náttúrunnar og gera eitthvað skemmtilegra en að fletta í gegnum samfélagsmiðla allan daginn. Björk á tónleikum í Santiago í Chile í Suður-Ameríku í nóvember 2022. Getty/Santiago Felipe „Það er kannski fjöldi krakka sem kann ekki að ganga í skógi og njóta útiveru. Ef þú hangir á Facebook í langan tíma, þá gæti þér liðið eins og þú hafir verið að borða þrjá hamborgara. Þú veist að þetta er rusl. Ég hef alltaf gefið vinum mínum þetta ráð: Farðu í klukkustundar langan göngutúr og sjáðu hvernig þér líður eftir hann. Ég held að okkur sé ætlað að vera utandyra.“ Ummæli sem segja má að hafi elst ansi vel þótt tímaþjófarnir séu orðnir fleiri en Facebook í dag. Þá hefur Björk á ferli sínum reglulega tekið upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín í baráttu við æðri öfl. Hún tileinkaði lagið Declare Independence Grænlendingum og Færeyingum. Síðar tileinkaði hún lagið íbúum Kósóvó sem varð til þess að tónleikar hennar í Serbíu voru blásnir af. Björk á Björk Orkestral túrnum, hér í Hörpu ásamt Hamrahlíðarkórnum í október 2021.Getty/Santiago Felipe Þá hefur hún einnig tileinkað lagið Tíbetum, Skotum og Katalónum í þeirra sjálfsstæðisbaráttu. Kínverskir ráðamenn voru allt annað en sáttir við yfirlýsingar Bjarkar. Björk hefur einnig tekið upp hanskann fyrir Palestínumenn undir árásum Ísraela. Hún fordæmdi handtöku Möggu Stínu vinkonu sinnar í október. Björk prýddi forsíðu National Geographic fyrr á árinu sem einn af 33 fulltrúum breytinga sem trúa að heimurinn þarfnist úrræða og aðkallandi aðgerða. Björk var valin fyrir að ljá umhverfismálum rödd sína og raunsærra afreka á því sviði. Mamma og amma Björk er tveggja barna móðir en börn hennar hafa fetað í fótspor móður sinnar í listaheiminum. Björk eignaðist Sindra Eldon árið 1986 með þáverandi manni sínum Þór Eldon, félaga hennar í Sykurholunum. Sindri hefur skapað sér nafn í tónlistarheiminum á Íslandi meðal annars með hljómsveitinni Sindri Eldon and the Ways. Hann varð faðir árið 2019 og Björk þar með amma. Þá eignaðist Björk dótturina Ísadóru með bandaríska listamanninum Matthew Barney árið 2002. Ísadóra, sem er leikkona, var nýlega á lista Vogue yfir svölustu stelpurnar í Bretlandi. Fortíðin, samtíðin og framtíðin The Reykjavík Grapevine leitaði til nokkurra tónlistarsérfræðinga og kollega Bjarkar á þessum tímamótum og spurðu hvaða þýðingu Björk hefði haft fyrir íslenska tónlist. „Sextug að aldri er Björk holdgervingur órólegrar sálar íslenskrar tónlistar. Hún braut niður einangrun lítils eylands og víkkaði út landamæri Íslands, gerði landið að alþjóðlegu tákni sköpunarkrafts og frumleika. Verk hennar — allt frá pönki, raftónlist og sinfónískum tilraunum til stafrænnar myndlistar — hafa bókstaflega útvíkkað merkingu hugtaksins íslensk tónlist. Hún hefur sýnt, og sýnir enn, að náttúra, tækni og tilfinningar geta sameinast í einni rödd sem er í senn hrá, íhugul og andleg. Allir yngri íslenskir tónlistarmenn sem skapa af óttaleysi — allt frá tilraunatónskáldum til popplistamanna — eru henni skuldugir,“ segir Jónas Sen, tónlistargagnrýnandi Vísis. „Björk er fortíðin, samtíðin og framtíðin. Hún er augnablikið,“ segir tónlistarkonan Bríet. Björk er reglulega nefnd á listum yfir áhrifamesta tónlistarfólk samtímans. Hún hefur búið á Íslandi undanfarin ár og sagði í viðtali árið 2022 að hún hefði meðal annars flutt til Íslands frá Bandaríkjunum vegna umdeildrar löggjafar um byssugjöf. Björk snerti á áhyggjum sínum af skotárásum vestan hafs í viðtali á X-inu árið 2022. „Það er ekkert grín að vera með barn í skóla þar sem er svona mikið ofbeldi. Í Bandaríkjunum eru tvö fjöldamorð á dag. Viljum við þann veruleika á Íslandi?“ sagði Björk sem hvatti íslenska sjónvarps- og kvikmyndagerðafólk að gera morð að reglulegu umfjöllunarefni. Enn á fullu Þrátt fyrir að standa á sextugu virðist Björk hvergi nærri hætt í listsköpun sinni. Innan við mánuður er frá útgáfu tónleikamyndarinnar Cornucopia sem Ísold Uggadóttir leikstýrir. Þar blandar Björk saman tónlist, leikhúsi og sjónlist til að koma áfram skilaboðum um von og seiglu í umhverfismálum. Björk er búsett í vesturbænum í Reykjavík og sækir reglulega pottana í hverfislauginni og verslar í Melabúðinni. Það þótti tíðindum sæta þegar Björk mætti í Laugardalslaugina á nýársdag árið 2017 en Vesturbæjarlaugin var lokuð eins og aðrar sundlaugar borgarinnar þann dag. Þá skildi engan undra þó hann gangi inn á skemmtistað í Reykjavík eitt kvöldið og Björk sé í hlutverki plötusnúðs. Hún hefur um árabil dj-að á skemmtistöðum hér heima en einnig erlendis. Í fyrra spilaði hún í New York undir Brooklyn brúnni og sömuleiðis í París með tónlistarkonunni Arca en þær unnu saman að plötunum Vulnicura og Utopia. Menntskælingar við Hamrahlíð fengu að njóta plötusnúðasnilli Bjarkar á balli um árið þar sem Björk skellti Clubbed Up með ClubDub á fóninn og allt varð vitlaust. Vildi bara dansa og tjilla En hvernig lýkur maður grein um afmælisbarnið Björk? Kannski bara með skemmtilegri afmælissögu af Björk sem Emmsjé Gauti sagði í þáttunum Rapp í Reykjavík árið 2016. Gauti rifjaði þar upp þegar hann leigði Prikið til að halda upp á afmælið sitt þegar hann sá að Björk var mætt á neðri hæðina í dansstuði. Gauta langaði í mynd af sér með goðsögninni í tilefni dagsins, afsakaði sig í bak og fyrir og bað Björk um mynd. Hann lýsir því sem Björk hafi horft á hann grimmum augum, hefði allt eins getað hrækt á hann, og svarað: „Sérðu ekki að ég er að dansa og tjilla??!!“
Björk Tímamót Tónlist Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Lífið samstarf Fleiri fréttir Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Sjá meira