Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Anton Egilsson og Atli Ísleifsson skrifa 15. október 2017 14:12 Björk og Lars von Trier á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2000. Vísir/Getty Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. „Ég er innblásin af öllum þeim konum sem láta í sér heyra á netinu til að láta í mér heyra varðandi reynslu mína af dönskum leikstjóra, því ég kem frá landi sem er eitt af þeim löndum sem er hvað næst jafnrétti kynjanna,” segir Björk í upphafi færslunnar. Björk nafngreinir von Trier ekki í færslu sinni en leiða má yfirgnæfandi líkur að því að Björk sé að lýsa samskiptum sínum við hann enda er von Trier eini danski leikstjórinn sem Björk hefur unnið með að gerð kvikmyndar. Björk hefur áður lýst þeim örðugleikum sem voru í samstarfi þeirra von Trier en í kjölfar útgáfu myndarinnar gaf hún út að hún myndi aldrei aftur vinna að annarri kvikmynd með leikstjóranum. „Þau eru ekki bestu vinir, en þau eru bæði mjög ánægð með útkomu myndarinnar,” sagði þáverandi umboðsmaður Bjarkar á sínum tíma. Bar upp á hana lygarBjörk sakar leikstjórann um að hafa refsað sér í kjölfar þess að hún hafi hafnað honum. „Ég varð þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leikstjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í samstarfinu. Björk segir að vegna eigin styrks, starfsliðs síns og þar sem hún haft neinu að tapa þar sem hún hafi ekki haft metnað til að ná langt innan kvikmyndageirans þá jafnaði hún sig á málinu á einu ári. Þó óttist hún að aðrar leikkonur sem hafi unnið með leikstjóranum hafi ekki gert það. Björk kveðst fullviss um að kvikmynd sem hann gerði síðar hafi verið byggð á reynslu hans af samstarfi þeirra tveggja. Segir Björk að hún telji að þar sem hún hafi verið sú fyrsta til að hafna kynferðislegum umleitunum von Trier, þá hafi það haft áhrif á samstarf hans með leikkonum síðar meir. „Þannig að enn er von,“ segir Björk í færslu sinni sem lýkur máli sínu á því að segja að það gangi nú yfir bylgja breytinga í heiminum. Mikið hefur verið fjallað um kynferðislegt ofbeldi innan kvikmyndaheimsins að undanförnu en á síðustu dögum hafa á þriðja tug kvenna stigið fram og lýst kynferðislegu ofbeldi af hendi kvikmyndaframleiðandans þekkta Harvey Weinstein. Meðal þeirra eru þekktar leikkonur eins og Ashley Judd, Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Rose McGowan. Færslu Bjarkar má lesa í heild sinni hér að neðan. Björk MeToo Danmörk Bíó og sjónvarp Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. „Ég er innblásin af öllum þeim konum sem láta í sér heyra á netinu til að láta í mér heyra varðandi reynslu mína af dönskum leikstjóra, því ég kem frá landi sem er eitt af þeim löndum sem er hvað næst jafnrétti kynjanna,” segir Björk í upphafi færslunnar. Björk nafngreinir von Trier ekki í færslu sinni en leiða má yfirgnæfandi líkur að því að Björk sé að lýsa samskiptum sínum við hann enda er von Trier eini danski leikstjórinn sem Björk hefur unnið með að gerð kvikmyndar. Björk hefur áður lýst þeim örðugleikum sem voru í samstarfi þeirra von Trier en í kjölfar útgáfu myndarinnar gaf hún út að hún myndi aldrei aftur vinna að annarri kvikmynd með leikstjóranum. „Þau eru ekki bestu vinir, en þau eru bæði mjög ánægð með útkomu myndarinnar,” sagði þáverandi umboðsmaður Bjarkar á sínum tíma. Bar upp á hana lygarBjörk sakar leikstjórann um að hafa refsað sér í kjölfar þess að hún hafi hafnað honum. „Ég varð þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leikstjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í samstarfinu. Björk segir að vegna eigin styrks, starfsliðs síns og þar sem hún haft neinu að tapa þar sem hún hafi ekki haft metnað til að ná langt innan kvikmyndageirans þá jafnaði hún sig á málinu á einu ári. Þó óttist hún að aðrar leikkonur sem hafi unnið með leikstjóranum hafi ekki gert það. Björk kveðst fullviss um að kvikmynd sem hann gerði síðar hafi verið byggð á reynslu hans af samstarfi þeirra tveggja. Segir Björk að hún telji að þar sem hún hafi verið sú fyrsta til að hafna kynferðislegum umleitunum von Trier, þá hafi það haft áhrif á samstarf hans með leikkonum síðar meir. „Þannig að enn er von,“ segir Björk í færslu sinni sem lýkur máli sínu á því að segja að það gangi nú yfir bylgja breytinga í heiminum. Mikið hefur verið fjallað um kynferðislegt ofbeldi innan kvikmyndaheimsins að undanförnu en á síðustu dögum hafa á þriðja tug kvenna stigið fram og lýst kynferðislegu ofbeldi af hendi kvikmyndaframleiðandans þekkta Harvey Weinstein. Meðal þeirra eru þekktar leikkonur eins og Ashley Judd, Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Rose McGowan. Færslu Bjarkar má lesa í heild sinni hér að neðan.
Björk MeToo Danmörk Bíó og sjónvarp Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Sjá meira