Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Bjarki Sigurðsson skrifar 20. nóvember 2025 12:02 Vignir Sigurðsson er barnalæknir. Vísir/Getty Læknir segir gríðarlega mikilvægt að bregðast sem fyrst við glími börn við offitu. Ungt fólk þarf í auknu mæli á endurhæfingu að halda vegna offitu sem börn. Algengara er að börn á landsbyggðinni glími við sjúkdóminn. Í dag fer fram heilbrigðisþing heilbrigðisráðherra en þingið í ár er helgað endurhæfingu. Fjöldi fræðimanna er þar með erindi og segir Alma Möller heilbrigðisráðherra verk að vinna í málaflokknum. Endurhæfing sé gríðarlega mikilvægur hluti af heilbrigðisþjónustu, mikilvægari en fólk geri sér grein fyrir. Meiri þörf á endurhæfingu Einn þeirra sem flytja erindi er Vignir Sigurðsson, barnalæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hann leiðir verkefni sem kallast Kraftmiklir Krakkar, lífstílsmóttaka fyrir börn með offitu og foreldra þeirra. „Ég er beðinn um að tala um offitu barna strax á eftir Guðrúnu Þuríði sem er yfirlæknir á Reykjalundi, en þar eru þau að sjá mikla endurhæfingarþörf hjá ungu fullorðnu fólki. Sem er með offitu og mikla sjúkdómsbyrði. Þá þurfum við að kíkja til baka og skoða hvernig staðan er hjá börnunum í landinu. Getum við gert eitthvað til að breyta þessari þróun?“ segir Vignir. Algengara á landsbyggðinni Um fjögur þúsund börn á grunnskólaaldri glími við offitu. „Börn með offitu eru fleiri í dag en fyrir tíu árum síðan. Það er alveg klárt. Við sjáum líka að það eru talsvert fleiri börn á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Við vitum ekki alveg af hverju það er, en það er þannig. Það er svipuð þróun og sést alls staðar annars staðar í heiminum,“ segir Vignir. Erfitt að snúa þróuninni við seinna Það þurfi að bregðast við. „Ef við náum að finna að vandamálið sé í uppsiglingu er miklu auðveldara að eiga við þróunina en þegar við erum orðin fullorðin. Kannski komin á þrítugsaldur og búin að vera með vandamálið og fylgisjúkdóma í fimmtán, tuttugu ár. Þá er miklu erfiðara að snúa þróuninni í rétta átt,“ segir Vignir. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira
Í dag fer fram heilbrigðisþing heilbrigðisráðherra en þingið í ár er helgað endurhæfingu. Fjöldi fræðimanna er þar með erindi og segir Alma Möller heilbrigðisráðherra verk að vinna í málaflokknum. Endurhæfing sé gríðarlega mikilvægur hluti af heilbrigðisþjónustu, mikilvægari en fólk geri sér grein fyrir. Meiri þörf á endurhæfingu Einn þeirra sem flytja erindi er Vignir Sigurðsson, barnalæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hann leiðir verkefni sem kallast Kraftmiklir Krakkar, lífstílsmóttaka fyrir börn með offitu og foreldra þeirra. „Ég er beðinn um að tala um offitu barna strax á eftir Guðrúnu Þuríði sem er yfirlæknir á Reykjalundi, en þar eru þau að sjá mikla endurhæfingarþörf hjá ungu fullorðnu fólki. Sem er með offitu og mikla sjúkdómsbyrði. Þá þurfum við að kíkja til baka og skoða hvernig staðan er hjá börnunum í landinu. Getum við gert eitthvað til að breyta þessari þróun?“ segir Vignir. Algengara á landsbyggðinni Um fjögur þúsund börn á grunnskólaaldri glími við offitu. „Börn með offitu eru fleiri í dag en fyrir tíu árum síðan. Það er alveg klárt. Við sjáum líka að það eru talsvert fleiri börn á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Við vitum ekki alveg af hverju það er, en það er þannig. Það er svipuð þróun og sést alls staðar annars staðar í heiminum,“ segir Vignir. Erfitt að snúa þróuninni við seinna Það þurfi að bregðast við. „Ef við náum að finna að vandamálið sé í uppsiglingu er miklu auðveldara að eiga við þróunina en þegar við erum orðin fullorðin. Kannski komin á þrítugsaldur og búin að vera með vandamálið og fylgisjúkdóma í fimmtán, tuttugu ár. Þá er miklu erfiðara að snúa þróuninni í rétta átt,“ segir Vignir.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira